Tölvumál - 01.06.2006, Blaðsíða 32

Tölvumál - 01.06.2006, Blaðsíða 32
3 2 | T Ö LV U M Á L T Ö LV U M Á L | 3 3 geta sparað fyrirtækinu árlega 8,5 millj. evra. E v r ó p u s a m b a n d i ð hefur mikinn áhuga á málefnum RFID og má benda á sérstaka heimasíðu þess: http:/ /ec.europa.eu/ information_society/ p o l i c y / r f i d / i n d e x _ en.htm Jörðin verður flöt Í útsendingu frá söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva í vor var spaugað með að Vestur- Evrópubúar væru að horfa á flatsjónvarpstæki en fyrir austan væri verið að horfa á 12 tommu lampatæki. Það er sannleikskorn í þessum svarta húmor því núna eru myndlampatækin alveg að syngja sitt síðasta og fréttir berast reglulega af því að þessari eða hinni verksmiðjunni hafi verið lokað þar sem myndlampatæki hafa verið framleidd. Neytendur eru greinilega afskaplega hrifnir af þessu formi tækjanna þó svo halda megi því fram að litgæðin séu ekki alltaf alveg í takt við það sem góð lampatæki eru fær um. Síðan er annað mál hvað fer að taka við því flötu tækin eru oftar en ekki sögð vera HD Ready. Það merkir að þau eigi að vera tilbúin í útsendingar í háskerpu. Líklega hafa ekki margir Íslendingar enn séð háskerpusjónvarp og vita ekki á hverju þeir eiga von. Höfundur sá þetta fyrst á franska vísindasafninu La Villette árið 1993 en stærð tækisins var ekki neitt samanborið við tröllin sem fóru að sjást á CeBIT mörgum árum seinna. Og þannig hefur það verið í mörg ár og skjáirnir fara sífellt stækkandi. Ekki nóg með það heldur verður maður alveg orðlaus yfir skerpunni sem hægt er að ná og það er samhljóða álit þeirra sem fara að horfa á háskerpusjónvarp að ekki verði aftur snúið, og nota þá ýmsar líkingar til að undirstrika hvað eldri tæknin sé gróf. Það er engu upp á þetta logið. Þetta eru vatnaskil. Stærstu framleiðendur sjónvarpstækja voru að sýna línu sína og tefla fram græjum sem settu ný met í stærðum, hvort sem það voru LCD eða Plasma sjónvarpstæki en þegar skjástærðin er orðin 108 tommur er deginum ljósara að slíkt ratar ekki inn á nein heimili. Líklega eru 40 til 50 tommur nærri lagi fyrir heimili en því má skjóta að að þumalfingursregla segir að taka eigi skjástærð og margfalda með 2,5 til að vita hversu langt eigi að sitja frá tækinu. En hvað með framboð efnis í háskerpu? Í þessum orðum rituðum er sjónvarpsstöðin Sky að hefja útsendingar á völdu efni með háskerputækni og ýmsir íþróttaviðburðir verða fyrstir og svo bíómyndir og spennuserían 24. Á CeBIT á hinn bóginn var verið að sýna nýjustu útgáfur af háskerpu DVD spilurum og sem fyrr eru, því miður, tvær kvíslir þar að ná athygli, annars vegar HD DVD frá Toshiba og hins vegar Blu-ray frá Sony. Ekki hefur náðst samkomulag um eina tækni og því lítur út fyrir blóðugan markaðsbardaga í anda Beta og VHS hér um árið (reyndar var V2000 líka til en náði aldrei flugi). Samhliða þessu er kapphlaup um að ná hylli kvikmyndaframleiðanda um aðra hvora tæknina. Frá sjónarhóli gestanna á básum þessara aðila skipti ekki máli um einhver atriði í hvorri tækni um sig. Myndgæðin eru alveg frábær. Þeir sem eru áhugasamir um að prófa þetta verða þó að gæta að ýmsum atriðum að því undanskildu að sitja ef til vill uppi með spilara sem verður

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.