Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Blaðsíða 149

Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Blaðsíða 149
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(2) 2013 149 gretar l. marinÓsson skýringu er ekki að fá fyrr en á bls. 7. Þó er athyglisbrestur og ofvirkni nefnd á bls. 5 en ekki skýrt hvers vegna þessi skammstöfun er notuð yfir það fyrirbæri fremur en t.d. AMO sem áður hefur verið notað í þessu skyni á íslensku fyrir athyglisbrest með ofvirkni (Ragna Freyja Karlsdóttir, 2001). Því verður að skilja þetta sem eitt skref í viðbót í innleiðingu engilsaxneskrar skammstöfunarhefðar hér á landi. Það á eflaust jafnframt að árétta alþjóðlega, viðurkennda stöðu þessarar röskunar (skert stýrifærni heilans) en höfundur skýrir heitið ekki frekar. Í samanburði við þau siðferðilegu skilaboð sem fram koma í Ofvirknibókinni eftir Rögnu Freyju Karlsdóttur (2001) er boðskapurinn í þessari bók mun atferlisfræði- legri, enda byggt í mun meira mæli á bandarískum leiðbeiningum (sjá tilvísanir og heimildaskrá í bókinni). Raunar eru fræðilegar skýringar höfundar gott dæmi um þá sjúkdómsvæðingu hegðunar sem náð hefur yfirhöndinni í skólakerfinu þar sem hún hefur tekist á við siðferðilega uppeldisfræði um áratuga skeið hér á landi sem erlendis. Hugmyndin er sú að afsiða hegðun barnsins með því að skilgreina hana sem afleiðingu líffræðilegra ferla og þar með kippa henni inn fyrir múra læknisfræðilegs hugmyndaheims og opinbera heilbrigðiskerfisins þar sem gilda önnur og síður siðræn lögmál en í skólakerfinu. Þar með er hegðunin ekki sök barnsins eða foreldranna heldur, eins og segir í inngangi: „Sökum hvatvísi er börnum með ADHD hættara við að lenda í aðstæðum sem erfitt er fyrir þau að koma sér út úr“ (bls. 5). Þetta er gott og gilt viðhorf þar sem áhrifavaldar eru ótvíræðir en það á því miður ekki við hér. Þótt reynt sé að sannfæra lesendur um að orsakir séu líffræðilegar (bls. 10) er megin- rými bókarinnar samt varið í umfjöllun um kennslu eins og fram hefur komið. Hug- myndirnar eru hagnýtar og lögð er áhersla á árangur og skilvirkni. Hér eru fyrirmæli um stjórnun fremur en leiðbeiningar um samvinnu, viðmót og samskipti; áherslan er á beina kennslu og þjálfun fremur en að námið og hegðunin sé á ábyrgð einstaklings- ins. Það sem skiptir sköpum er þó vitaskuld framkvæmdin, því að úr öllum þessum hugmyndum er hægt að vinna í góðu samstarfi við nemendur eða þær geta verið alfarið á hendi kennarans að stjórna. Eins er mikilsvert að hafa í huga það sem höf- undur tekur fram, að hver nemandi er ólíkur öðrum og því þarf að miða nálgunina við hvern og einn. baráttan UM lÖgMÆtiÐ Á innkápu kemur fram að handbókin sé tekin saman hjá Námsgagnastofnun að beiðni samráðshóps um aðgerðaáætlun í þágu barna og ungmenna. Samráðs- hópurinn starfaði á vegum velferðarráðuneytisins, í samstarfi við mennta- og menn- ingarmálaráðuneytið, fjármálaráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga … Hér er lögmæti bókarinnar áréttað. Segja má að þetta nálgist það að tryggja henni stöðu námskrár fyrir opinbera skóla, enda er henni dreift endurgjaldslaust í alla grunnskóla. Auk þess er hún byggð á meistaraprófsritgerð höfundar í lýðheilsufræði við Háskólann í Reykjavík þar sem hún hefur fengið fræðilegt mat. Höfundur er starf- andi félagsráðgjafi við BUGL og fyrrverandi formaður ADHD-samtakanna. Annar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.