Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Blaðsíða 132

Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Blaðsíða 132
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(2) 2013132 að lifa og læra Jafnrétti augnamiði að kenna börnum og ungmennum að greina kringumstæður og fordóma sem geta leitt til mismununar og forréttinda. Í skólastarfi þurfa allir að eiga hlut að málum og taka höndum saman um að skapa samfélag jafnréttis og réttlætis. Leggja ber áherslu á að bæði stúlkur og drengir eigi sem jafnasta og víðtækasta möguleika. Hvergi í skólastarfi, hvorki í inntaki né starfsháttum, mega vera hindranir í vegi annars hvors kynsins. Ef jafnrétti ríkti og ef jafnréttismenntun væri við lýði þá þyrfti ekki að setja texta sem þennan á áberandi stað. Einhvern tíma var sagt að bestu opinberu námskrárnar hefðu fæst orðin. Það væri merki um að ýmsum markmiðum væri þegar náð og gæfi einnig kennurum heilmikið sjálfræði við mótun skólanámskrár og þróun náms og kennslu. Vandenbroeck (2009) hefur fjallað töluvert um hugtakið félagslegt réttlæti (e. social jus- tice) og hvað í því felst. Samkvæmt skilningi hans nær það til réttlætis sem tengist kynþætti, menningu, trú, kyngervi, fjölskyldugerð, stétt og félagslegum bakgrunni og námi án aðgreiningar. Skilningur Vandenbroecks og þeirra sem komu að aðalnám- skrám og heftinu um jafnrétti er því um margt sambærilegur. Það dugar ekki lengur að leggja eingöngu áherslu á „meðalbarnið“ (2009, bls. 165), segir Vandenbroeck; fjöl- breytileikinn er kjörorð dagsins, og ég tek heils hugar undir það. Jafnrétti og félagslegt réttlæti fer því að flestu leyti saman. Ef við erum stuðningsmenn félagslegs réttlætis hljótum við að vera stuðningsmenn jafnréttis. Í heftinu Jafnrétti er jafnréttishugtakið skilgreint í upphafi ritsins og fjallað um það í fyrsta kaflanum. Í sama kafla er fjallað um skóla margbreytileikans og ríkjandi hug- myndafræði um kyn, menningu og kynhneigð. Síðan er fjallað um meginflokka jafn- réttis, eins og það er skilgreint í heftinu, í eftirfarandi köflum: 1) Kynjajafnrétti, 2) Menning, þjóðerni, tungumál, trúarbrögð, lífsskoðanir, 3) Fötlun, 4) Aldur og 5) Stétt og búseta. Að lokum er kafli um jafnrétti í skólum þar sem lögð er áhersla á að jafnrétti þurfi að vera samofið öllu skólastarfi. Helsti kostur heftisins um jafnrétti er hversu vel höfundum tekst að búta viðfangs- efnið niður án þess að missa sjónar á jafnrétti í heild eða samþættingu jafnréttis við aðra grunnþætti og almennt skólastarf, og er kaflinn í lokin árétting þess. Dæmin sem gefin eru um það hvernig hægt er að vinna með jafnrétti í hinum ýmsu myndum gefa kennurum á öllum skólastigum hugmyndir um leiðir og geta kveikt nýjar hugmyndir. Skilgreiningar á hugtökum, m.a. á því hvað er ríkjandi hugmyndafræði, þjóðhverfa, tvíhyggja, kynbundið ofbeldi, kynferðisleg áreitni og gerendahæfni, eru einnig mjög gagnlegar og geta auðveldað vinnu að jafnrétti frá leikskóla til háskóla. Um leið finnst mér þó vanta aðrar nauðsynlegar skilgreiningar, m.a. á hugtökunum staðalmynd, stéttlaust samfélag og fjölmenningarleg kennsla. Það skortir nokkuð á samræmi í köflum heftisins hvað þetta varðar og er fyrri hlutinn öllu nákvæmari en sá seinni. Það truflar mig einnig að ekki sé gerð grein fyrir því í upphafi kaflanna um hvað eigi að fjalla og af hverju. Þrátt fyrir þetta sé ég mun fleiri kosti við heftið um jafnrétti en galla; það er fræði- lega nokkuð vel undirbyggt og lesandinn finnur að það er skrifað af þekkingu á mál- efninu. Mér finnst því ástæða til að hvetja kennara til að nota heftið í öllu starfi og sný mér að því að fjalla um valda þætti er tengjast jafnréttismenntun. Spurningin sem lögð er til grundvallar er: Lifum við og lærum jafnrétti í jafnrétti eða misrétti?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.