Tölvumál - 01.06.2006, Blaðsíða 15

Tölvumál - 01.06.2006, Blaðsíða 15
1 4 | T Ö LV U M Á L T Ö LV U M Á L | 1 5 sig við með því að nýta MP3 tæknina. Reyndar er allur gangur á því á hvaða formi og í hvaða gæðum tónlist er seld hjá netsölufyrirtækjum. Neytendur hafa bætt við sveigjanleika tónlistar, auðvelt er að stilla upp lagalistum sem spila má við ólík tækifæri með MP3 tækninni. Neytendur hafa skapað samfélög sem skiptast á tónlist og gera notendum auðvelt um vik að uppgötva tónlist að þeirra skapi. Seljendur tónlistar á Netinu hafa sömuleiðis gert tónlistarunnendum kleift að leita uppi tónlist og miðla öðrum af smekk sínum með því að gera þeim mögulegt að senda inn dóma um tónlistina. Hver er framtíð kvikmyndaiðnaðarins? Stóra spurningin sem vaknar núna er hvernig framtíð kvikmyndaiðnaðarins er í stafrænum heimi. Vissulega hafa kvikmyndafyrirtækin hagnast vel með tilkomu DVD tækninnar en horfur eru á að iðnaðurinn taki breytingum sem miðar í sömu átt og tónlistariðnaðurinn hefur þróast í. Neytendur nota nettæknina til að dreifa efni sín á milli með löglegum og ólöglegum hætti í mjög miklum mæli. Auðvelt er að nálgast kvikmyndir, tónlistarmyndbönd og sjónvarpsþætti með þessum hætti fyrir þá sem það vilja. Aðgerðir til að stemma stigu við þessari dreifingu virðast ekki ná að //Texti: Jón Heiðar Þorsteinsson //Viðtöl: Halldór Jón Garðarsson Úr hverju getum við dregið sem hingað til hefur talist staðlaður hluti af vörunni eða þjónustunni? Hvað á að bæta verulega umfram það sem hefur þegar tíðkast? Hverju á að sleppa? Hverju á að bæta við sem ekki hefur verið boðið upp á áður? Ný virðiskúrva (Mynd 1) Kim og Mauborgne telja að fyrirtæki og frumkvöðlar þurfi í raun aðeins að spyrja fjögurra spurninga um markaðinn til þess að endurskilgreina hann.

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.