Tölvumál - 01.06.2006, Blaðsíða 4

Tölvumál - 01.06.2006, Blaðsíða 4
4 | T Ö LV U M Á L T Ö LV U M Á L | 5 // RitstjórapistillSkýrslutæknifélag Íslands Skýrslutæknifélag Íslands er félag einstaklinga, fyrirtækja og stofnana á sviði upplýsingatækni. Markmið félagsins eru m.a. að breiða út þekkingu á upplýsingatækni og stuðla að skynsamlegri notkun hennar og að skapa vettvang fyrir faglega umræðu og tengsl milli félagsmanna. Starfsemin er aðallega fólgin í, auk útgáfu tímarits, að halda fundi og ráðstefnur með fyrirlestrum og umræðum um sérhæfð efni og nýjungar í upplýsingatækni. Félagsaðild er tvenns konar; aðild gegnum fyrirtæki og einstaklingsaðild. Greitt er fullt félagsgjald fyrir fyrsta mann frá fyrirtæki, hálft fyrir annan og fjórðungsgjald fyrir hvern félaga umfram tvo frá sama fyrirtæki. Einstaklingar greiða hálft gjald. Félagsgjöld 2006 eru: Fullt gjald: kr. 19.600, hálft gjald: kr. 9.800 og fjórðungsgjald: kr. 4.900. Aðild er öllum heimil. Stjórn Skýrslutæknifélags Íslands: Formaður: Svana Helen Björnsdóttir Varaformaður: Þorvaldur Jacobsen Gjaldkeri: Jóhann Kristjánsson Meðstjórnendur: Einar H. Reynis, Ebba Þóra Hvannberg, Eggert Ólafsson Varamenn: Halldór Jón Garðarsson Ólafur Aðalsteinsson Siðanefnd: Erla S. Árnadóttir, formaður Gunnar Linnet Snorri Agnarsson Orðanefnd: Sigrún Helgadóttir, formaður Baldur Jónsson Þorsteinn Sæmundsson Örn Kaldalóns Persónuvernd, fulltrúi Ský: Svana Helen Björnsdóttir Arnaldur Axfjörð Fagráð í upplýsingatækni (FUT), fulltrúi Ský: Eggert Ólafsson Einar H. Reynis, til vara Við lifum á tímum stafrænnar byltingar. Setning sem oft hefur verið sögð og rituð á síðustu árum enda undirritaður ekki að reyna að afhjúpa nein leyndarmál. Einnig er ljóst að hvort sem um er að ræða fyrirtæki, stofnanir eða einstaklinga þá erum við gjörsamlega háð tækni. Maður hugsar stundum um hvernig var að starfa í skrifstofuumhverfi fyrir tilkomu tölvupósts og Netsins. Hvernig náðust fram þær kröfur um skilvirkni og framleiðni starfsmanna sem settar eru í dag? Svarið við þessari spurningu er í raun í þá veru að í takt við nýja tækni verða kröfurnar meiri. Kröfur um meiri arðsemi fyrirtækja og aukin þægindi og einfaldleika í starfi verða háværari þar sem tölvubúnaðurinn verður sífellt fullkomnari. Almenningur hér á landi er jafnframt afar fljótur að tileinka sér nýja tækni og t.a.m. eru 80 af hverjum 100 heimilum nettengd. Framboð af afþreyingu á Netinu og í gegnum myndveitur er gríðarlega mikið og endurspeglast sú mynd í þessu tölublaði Tölvumála. Augljóst þykir að úttektin í blaðinu er hvergi tæmandi en gefur lesendum þó ágæta innsýn í það sem í boði er og tæknina sem býr að baki. Einnig er fjallað um starfið innan Ský, t.d. skemmtilegt viðtal við þrjár konur sem starfa í upplýsingatæknigeiranum sem og viðtal við Örn Kaldalóns, heiðursfélaga Ský, en hann hefur starfað í upplýsingatækni frá árinu 1962. En þrátt fyrir að við lifum á tímum stafrænnar byltingar gefur Ský áfram út Tölvumál á pappírsformi. Ætti Ský eingöngu að birta greinar, viðtöl og fréttir á sky.is og senda út veftímarit einu sinni til tvisvar á ári í stað pappírstímarits? Tölvuheimur er t.a.m. orðinn að veftímariti. Eftir minni bestu vitund er Tölvumál eina fagtímaritið í upplýsingatækni sem gefið er út á pappírsformi á Íslandi í dag. Því er ekki að leyna að það er nokkuð broslegt þar sem hugsanlega ætti fagfélag í upplýsingatækni á borð við Ský að nýta tæknina til hins ítrasta og spara í pappírsnotkun. Hins vegar er það þó þannig að samkvæmt árlegum könnunum sem Ský gerir á meðal félagsmanna vill mikill meirihluti svarenda áfram fá blaðið á pappírsformi. Því má í rauninni segja að félagar í Ský, fólkið sem lifir og hrærist í upplýsingatækni á Íslandi, vilji halda í það „gamla“ að vissu leyti. Í þessu samhengi má minnast á vangaveltur um útrýmingu dagblaða, tímarita og jafnvel bóka sem skjóta stundum upp kollinum þegar fjallað er um þá miklu ásókn í netmiðla og raun ber vitni. Ljóst er að þarna er um afar svartsýnar hugmyndir að ræða og einhverjir myndu segja að þær væru barnalegar. Þegar öllu er á botninn hvolft gefur Skýrslutæknifélag Íslands – Ský – enn út Tölvumál á pappírsformi og svo mun sennilega verða um ókomna tíð. // Halldór Jón Garðarsson

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.