Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2011, Síða 13

Ægir - 01.03.2011, Síða 13
13 F R É T T I R Strandveiðar hefjast 1. maí: Fyrirkomulag nánast óbreytt frá fyrra ári Í hönd fer þriðja tímabil strandveiða. Strandveiðar geta hafist þann 1. maí næstkomandi, sam- kvæmt reglugerð þar um sem Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, gaf út nú í byrjun apríl. Þetta er þriðja sumarið sem frjálsar handfæraveiðar með takmörk- unum á heildarmagni eru heimilaðar en lög um þær tóku fyrst gildi 19. júní 2009. Þeim var síðan breytt síðast- liðið vor en að mati sjávarút- vegs- og landbúnaðarráðu- neytisins hefur náðst umtals- verður árangur með strand- veiðum til örvunar og styrking- ar atvinnustarfsemi í sjávar- byggðum. Samkvæmt upplýsingum frá sjávarútvegs- og landbún- aðarráðuneytinu er með áðurnefndri reglugerð tekið mið af þeirri reynslu sem komin er af strandveiðum síðastliðin sumur. Breytingar eru þó ekki verulegar frá fyr- irkomulagi veiðanna í fyrra. Eina breytingin er sú að til- færsla hefur verið gerð milli tímabila á svæði C, þar sem skiptingin var á fyrra ári þannig að hlutfallslega meira kom áður til veiða á fyrri hluta tímabilsins og byggir þessi breyting á reynslu síð- asta árs. Aflaheimildir samkvæmt reglugerðinni skiptast á fjögur landsvæði með eftirfarandi hætti: 1. Eyja- og Miklaholts- hreppur - Súðavíkurhreppur. Í hlut þess koma alls 1.996 tonn sem skiptast á þann veg að heimilt er að veiða allt að 499 tonnum í maí, 599 tonn- um í júní, 599 tonnum í júlí og 299 tonnum í ágúst. 2. Strandabyggð - Grýtu- bakkahreppur. Í hlut þess koma alls 1.420 tonn sem skiptast á þann veg að heim- ilt er að veiða allt að 355 tonn í maí, 426 tonnum í júní, 426 tonnum í júlí og 213 tonnum í ágúst. 3. Þingeyjarsveit - Djúpa- vogshreppur. Í hlut þess koma alls 1.537 tonn sem skiptast á þann veg að heim- ilt er að veiða allt að 231 tonni í maí, 307 tonnum í júní, 538 tonnum í júlí og 461 tonni í ágúst. 4. Sveitarfélagið Horna- fjörður - Borgarbyggð. Í hlut þess koma alls 1.047 tonn sem skiptast á þann veg að heimilt er að veiða allt að 419 tonnum í maí, 366 tonnum í júní, 157 tonnum í júlí og 105 tonnum í ágúst. Sem fyrr er sama fiskiskipi aðeins veitt leyfi til strand- veiða á einu landsvæði á fisk- veiðiárinu. Þá hefur sú breyt- ing tekið gildi að óheimilt er að veita fiskiskipi leyfi til strandveiða hafi aflamark um- fram það aflamark sem flutt hefur verið til þess á fisk- veiðiárinu, verið flutt af því. Eftir útgáfu leyfis til strand- veiða er skipum óheimilt að flytja frá sér aflamark ársins umfram það sem flutt hefur verið til þeirra. maí júní júlí ágúst samtals Svæði A 25% 30% 30% 15% 100% Svæði B 25% 30% 30% 15% 100% Svæði C 15% 20% 35% 30% 100% Svæði D 40% 35% 15% 10% 100% Strandveiðar hlutfallsleg skipting aflaheimilda eftir mánuðum

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.