Tölvumál - 01.06.2006, Blaðsíða 7

Tölvumál - 01.06.2006, Blaðsíða 7
6 | T Ö LV U M Á L T Ö LV U M Á L | 7 En hvernig er innheimt fyrir þá afþeyingu sem notendur velja sér? „Það er dregið af símareikningi en notendur eiga senn kost á því að fylgjast með notkun í gegnum sérstakan þjónustuvef Og Vodafone,“ segir Gísli. Hann segir að í Vodafone live! kosti ekkert að skoða efni og notandi sé ávallt látinn vita hvað þjónustan kostar um leið og hann hyggst sækja sér efni. Eva segir það mismunandi hvernig innheimt er fyrir afþreyinguna, en iðulega sé rukkað þegar viðskiptavinurinn hafi fengið efnið sent í símann sinn. „Þannig er komið í veg fyrir að viðskiptavinir greiði fyrir efni sem þeir móttaki ekki í símann sinn. Gjaldfærsluleiðir eru nokkuð margar og mjög háðar því hvaða efni eða um hvaða þjónustu er að ræða,“ segir Eva. „Framtíðin er mjög spennandi“ Tæknin á bak við GSM símana er í stöðugri þróun og því er ekki úr vegi að spyrja þau Evu og Gísla um hvernig þau sjái framtíðina fyrir sér á þessu sviði. „Framtíðin er mjög spennandi,“ segja þau nánast í kór og segir Gísli að GSM notendur erlendis geti nú þegar valið sér heil lög sem þeir geta svo hlaðið í GSM símann sinn. „Einnig eru fjarskiptafyrirtæki og símaframleiðendur úti í heimi áhugasamir um beinar útsendingar og sjónvarpsefni í gegnum símtækin. Hvenær slík þjónusta verður svo að veruleika hér á landi er erfitt að segja en það eru engu að síður spennandi tímar framundan.“ Eva bætir við að möguleikar í þjónustuframboði farsímafélaganna fari einnig mikið eftir þeirri þróun sem á sér stað í símtækjunum sjálfum og í aðgangsnetunum. „Sú þróun sem þar á sér helst stað er aukið innbyggt minni í símunum, stærri og betri skjáir, innbyggðir tónlistaspilarar, fleiri tengimöguleikar eins og við þráðlaus net (802.11 WLAN) og UMTS. Þá er mikið að gerast í tengingu sjónvarps og farsíma annað hvort með streymi yfir farsímakerfið eða með stafrænni sjónvarpssendingu yfir DVB-H beint í farsíma. Þetta kallar að sjálfsögðu á fjölbreyttara og skemmtilegra efni, þ.e. meiri grafík, alvöru tónlist, streymi, gagnvirka leiki, myndstreymi o.s.frv.,“ segir hún.

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.