Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Blaðsíða 65

Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Blaðsíða 65
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(2) 2013 65 Berglind rÓs magnÚsdÓttir er í takt við orðræðu nýfrjálshyggjunnar að í lögum séu útkoman og viðtökur neyt- enda ríkjandi en viðmið um ferlið jaðarsett eða þaggað. Námsgagnastofnun gerir samt sem áður ýmsar kröfur um ferlið og má m.a. sjá þær í Gátlista Námsgagnastofnunar (Námsgagnastofnun, 2012a). Það er því alfarið á ábyrgð hvers útgefanda hvort lagt er skipulegt mat á ferlið með faglegum og lýðræðislegum hætti. Eftirlit stjórnvalda beinist fyrst og fremst að eigin stofnunum vegna skilgreindrar ábyrgðar ríkisstofnana í lögum. Gagnsæið er meira og aðgengi auðveldara en á mark- aði og því líklegra að fram komi gagnrýni. Slíkt fyrirkomulag ýtir undir þá ráðandi orðræðu að ríkisstofnanir (og allt sem er undir handarjaðri ríkisins) standi sig verr en fyrirtæki á markaði. Því má telja að slíkt fyrirkomulag sé liður í markaðsvæðingunni. Sem dæmi um nýlega umræðu má nefna gagnrýni á sögunámsefni í kjölfar athugunar Jafnréttisstofu á hlut kvenna í því efni (Kristín Linda Jónsdóttir, 2011). Eftirgrennslan Jafnréttisstofu með sögunámsefni náði aðeins til Námsgagnastofnunar. Hins vegar nota kennarar sögu- og bókmenntaefni frá Skólavefnum og fleiri vefjum og svo eigið efni en engin kerfisbundin athugun hefur verið gerð á tilurð námsefnis, stefnumótun og jafnréttissjónarmiðum í sögunámsefni á vegum annarra en ríkisins. Jafnréttisstofa hefur formlegt eftirlit með því að kynjajafnréttisákvæðum sé fylgt eftir. Stofan getur því brugðist formlega við ef jafnrétti er ekki virt – og er það vel. Erfiðara er að koma öðrum áherslum í námsgagnagerð inn í umræðuna, svo sem fjöl- menningarsjónarmiðum, fagmennsku eða lýðræðislegum vinnubrögðum. Óhætt er því að segja að mat á námsgögnum er lítið sem ekkert, hvorki í formi skipulegrar samræðu meðal námsgagnaútgefenda, jafningjamats (í gegnum fagblöð kennara), úttekta og ritdóma meðal fræðimanna eða á vegum stjórnvalda með laga- setningu. Slíkt ástand er ekki eingöngu bundið við þær breytingar sem gerðar hafa verið á lögum heldur þarf þetta atriði að skoðast í víðara samhengi. Námsgagnastofnun – stjórnun og stefnumótun Námsgagnastofnun er eini aðilinn í námsgagnagerð á grunnskólastigi sem er skil- greindur sem ríkisstofnun en fær nú samkeppni frá fyrirtækjum. Hér verður fjallað um sérákvæði í lögum um stjórnskipan og hlutverk stjórnar Námsgagnastofnunar. Að því loknu er skoðað hvað stendur um stjórnun og stefnumótun í stefnuplöggum stofnunarinnar. Námsgagnastofnun – stjórnskipan og hlutverk stjórnar Eins og áður sagði er ekkert sérstakt lagaákvæði í gildandi námsgagnalögum um stjórnun námsgagnafyrirtækja sem eru sjálfseignarstofnanir eða eru á einkamarkaði. Á heimasíðu Skólavefsins 10. júní 2012 voru til að mynda hvergi upplýsingar um stjórn. Lagaákvæði um stjórnskipan í lögum um námsgögn eiga eingöngu við um Námsgagnastofnun en þau tóku talsverðum breytingum með fækkun fulltrúa úr sjö í fimm. Breytingarnar fólust í því að fækka fulltrúum kennara úr þremur í einn og afnema tilnefningu fulltrúa frá fræðasamfélaginu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.