Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2011, Síða 23

Ægir - 01.03.2011, Síða 23
23 Hafnarbryggju - 580 Siglufjörður Símar: 467 1205 - 467 1203 - 692 5060 - 869 4441 er mun betra en ekkert,“ seg- ir Ingvar Þór. Margir kostir við starfið Vart þarf að því að spyrja að smábátasjómaðurinn Ingvar Þór er ánægður með strand- veiðikerfið og segist ekki ótt- ast að það verði vandi að fiska þorsk í sumar. „Nei, við sjáum það einfaldlega á með- aflanum sem við erum að fá á grásleppunni að hér er nægur þorskur um allan sjó, fiskurinn er mjög vænn og vellandi smáloðna út úr hon- um. Það lofar bara góðu fyrir komandi strandveiðitímabil,“ segir Ingvar en hann reiknar með að hefja standveiðar á Straumi og Stellu í maí. „Mitt markmið er að geta stundað smábátaútgerðina árið um kring og strandveiðikerfið hjálpar mjög til við að ná því markmiði. Auðvitað væri óskastaðan að geta síðan leigt kvóta af ríkinu á sóma- samlegu verði og tíminn verður að leiða í ljós hvernig það þróast. Kannski kemur að því að maður eignast var- anlegan kvóta en á meðan yfir vofa miklar breytingar og jafnvel fyrning á kvótanum þá legg ég ekki í slíkt. En eins og ég segi þá hef ég það viðhorf að vera bjartsýnn á framtíðina og treysta því að hægt sé að ná árangri í þessu starfi og lifa af því. Að vera smábátasjómaður er mjög gefandi og skemmtilegt líf. Þannig vil ég hafa það. Það er frelsi í þessu en mótsögnin er samt sú að frídagarnir eru ekki margir. Maður er alltaf að spá í veðrið, miðin, næsta túr og eitthvað sem starfinu viðkemur,“ segir sjómaðurinn gallharði, Ingvar Þór Óskars- son. Æ G I S V I Ð T A L I Ð Ingvar reiknar með að hefja standveiðar á Straumi og Stellu í maí.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.