Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Blaðsíða 104

Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Blaðsíða 104
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(2) 2013104 UppHaf kennaramenntUnar í UppeldismiðUðUm HandmenntUm stofnaði kennaradeild við Háskólann í Jyväskylä árið 1863. Hann skipulagði nám- skeið fyrir þá sem vildu verða kennarar samhliða sumarnámskeiðum fyrir starfandi kennara (Kananoja, 1991). Cygnæus lagði ríka áherslu á að handmenntakennarar væru menntaðir í uppeldisfræði og hefðu þekkingu og skilning á uppeldislegum gildum kennslunnar (Cygnæus, 1910). Ekki voru allir sannfærðir um að innleiða ætti uppeldismiðaðar handmenntir í menntun kennara, en þar sem hann stjórnaði einu kennaramenntunarstofnun landsins náðu hugmyndir hans fram að ganga (Kananoja, 1991). Kennaraskólinn í Nääs Otto Salomon var einn af frumkvöðlum slöjdsins. Árið 1872 hóf hann að kenna sveitabörnum í Nääs í suðurhluta Svíþjóðar fjölbreytt handverk í hagnýtum tilgangi. Síðar, þegar hann var fenginn til að hafa umsjón með verknámi í skólum í héraðinu, skynjaði hann þörf fyrir menntun kennara á þessu sviði. Það var þó ekki fyrr en hann heimsótti Cygnæus í Finnlandi árið 1877 að hann byrjaði að leggja áherslu á almennt uppeldislegt gildi verklegs náms. Salomon leit á Cygnæus sem frumkvöðul þess að gera greinarmun á verknámi og uppeldismiðuðum handmenntum. Salomon þróaði hugmyndir Cygnæusar með því að búa til kennslukerfi er byggðist á röð trélíkana og sérstökum kennsluaðferðum. Salomon samdi sínar eigin kennslubækur sem lýstu kennslukerfi hans. Byggði hann það á röð fyrirfram ákveðinna verkefna, frá hinu ein- falda til hins flókna, sem áttu að þjálfa mismunandi verkþætti. Orðspor kennaraskóla Salomons í Nääs breiddist hratt út og sóttu til hans nem- endur frá ýmsum löndum (Gísli Þorsteinsson og Brynjar Ólafsson, 2012). Frá 1882 var skólinn helgaður kennaramenntun í uppeldismiðuðum handmenntum og leikfimi en síðar hófust námskeið í teikningu, textílmennt og fleiri verklegum þáttum (Thor- björnsson, 1992). Alls tóku 38 Íslendingar þátt í námskeiðum í Nääs á árunum 1889 til 1938, þar af tóku níu þátt í trésmíðanámskeiðum (Gísli Þorsteinsson og Brynjar Ólafsson, 2012). Kennaraskóli Mikkelsens Aksel Mikkelsen var helsti frumkvöðull uppeldismiðaðrar handmenntakennslu í Danmörku og sóttu margir íslenskir kennarar skóla hans heim. Á sama tíma og Salomon stofnaði kennaraskólann í Nääs í Svíþjóð var Mikkelsen að kenna börnum trésmíðar í Kaupmannahöfn. Markmið kennslunnar var starfsmiðað í upphafi en eftir nám hjá Salomon í Nääs söðlaði Mikkelsen um og lagaði kennsluna að hugmynda- fræði uppeldismiðaðra handmennta. Árið 1886 festi hann kaup á stórri fasteign í Kaupmannahöfn og stofnaði þar skóla í uppeldismiðuðum handmenntum sem varð síðar að Dansk sløjdlærerskole og þjónaði hann öllu landinu. Mikkelsen ritaði fjölmargar greinar og bækur um hugmyndafræði og framkvæmd uppeldismiðaðra handmennta. Þó að hann væri sammála Salomon um hugmynda- fræðina áttu þeir í ritdeilum um einstaka þætti kennslunnar. Til að mynda vildi Salomon leggja áherslu á einstaklingsmiðaða kennsluhætti en Mikkelsen vildi kenna nemendum í hóp. Mikkelsen þróaði röð verkefna, líkt og Salomon, sem nemendur unnu í ákveðinni röð, frá hinu einfalda til hins flókna. Í upphafsverkefnunum voru notuð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.