Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1993, Side 108

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1993, Side 108
velviljaða Guðbrandi, sem ferst, og svo hins vegar hinum illa Katli sem í sögulok er kannski eina persónan í sögunni sem ekki hefur beðið sálarlegt tjón af atburðum hennar. Afinn Geir er að ýmsu leyti hliðstæða Sigurbjarnar (og Bjarts!), eins og best sést á því að þeir leika svipað hlutverk gagnvart Sunnevu. Geir er samt sterkari, hefurannan bakgrunn en Sigurbjöm og brotnar ekki við mótlætið. Það er athyglisvert að þótt Geir sé þessi harðhaus sem erfitt er að hafa samúð með, er hann sá eini sem Tóti talar vel um í sínum drungalegu dagbókarfærslum eftir atburðinn. Kannski vegna þess að Geir er sá eini sem lætur eins og ekkert hafi gerst, kemur eins fram við Tóta.Tóti er annars einstak- lega vel gerð persóna og sannferðug. Unglings- luntinn og viðkvæmnin koma vel fram og oft þegar höfundur skýlir sér bak við Tóta blómstrar húmor sögunnar, sem er mikill þrátt fyrir harm- rænt eðli hennar og hroðalega atburði. Eiginkonan Sunneva er mjög mikilvæg pers- óna og minnir á köflum á rismiklar kvenhetjur íslendingasagna. Hún er frá upphafi á móti Vóruhúsinu og draumar hennar og hugleiðingar eru mikilvægir forboðar hörmunga. Það er Sunneva sem fyrst hefur orð á því að eiginmað- ur hennar sé orðinn hættulegur umhverfi sínu og hún er líka andsnúin byssunni sem Sigur- björn gefur Ragnari, enda verður hún að lokum Helga að fjörtjóni. Hún er því eins konar sam- viska sögunnar, eins og margar kynsystur henn- ar til foma, og kannski mestur þolandi þegar allt kemur til alls. Summa af höfundarverki Þannig mætti lengi halda áfram að velta vöng- um yfir persónum og siðferðilegri umræðu Tröllakirkju, vegna þess að höfundur forðast einfaldar og ódýrar lausnir í þeim efnum, sem svo oft hafa riðið raunsæisskáldsögum á slig. Tröllakirkja er ekki bara mesta verk Ólafs Gunnarssonar hingað til, heldur finnst mér líka eins og sagan sé summan af öllu hans höfund- arverki. í Tröllakirkju er mætt til leiks hin stór- karlalega aðalpersóna sem rambar á mörkum hins normala, rétt eins og í Milljón prósent mönmtm og Heilögum anda og englum vítis. Hér er heimur geðveikinnar einnig mikilvægur eins og í Gaga, og líkt og í þeirri prýðilegu stuttsögu er því lýst í Tröllakirkju hvemig mistúlkanir á raunveruleikanum og umhverfmu geta leitt til hörmulegra atburða. Ekki síst má greina í Tröllakirkju sterk tengsl við Ljóstoll. Hér, eins og þar, er lýst hinum harkalega heimi, veröld miskunnarleysis þar sem hinir ungu og óreyndu verða að gjalda sakleysi sitt dýmm dómi. Það er dálítið merkilegt að lesa skáldsögu eins og Tröllakirkju í dag, en tímanna tákn. Fyrir rúmum áratug hefði hún líklega þótt „gamal- dags“ í því að vekja upp siðferðileg spursmál og vera skrifuð í hreinum og klámm raunsæisstíl. Ólafur hefur hins vegar sýnt það áður að honum lætur einna best að skrifa í anda hins klassíska raunsæis, kannski ekki síst vegna þess að eins og hinir stóm höfundar þeirrar stefnu virðist hann aðhyllast þá skoðun að rithöfundar eigi að vera sam viska hverrar þjóðar, skoðun sem sann- arlega er góðra gjalda verð. Mikilvægast er þó að Ólafur Gunnarsson gleymir því aldrei að hann er að skrifa bókmenntir og forðast mjög farsællega þær djúpu gryfjur freistinga sem maður ímyndar sér að hljóti að verða á vegi höfundar með samvisku og meiningar. Þess vegna hefur honum tekist að skrifa stórt raun- sæisverk sem um leið em góðar bókmenntir. Páll Valsson Hugtakið módernismi Ástráður Eysteinsson: The Concept of Modemism. Cornell Universi ty Press, Ithaca & London 1990,267 bls. I Þessi bók er doktorsrit Astráðs Eysteinssonar sem hann varði við Iowa háskóla árið 1987. Það er á ensku, en hér verða tilvitnanir þýddar. Svo sem titillinn gefur til kynna er þetta rit Ástráðs ummódemisma íyrstogfremst umfjöllun •• 106 TMM 1993:2
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.