Tölvumál - 01.06.2006, Blaðsíða 33

Tölvumál - 01.06.2006, Blaðsíða 33
3 2 | T Ö LV U M Á L T Ö LV U M Á L | 3 3 úreltur. Málið er að til að útiloka afritun verða spilarar og sjónvarpstækin að tengjast með sérstökum skilum því ella er læst á háskerpuna en til viðbótar verður alls kyns brögðum beitt til að hindra óheimila afritun og dreifingu. Maður spyr sig því eðlilega, þegar farið er á aðra bása á CeBIT, hvað þetta þýði. Nú er mikið rætt og ritað um að á heimilum verði einn geymslumiðill fyrir mynd og hljóð. Gott og vel með eigin kvikmyndir og ljósmyndir en trúlega verður nánast alveg útilokað að dreifa efni á mörg viðtæki frá einum stað ef þessar svokölluðu DRM-læsingar verða stöðugt kröftugri. Útkoman verður væntanlega að tiltölulega fáir verða vottaðir til að framleiða alvöru háskerpu DVD spilara (engir kínverskir 5.000 krónu spilarar í Bónus) og það verður að para allt nákvæmlega saman, spilara og sjónvarpstæki, eitt við eitt, ella muni ekkert virka. Þannig að þetta er allt að smella saman með þessum fyrirvara, að heimili verði eins og lítil kvikmyndahús. Sjónvarpstækin að stækka. Myndgæðin að verða eins og í bíói og hljóðkerfin nánast alveg eins og þar. Samhliða er tíminn frá því mynd fer í kvikmyndahús og þangað til hún kemur út á diski að styttast svo það er ekki að furða að efnisframleiðendur reyna að tryggja sig í bak og fyrir en stór spurning hvort þeir gangi ekki allt of langt. Sem dæmi eru hugmyndir um að spilarar verði að vera nettengdir til að virka, og að gera megi þá óvirka af framleiðendum ef læsingar eru rofnar. Það sem er þó verra er að til skuli vera tvær kvíslir háskerpuspilara og útkoman gæti verið endurtekning á tilraunum til að búa til hágæða tónlistardiska með tveimur mismunandi kvíslum, SACD og DVD Audio, sem báðar enduðu í blindgötu. Ekki er hægt að segja skilið við sjónvarp án þess að minnast á vaxtarbroddinn í farsímunum en víða mátti sjá slíkar útfærslur, sem eru einar þrjár kvíslir eftir því hver markhópurinn er. Innan Þýskalands er treyst á að heimsmeistarakeppnin í fótbolta í sumar verði mikil lyftistöng fyrir tæknina. Ekki er hægt að segja annað en að gæðin séu almennt í lagi þó skjástærðin sé bara eins og hálft póstkort. Fjölbreytni í fjarskiptunum Þó þetta tvennt sem að ofan er talið hafi verið áberandi var einnig gaman að sjá gróskuna í ýmsum geirum fjarskiptanna. Einhverjir kunna að muna eftir tilraunum hér á landi við að dreifa tölvufjarskiptum um rafmagnslínur. Eftir tilraunir víðsvegar um heiminn gáfust þeir upp sem að þessu komu einn af öðrum og algjör þögn ríkti um endalokin á Íslandi. Hér skal áréttað að þessi tegund fjarskipta er í raun þrískipt. Í fyrsta lagi það sem kynnt var til sögunnar hér, að nota dreifikerfið frá veitu til húsa til að bera fjarskiptin. Síðan er aðferð að dreifa efni frá inntaki húsa upp á hæðir til dæmis í margra hæða fjölbýlishúsi og svo það seinasta sem er að taka inn í íbúðir tölvufjarskiptin á vanalegan hátt en dreifa síðan um húsnæðið með rafmagni. Eins og gefur að skilja eru vegalengdir minnstar við slíkt og því raunhæft að framkvæma þetta enda er það svo að til eru sérstök samtök, Powerline alliance, sem vinna að samræmingu og að stöðlun á þessari tækni. Á CeBIT voru fjöldamargir að sýna græjur sem þessu fylgir og hraðinn bara dágóður og þetta virkar í alvöru. Ef koma á til dæmis Etherneti milli herbergja má nota par af tækjum til að bera gögn um raflögnina í stað þess að draga tölvukapla um húsnæðið. Þessi tæki eru eins og stórir spennubreytar með Ethernet tengli og annað væri sem dæmi sett við beini heimilisins en hitt tækið í parinu þar sem tölvan er og raflögnin notuð á milli. Þar sem tækin eru pöruð saman með raðnúmerum á að vera tryggt að enginn óviðkomandi geti farið inn á sendinguna og með nýjum stöðlum á hraðinn að vera meiri en nóg fyrir það sem ADSL býður upp á í dag. Svokallað WiMax mjakast áfram í þróun en ekki er enn farið að bóla á neinum fjöldaframleiddum endabúnaði. WiMax er tækni til að dreifa gögnum þráðlaust langar leiðir og í orði kveðnu á að vera mögulegt að senda á margra megabita hraða fleiri kílómetra leið. Það er helst að horft er til sveitanna sem markaðssvæði fyrir WiMax en tæplega til að keppa við ADSL í þéttbýli. Einn framleiðandi var með heimsfrumsýningu á viðtæki sem hann sagði uppfylla 802.16e hluta WiMax staðalsins en hann er fyrir endabúnað á ferð. Annar sýningaraðili sagði höfundi að líklega væri þetta plat og að í raun væri verið að nota kóresku tæknina WiBRO sem er skyld WiMax. Aðspurður um aðstæður á Íslandi fyrir WiMax taldi hann góðar líkur á að hún myndi virka hér og þar sem búið er að prófa tæknina á norðlægum slóðum, hefur allt gengið vel. Fréttamenn fóru víða um til að ræða við sýnendur, sem notuðu ýmis gerfi GPS leiðsögutæki drógu að áhugasama gesti Romina Schirmeisen og Jens Perlewitz sýndu sjónvarp í farsíma Fullkomið heimabíó með öllu

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.