Tölvumál - 01.06.2006, Blaðsíða 28

Tölvumál - 01.06.2006, Blaðsíða 28
2 8 | T Ö LV U M Á L T Ö LV U M Á L | 2 9 Á bakvið hvern þátt er eins og gefur að skilja mikil vinna og þó það sjáist ekki eru tölvur notaðar til að gera líkön af ýmsum atriðum og þannig sjá fyrir um niðurstöðu. Ein slík var þegar átti að reyna á lífseiga sögu frá tímum þrælastríðsins í Bandaríkjunum. Suðurríkjaherinn átti að hafa smíðað eldflaug sem dró um 160 kílómetra. Það ótrúlega er að eldsneytið átti að hafa verið salami-pylsa en sagan hefur sagt að ákveðið efni í henni væri nothæft sem eldsneyti. Forritið CosmosWorks var látið herma eftir þessu og það sagði að eldflaugin myndi loga í fáeinar sekúndur með þessu „eldsneyti“. Það kom svo á daginn að þetta var það sem gerðist. Þessi fróðleiksmoli féll til á kynningu hjá fyrirtækinu SolidWorks þar sem 2007 útgáfa samnefnds hugbúnaðar var til sýnis en auk þrívíddarhönnu narhugbúnaðar sem fyrirtækið er annars hvað kunnast fyrir er einnig um að ræða ýmis önnur forrit fyrir sérhæfð verkefni í hönnunargeiranum, þar á meðal er CosmosWorks. Á blaðamannafundi með fulltrúum fyrirtækisins kom fram að þrívíddargeirinn sé enn í vexti og margir óplægðir akrar. Ein framtíðarsýn fyrirtækisins er sem dæmi eins konar rafræn útgáfa á myndalistum en eins og staðan er í dag þurfa hönnuðir gjarnan að leita í prentaða vörulista til að finna aukahluti við hönnun en ef slíkt væri fært í rafrænan búning myndi það spara fé og fyrirhöfn og auka nákvæmni í vinnu. Fulltrúi SolidWorks, Jeremy Hines, sýndi viðstöddum helstu nýjungar þetta árið og má þar nefna tækni sem kallast SWIFT sem er til að einfalda og flýta fyrir vinnu í þrívídd og kanna um leið áreiðanleika hönnunarinnar. Hann sýndi dæmi um hluta af armi á fjarstýrðum kafbát og hvernig hann var hannaður frá upphafi til enda. Forritið skilaði af sér tilbúnum vinnuteikningum og meðal annars var hægt að reyna mismunandi málma til að sjá hvað armurinn yrði þungur þegar hann væri fullsmíðaður og hvernig hann myndi líta út áferðarlega. Þar sem hlutir fara gjarnan milli aðila til frekari vinnslu er möguleiki að senda vinnuskjöl með sérstöku forriti fyrir flutning um tölvupóst og þá geta viðtakendur einnig sett inn athugasemdir og sent áfram. Meðal annarra nýjunga eru möguleikar á að gera vinnuskissur og sjá hvernig hlutir vinna saman áður en lengra er haldið. Þannig var sýnt hvernig vél samtengd með belti vann og hvernig bílatjakkur virkaði á frumstigi hönnunarinnar. Nýburakassi hannaður í þrívídd Tveir fulltrúar norska fyrirtækisins 360 Grader Produktdesign AS sýndu ýmsa gripi sem voru hannaðir í SolidWorks og kennir þar margra grasa, frá einföldum flöskum úr plasti og uppúr. Metnaðarfyllsta verkefni þeirra til þessa er nýburakassi sem verður tilbúinn á árinu 2008 en fyrirtækið fékk sérstök verðlaun frá SolidWorks á seinasta ári fyrir hann. Tæki sem þetta er afar flókið og tímafrekt í hönnun og nákvæmnissmíð eins og nærri má geta en með hugbúnaði er hægt að sjá nánast allt fyrir, bæði útlit og eiginleika. Núna er búið að senda skjöl til bandarísks fyrirtækis sem sérhæfir sig í loftflæði til að vinna að þeim hluta nýburakassans. Einnig var greint frá því að frumgerð má smíða úr sérstakri plastblöndu til að fá betri tilfinningu fyrir stærð og yfirbragði hlutarins þegar hann verður smíðaður. réði gátuna Hugbúnaður // Einar H. Reynis // Ritari í stjórn Ský og fyrrum ritstjóri Tölvumála Þættirnir Mythbusters á sjónvarpsstöðinni Discovery eiga marga aðdáendur. Þeir félagarnir og þáttarstjórnendurnir Adam Savage og Jamie Hyneman taka fyrir ýmsar sögusagnir og athuga hvort þær fái staðist. Oft eru tekin alveg ótrúleg dæmi eins og hvort það sé mögulegt að nota regnhlíf sem fallhlíf, og tilraunadúkkan Buster fær oft að kenna á því þegar „manneskja“ á í hlut í tilrauninni.

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.