Jökull


Jökull - 01.12.1983, Blaðsíða 170

Jökull - 01.12.1983, Blaðsíða 170
blaðsins“ eins og Birgir Kjaran orðaði það í blaða- grein eða með orðum Sigurðar Þórarinssonar af sama tilefni sem „fyrsta konan er afskipti hefur haft af íslenzkum eldstöðvum síðan Katla gamla í Þykkvabænum kom af stað gosi í Mýrdalsjökli forð- um tíð, er brydda tók á Barða“. Nafnbætur sem haldið var í fram í rauðan dauðann, þrátt fyrir samlíkinguna við svarkinn Kötlu, í ljósi þeirra einkaréttinda sem íýlgdu. Leið og beið til kvöldsins 26. október er tilkynning barst frá amerískum þotuflugmanni hvar undirrit- aður blaðamaður sat og skrifaði um kvöldmatar- leytið frétt dagsins um fótbrot. Haíöi flugmaðurinn sá séð úr háloftunum kvikna rautt ljós þar á korti hans sem merkt var „lighthouse“. Snjall orðabókar- þýðandi hafði semsagt snarað orðinu Víti af ís- Ienzku korti þann veg til hernaðarþarfa. Hefi ég síðan dáðst að flugmanni þeim, sem sló því strax föstu að á vitanum hans hefði kviknað eldgos. Að vísu fóru þeir eitthvað að rugla hann í ríminu í aðalstöðvunum og hringdu þá leiðréttingu, að þetta væri nú líklega í Dyngjufjöllum. En þá var yíirvald eldfjallafræða, Sigurður Þórarinsson kominn í málið og sagði bara: — Það þættu mér tíðindi. Við fljúgum beint á Oskju! Við höfðum semsagt leigt flugvél og tryggt okkur Sigurð í hana. Hann hafði ætlað í flug með öðrum jarðfræðingum morguninn eftir, enda komið kolamyrkur. En það dugði ekki blaði sem alltaf kemur út í fýrramálið. Hvernig hefðum við líka átt að vita án hans þarna í flugvélinni með Birni Pálssyni að þessir rauðu strókar í myrkrinu og foss- andi skellur innan um þykknið fyrir neðan okkur, sem við köstuðumst til og frá í háloftunum, væri einmitt 7-8 km löng hraunelfi að belja út um Öskju- op upp stæðu gosstrókar a la Hawaii úr 4 gígum þarna niðri á fastalandinu? Agnar Kofoed Hansen sat við taltækin og þuldi hástemmdar lýsingar af stórkostlegasta eldgosi, sem nokkurn tíma hefði orð- ið á Islandi yfir til flugturnsins, þar sem Matthías ritstjóri vor beið í ofvæni fréttanna. Með þeim af- leiðingum að ritstjórinn krafði vitanlega fréttamann sinn um slíkt eldgos á prent við komuna að ritvélinni um nóttina. Og þá ekki síður sérfræðinginn okkar Sigurð Þórarinsson að minnsta kosti um þæryfirlýs- ingar að slíkt gos hefði ekki komið í aldir. Ákafi manna og spenningur var slíkur á ritstjórn og í prentsmiðju um nóttina, að við Sigurður tókum það ráð að skrifast á miðum, eins og skólakrakkar yfir borðið, til að koma nokkurn veginn rétt á framfæri því sem Sigurður treysti sér til að láta eftir sér hafa, sem út af fyrir sig var engin smáfrétt. Sigurður sem fyrr minn fasti punktur í tilverunni, svo engar æsi- fregnir gátu mér grandað á vandrötuðum stíg. Blað- ið fór með hárréttar upplýsingar í prentun kl. 4-5 um nóttina. Kl. 8 að morgni flaug ég með áætlunarflugvélinni til Akureyrar í veg fyrir jarðfræðingana Sigurð og Guðmund Sigvaldason, er komu með „vísinda- mannaflugvélinni“ frá gosstöðvum. Og hófst hrað- ferð nr. 2 í jeppum með akureyrskum fararstjórum gegnum Mývatnssveit og beint inn að Öskjuopi. Mættum við þar Pétri bónda í Reykjahlíð með nokkrum Mývetningum á leið afgosstað. Eg smellti nokkrum myndum af hraunjaðrinum og bað Pétur um að síma strax í Morgunblaðið og láta sækja filmuna í Reykjahlíð, sem var gert og Morgunblaðið náði því að verða enn sólarhring á undan öllum öðrum með myndir. En Pétur fékk skömm í hattinn — hann var nefnilega fréttaritari Tímans á staðnum og enginn þaðan hafði haft samband við hann. En þetta var útúrdúr. Er þá komið að minnisstæða skriðinu á hálum ís upp suðurfjallshlíðina við Öskju í tunglskini og norðurljósum á eftir söguhetju vorri. Hraunið kom vellandi út um Öskjuop, eins og bíla- lest á breiðgötu með ótal kattaraugum, og virtist í myrkrinu fylla það hlíða á milli. I ákafanum lagði Sigurður beint upp glerhála fjallshlíðina, þar sem ekki varð lengra komist inn eftir meðfram nýja hrauninu. Aðrir sneru af skynsemi við í leit að hægari uppgöngu. Blaðamaðurinn hikaði andartak — en vissi hverjum fylgja yrði. Skreið svo upp svell- ið, kraflandi með höndum og fótum eftir festu. Upp komumst við. Mikilfengleg sýn blasti við. Fjórir háir eldstrókar í hvítri, glitrandi auðninni. Og við höfð- um stúkusæti með alla dýrðina fýrir framan okkur. Ætla ég ekki að reyna að lýsa því. Nóttin var köld, 10 stiga frost. I dögun vorum við þrjú Sigurður, Arni Stefánsson og undirrituð komin handan eldstrókanna niðri á Öskjusléttunni, þar sem glóandi lænan rann fram. Sigurður kenndi köldum blaðamanni að verma botn á flögunum ut- an í hrauninu, þótt þær væru á hreyfingu. Einangrunarhæfnin óyggjandi, sagði hann og reyndist sem fýrr rétt. „Fífldjarfur vísindamaður á Heklutindi“ hafði Dagens Nyheter birt í fýrirsögn þvert yfir forsíðuna í Heklugosinu 1947. Og sem ég stóð þarna mátti ég horfa upp á aðra slíka hetjudáð. „Bíddu“, sagði Sigurður sem þeir Arni lögðu afstað á jakahlupum þvert yfir glóandi hraunelfuna. Alla leið upp á gígbarminn, hvar þeir smelltu myndum. Þetta var einhver lengsta stund sem ég hefi lifað. Hvað geri ég ef þeir hverfa og koma ekki aftur? hugsaði ég sem ég stóð þarna í auðninni, marga kílómetra frá mönnum. En þeif komu léttstígir til 168 JÖKULL 33. ÁR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.