Jökull


Jökull - 01.12.1983, Blaðsíða 179

Jökull - 01.12.1983, Blaðsíða 179
IX Þá var Sigurður mjög þjóðrækinn maður. Hann unni ættjörðinni, fólkinu sem byggir þetta land, íslenskri menningu en til hennar lagði hann drjúg- an skerf, og ástkæra, ylhýra málinu. Þar sem ég tek mér í munn orð listaskáldsins góða þá vil ég um leið segja, að margt hafi verið líkt með þeim Jónasi og Sigurði. Að sjálfsögðu er ég ekki að bera saman kveðskap þeirra tvímenninganna. En þeir voru báðir miklir náttúruskoðaðar, stóðu báðir að rannsóknum á landinu, og Jónas segir á einum stað: „Reið ég yfir bárubreið, bruna-sund . . . “. Það gerði Sigurður líka. Fannhvítir jöklarnir heilluðu Jónas. Þeir heilluðu líka Sigurð, enda rannsakaði hann þá með mikilli elju og góðum árangri. Aldrei stóð á manninum að gagna íslandi, í ræðu eða riti. Haukur Helgason. X Það var nærri sama á hverju Sigurður Þórarins- son snerti, á því öllu var handbragð meistarans. Ég minnist aðeins á veðurfræðina, eina af þeim mörgu greinum sem þessi mikli íjölfræðingur fékkst við. Mér er ljúft að viðurkenna að hann hafi staðið framar okkur veðurfræðingum í skilningi á sam- spili loftslags og þjóðarsögu. í því efni hygg ég líka að hann hafi haft farsælli þekkingu en flestir eða allir þeir sem við sagnfræði hafa fengist. Þar kom margt til, harður skóli reynslunnar í uppvexti, víðtækt nám í náttúrufræðum, einstök dómgreind hans og yfirsýn og frábært vísindalegt innsæi. Páll Bergþórsson. XI Eitt kvöld var velmetinn jarðfræðiprófessor frá Berlín staddur við Mývatn og fékk þá njósn af því, að hinn heimsfrægi Professor Thorarinson væri á sömu slóðum. Hann vildi auðvitað ólmur hitta þennan alkunna starfsbróður sinn. Honum var þá vísað út í hraun, þar sem Sigurður sat við varðeld og söng og spilaði á gítar fyrir sinn hóp. En sá þýski sagðist ekki láta hafa sig að fífli. Svona liti enginn prófessor út eða hegðaði sér. Sneri hann svo frá, en fékk á því dapurlega sönnur morguninn eftir, að hann hefði reyndar misst af Professor Thorarinson fyrir bragðið. í 40—50 ár var Sigurður einkar naskur við að þýða, stæla eða frumsemja söngvísur, sem urðu öðrum vinsælli meðal alþýðu. Alls mun hann hafa samið milli 50—60 texta, þótt ekki hafi nema svo- sem fjórðungur eða fimmtungur þeirra orðið al- kunnur. Ami Björnsson. XII f hópi kunningja og vina var hann skemmtimað- ur, ekki síst á brokkgengum ferðalögum um jökla og öræfi landsins, eins og þau gerðust stundum, ekki síst á fyrri árum meðan útbúnaður og farkost- ur var heldur slakur og leiðir lítt kunnar. Þá var Sigurður í essinu sínu og ekki síður ef sitja þurfti af sér eitthvert óviðrið í köldum fjallaskálum og kjarkurinn var orðinn deigur hjá sumum, greip hann þá stundum gítarinn og söng ljóð sín sem lengi hafa verið á hvers manns vörum, því að Sigurður var skáld gott, þó að hann legði aldrei þá list fyrir sig í fullri alvöru. Haraldur Sigurösson. XIII Sigurður valdi sér yfirleitt yrkisefni af því tagi sem alþýða manna skilur og af þeim sökum hafa glaðværar söngvísur hans orðið jafn vinsælar með þjóðinni og raun ber vitni. Honum lét best að setja saman vísur um ýmsar skoplegar hliðar mannlífs- ins. En innan um gáska og galskap leynist hvarvetna samúð með þeim sem minna mega sín í lífsbaráttunni. — Dagsverki stórbrotins manns er lokið en Sigurður Þórarinsson lifir áfram með okk- ur í verkum sínum. Gunnar Guttormsson. XIV Sigurður unni mjög íslenskri tungu og menningu og hélt hnyttnar ræður og ritaði þarfar ádrepur JÖKULL 33. ÁR 177
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.