Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Blaðsíða 142

Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Blaðsíða 142
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(2) 2013142 stoðir og stÓlpar ytri sKilyrÐi Í seinni tíð hef ég í auknum mæli rætt það við samverkafólk mitt, bæði í skólanum og á öðrum vettvangi skólamála, að mér hefur þótt eins og umræðan um velferð barna og ungmenna sé sett í nokkurs konar aðskilin hólf. Skólinn á að sjá um, tryggja, stuðla að, bera ábyrgð á ... og svo framvegis – og starfa samkvæmt lögum, reglugerðum, viðmiðunum, kúrfum, mati og alls konar ytri skilyrðum. Til viðbótar er hið svokall- aða stoðkerfi þar sem leitast er við að hlúa að þeim sem þurfa á sérfræðiþjónustu að halda eða fara sérsniðnar leiðir í skólastarfinu. Við sem störfum í skólunum fáum leiðarljós, menntastefnu á hverjum tíma, námskrár og handleiðslu með ýmsum hætti sem blandast síðan inn í það skólaumhverfi sem skapast í hverjum skóla. Mér finnst skorta að sambærileg ytri skilyrði styrki foreldra í þeirra hlutverki. Það þarf að leggja skýrari línur, setja fram hvata til að foreldrar átti sig betur á ábyrgð sinni og skyldum þegar kemur að skólastarfinu og gildi þess að það skapist gagnvirk áhrif, ef svo má að orði komast. Hvað skyldu margir foreldrar vita hver ábyrgð þeirra er samkvæmt íslenskum grunnskólalögum, svo dæmi sé tekið? Ég veit að margir gera sér ágæta grein fyrir því hvernig þeir geti stuðlað að heil- brigði og velferð barna sinna og unglinga og stutt þá með ráðum og dáð án þess að geta vitnað í lög. Hugmyndir um uppeldisgildi eru að sjálfsögðu ekki ræktaðar í skólakerfinu einu saman. Ég er fyrst og fremst að undirstrika það hve umræðan er skólatengd þegar kemur að uppeldi og menntun. aÐ brEyta ViÐHOrfUM Í þessu sambandi vil ég benda á þá staðreynd að þegar óskað er eftir aðkomu foreldra að fræðslustarfi fyrir foreldrahópinn, kynningum og fleira þess háttar er augljóst að margir setja þátttöku af því tagi ekki endilega í forgang. Tiltekinn hópur lætur sig aldrei vanta meðan aðrir láta aldrei sjá sig. Án efa hefur vinnuálag og lífsstíll okkar Íslendinga þar áhrif. Ég hef einnig á tilfinningunni að í þessum efnum ríki ólíkt við- horf í röðum foreldra eftir skólastigum; leikskólastiginu, grunnskólastiginu að ég tali nú ekki um framhaldsskólastiginu. Þátttaka foreldra virðist vera sjálfsagðari á yngsta skólastiginu. Ef til vill má rekja það til þess að á hverjum morgni koma foreldrar alla leið inn í skólann, eiga samskipti við kennara og annað starfsfólk og mynda með því persónuleg tengsl og nærveru. „þaÐ Er nú Eins Og þaÐ Er“ Á fundi sem ég sótti með skólastjórum í vor var meðal annars rætt um innleiðingu nýrrar aðalnámskrár. Einn fundarmanna tók þannig til orða að foreldrar væru almennt tregir að sækja fundi sem tengdust málefni eins og innleiðingu nýrrar námskrár og bætti við: „Það er nú eins og það er.“ Það er staðreynd að foreldrar eru tregir að mæta á „almenna“ fundi í skólum, einhverra hluta vegna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.