Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Blaðsíða 91

Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Blaðsíða 91
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(2) 2013 91 margrét a. markÚsdÓttir og sigrÚn aðalBJarnardÓttir Við og hinir Önnur meginniðurstaða rannsóknarinnar var sú að fimm ungmennanna framandgera innflytjendur í meira mæli en hin ungmennin. Þau gera greinarmun á innflytjendum sem „þeim“ eða „hinum“ og á innfæddum Íslendingum sem „okkur“. Ungmennin fimm eru nokkuð upptekin af því hvað það sé að vera Íslendingur og óttast að einhverju leyti þær breytingar sem þau telja að geti orðið á samfélaginu með komu innflytjenda, sérstaklega með tilliti til menningar, tungumáls og trúmála. Þau virðast því vera frekar neikvæð gagnvart innflytjendum. Þessar niðurstöður eru sam- hljóða niðurstöðum breskrar viðtals- og rýnihóparannsóknar á fordómum fullorðinna (Valentine og McDonald, 2004). Þar kemur fram að þeir sem sýna opinskáa fordóma gagnvart innflytjendum framandgeri þá í meiri mæli en aðrir, þ.e. þeir tala frekar um innflytjendur sem „þá“ eða „hina“ eins og ungmennin fimm í þessari rannsókn. Orðræðu ungmennanna um hvað það sé að vera Íslendingur má tengja við aukna umræðu í samfélaginu um merkingu þess að vera Íslendingur (sjá t.d. Unnur Dís Skaptadóttir og Kristín Loftsdóttir, 2009). Páll Björnsson (2009) hefur til dæmis rakið hvernig „slagorðið Ísland fyrir Íslendinga“ hefur verið notað síðastliðin hundrað ár. Hann bendir á að notkunin á orðinu hafi breyst á síðustu árum úr því að beinast að aðskilnaði Íslands og Danmerkur, hersetu Bandaríkjamanna og veiðum annarra þjóða hér við land yfir í það að vera notað undantekningarlaust í tengslum við innflytj- endur. Með notkun þess eru innflytjendur því framandgerðir. Í doktorsritgerð sinni, Hinn sanni Íslendingur, fjallar Sigríður Matthíasdóttir (2004) um mótun íslenska þjóðríkisins og samspil þjóðernishyggju og kyngervis á fyrri hluta 20. aldar. Hún færir meðal annars rök fyrir því að snemma á 20. öld hafi „hinn sanni Íslendingur“ vísað til hins pólitíska karlmanns og breyttist það ekki fyrr en konur hófu að taka virkari þátt í opinberu lífi. Áhugavert væri að kanna stöðu slíkra hugmynda í dag og hvort hugsun fólks um „hreina menningu“ og „Ísland fyrir Íslendinga“ ýti undir neikvæð viðhorf til innflytjenda. Andstaða og jafnvel ótti ungmennanna við breytingar með tilkomu innflytjenda endurspeglar niðurstöður rannsókna sem benda til þess að ótti við það sem er fram- andi ýti undir fordóma gagnvart ólíkum þjóðfélagshópum (Leong, 2008; McLaren, 2003). Þeir sem eru óöruggir í nálægð við fólk úr ólíkum þjóðfélagshópum eða telja sér ógnað í samskiptum við það búi yfir neikvæðari viðhorfum og meiri fordómum gagnvart því en aðrir (Riek o.fl., 2006). Viðhorf til móttöku flóttafólks Þriðja meginniðurstaða rannsóknarinnar er áhersla ungmennanna á mikilvægi þess að hjálpa flóttafólki í neyð. Þau vísa einkum til mannréttinda, siðgæðis fólks og hjálpsemi. Áherslur ungmennanna á þá siðferðilegu ábyrgð og skyldu að hjálpa flóttafólki í ljósi mannréttinda þess endurspegla boðskap Mannréttindayfirlýsingar SÞ (Mann- réttindaskrifstofa Íslands, 2008) um að allir eigi rétt á mannsæmandi lífi þar sem við höfum sammannlegar þarfir (Osler, 2008). Með áherslu sinni á að hjálpa eigi flótta- fólki, í ljósi þess að betra sé að lifa í samfélagi þar sem fólk hjálpast að, virðast þau líta á hjálpsemi sem mikilvæga dygð eða mannkosti fólks í samfélaginu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.