Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1993, Qupperneq 93

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1993, Qupperneq 93
I Og meðal jólabókanna í fyrra var íjórða ljóða- bók skáldsins, Zombí. Kröftugur og metnaðar- fullur ljóðabálkur og eiginlega við hæfi að taka tilhlaup á hann með því að drepa niður fæti í skáldskap Sigfúsar fyrir Zombíljóðin. Mig grunar að Sigfús sé ekki mikið fyrir að tala um sína fyrstu bók, Út um lensportið. Hún er æði ungæðisleg og ekki margt sem minnir á þann Sigfús sem maður þekkir í dag. Bókin kom út árið 1979 og er bam síns tíma. Það væri auðvelt að heimfæra titla á borð við „játning til þín frá bílstjóranum á rauðu cortinunni", og „erotískir verbúðardraumar af suðurnesjum", upp á mörg ungskáld í lok áttunda áratugarins og byrjun þess níunda; skáld sem ólust upp við rokkið, kanann og voru ung og áhrifagjöm þegar straumar ’68 kynslóðarinnar bámst hingað. Skáld sem voru svöl, blátt áfram og slettu ensku ótæpilega. I Út um lensportið er kvöldið „kóp- erað“, skin afturljósanna erótískt og menn em ,,kúl“. En mig langar rétt aðeins að minnast á ljóðið „þeir sem fara burt koma aldrei til baka“; besta og einlægasta ljóð bókarinnar, um sveita- drenginn sem heimsækir heimaslóðir eftirdvöl í borginni: „hlakka fyrst lengi til / en svo er hálf dapurlegt / að heilsa glaðlega í dyrunum / allir hafa minnkað og bognað / og vantar í hópinn". Það er depurð yfír ljóðinu, söknuður yfir heimi sem er að hverfa: „á hlaðinu hefur ekkert breyst / nema dráttarvélin hefur misst annað ljósið/ og heypokinn í sætinu er blautur". Bókinni lýkur með ljóðabálkinum „flækingsbrot“, þar sem Sigfús yrkir um upplifanir sínar í Mexíkó og Guatemala. En íslensk sveit og ijarlæg lönd áttu eftir að vera áberandi í skáldskap Sigfúsar næstu árin. „lungnafylli af myrkri" Ég veit ekki um margar bækur sem bera nafn meðjafn mikilli rentu og Hlýja skugganna. Am bókarinnar er best lýst með orðum eins og dap- urleika, framandleika og ljóðrænni kyrrð. Eftirminnilegustu ljóðin eru einskonar fram- hald af flækingsbrotinu. En Sigfús hafði nú náð sterkari tökum á tungumálinu. „Flækingsbrot“ var lítið annað en frásögn af framandi heimi. í Hlýju skugganna segir Sigfús ffá sama heimi, nema nú hefur galdur ljóðsins bæst við frásögn- ina; hún er orðin að góðum skáldskap. Ég á til dæmis erfitt með að gleyma skæruliðunum sem draga að sér „lungnafylli af myrkri“, ganga lotnir „af þunga útsölurifflanna / baunum og skotfæmm / í sjöunda sinn sömu leið“, tyggj- andi kókablöð meðan „holróma hvíslið hljóð- aði á þá“. Svo vel tekst Sigfúsi að fanga stemningu framandi landa, að maður fær eyði- merkursand í augun og á von á að sjá kakka- lakka og útlendar köngulær hlaupa yfír íslenskt stofugólf. Hlýja skugganna er eiginlega tvær bækur. Annars vegar em það ferðaljóðin, hins vegar ljóð um almennari efni. Þegar í lít til baka, sé ég að síðamefndu ljóðin eru meira í ætt við skáldskapinn í Án fjaðra og Zombí\ þéttari, heimspekilegri og innhverfari ljóð. Ljóð á borð við „fyllt upp í auðn“: „það streymir svart ljós / dumbrautt myrkur með djúpbláu / streymir í polla í miðju auga“. Eins og svo víða í seinni bókum sínum, teflir Sigfús saman mótsögnum og er alls ekki laus við torræðni. Þrátt fyrir að ljóð eins og „fyllt upp í auðn“ séu góð, hefði ég viljað fá færri slík en fleiri ferðaljóð; þessi tvö andlit bókarinnar veikja heildarmyndina. Ljóðin í Án jjaðra em miklu tálgaðri og svo unnin að lesandinn á oft í erfiðleikum með að komast inn í heim þeirra. í bókinni eru nokkrir langir bálkar, sá lengsti tólf síður. En þrátt fyrir lengdina er þetta lokaður og harðlæstur skáld- skapur fyrir mér og af einhverjum ástæðum hef ég ekki mikla löngun til að reyna ljúka honum upp. Styttri ljóðin virka flest betur á mig og virðast hreinlega afslappaðri; eins og kærkomin hvíld skáldsins frá miskunnarleysi löngu kvæð- anna. En bókin er metnaðarfullt verk og Sigfús að þróa með sér stíl sem átti eftir að fullkomnast í Zombí. Eini bálkurinn sem mér fínnst ganga upp í Án fjaðra er „Cro-Magnon mennimir koma“. Krafturinn, hrynjandin og ofsinn kveikja svo mikið líf að það angrar mig ekkert þó merkingin sé stundum hulin þoku. TMM 1993:2 91
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.