Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Blaðsíða 17

Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Blaðsíða 17
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(2) 2013 17 ragnHildUr BJarnadÓttir sú gagnrýni á þeirri fræðasýn sem nú er ríkjandi, að þekking þróist í félagslegum samskiptum og að nám sé háð aðstæðum og menningu. Einnig hefur verið bent á að markmiðin séu óraunsæ, þar sem starfsaðstæður bjóði ekki upp á að kennarar séu rannsakendur í eigin starfi, og sjálf kennslan sé þungamiðja starfsins í hugum flestra kennara (Skagen, 2004). Rannsóknir hafa bent til þess að erfitt sé að ná markmiðum um ígrundun. Rannsóknir Liv Sundli (2007a) á vettvangsnámi í Noregi hafa leitt í ljós að ígrundun fer fram í leiðsagnartímum, en þá einkum um athafnir nemanna á vettvangi, mjög sjaldan um þeirra eigin hugsanir og viðhorf. Þrátt fyrir þessa gagn- rýni nýtur þessi nálgun í leiðsögn kennaranema mikilla vinsælda á Norðurlöndum og víðar. 2. Lærlingurinn verður meistari – breytt þátttaka í starfi og starfsmenningu Á ofanverðri síðustu öld komu fram námskenningar sem hafa haft mikil áhrif á rann- sóknir og fræðileg skrif um starfsnám, meðal annars um kennaramenntun, og einnig á viðhorf til leiðsagnar. Þar vísa ég annars vegar til skrifa Barböru Rogoff (1990), Apprenticeship in thinking, einkum skilgreininganna á hugtökunum lærlingur og vörðuð þátttaka (e. guided participation), og hins vegar til skrifa Jean Lave og sam- starfsmanna hennar um aðstæðubundið nám (e. situated learning). Þær stöllur Rogoff og Lave virðast hafa átt ríkan þátt í að móta nýja fræðasýn með bókinni Everyday cognition, sem þær ritstýrðu og gefin var út árið 1984, og er byggð á þeirri túlkun að hugsun og nám, formlegt og óformlegt, sé háð aðstæðum og menningarlegu sam- hengi námsins. Í skilgreiningum á námi hefur áherslan færst frá einstaklingnum, sem mótar eigin „innri“ þekkingu, til þeirrar fræðasýnar að þekking og skilningur þróist í félagslegum samskiptum og að samfélagið og menningin sé samofin náminu (Rogoff og Lave, 1984). Reyndar voru skrif annarra fræðimanna um skilgreiningar á aðstæðubundnu námi á svipuðum nótum á þessum tíma, meðal annars í umfjöllun um kennaramenntun (Borko og Putnam, 1996; Brown, Collins og Duguid, 1989; Bruner, 1990; Greeno, 1998). Þessir fræðimenn rökstyðja einnig og styðja með rannsóknum þá ályktun að þróun hugarstarfs sé alltaf háð aðstæðum; „hvað“ nemendur læra tengist því hvernig þeir læra, hvar og í hvaða félags- og menningarlega samhengi. Með skrifum Rogoff um vitþroska og þróun hugsunar fékk hugtakið lærlingsnám nýja merkingu og einnig hlutverk þess sem annast leiðsögn, þ.e. styður við nám ann- arra. Hún beinir athyglinni að námi sem fer fram í daglegu lífi ekki síður en í mennta- stofnunum, og notar hugtakið lærlingur um einstaklinga almennt, meðal annars mjög ung börn, en ekki endilega þá sem eru nemendur í skóla. Þeir sem styðja við námið geta verið foreldrar eða eldri börn ekki síður en kennarar eða aðrir leiðbeinendur. Nám einstaklinga er skilgreint sem ferli sem hefst með athugun eða skoðun, og hugsanlega eftirlíkingu, og lýkur með sjálfstæðum ályktunum, þátttöku og ábyrgð (Rogoff, 1990). Markviss þjálfun getur verið hluti af náminu og einnig ígrundun tengd athöfnum. Meginhlutverk kennara eða leiðbeinanda er að styðja nemandann í að verða smátt og smátt ábyrgur þátttakandi í athöfnum, verklegum og huglægum, og þá með aðferðum sem Rogoff kallar varðaða þátttöku . Þær aðferðir felast annars vegar í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.