Tölvumál - 01.06.2006, Blaðsíða 25

Tölvumál - 01.06.2006, Blaðsíða 25
2 4 | T Ö LV U M Á L afþreying Brú á milli tölvunnar og sjónvarpsins Fjöldi framleiðenda hafa sent frá sér margmiðlunarspilara sem spila DVD og tónlistardiska, auk þess sem þeir geta lesið og spilað ýmsar tölvuskrár, til að mynda jpg, mgeg, mp3 og divX. Einnig hafa framleiðendur á borð við Kiss, sem er í eigu Cisco, stigið skrefinu lengra og bætt hörðum disk og netkorti í sinn spilara. Þessi ,,litla” breyting felur í sér að spilarinn verður brú á milli tölvukerfisins og sjónvarpskerfisins á heimilinu. Á harða diskinn má vista efni eða taka upp beint úr sjónvarpi, auk þess sem hægt er að streyma efni af tölvum í gegnum margmiðlunarspilarann og horfa á í sjónvarpi, án þess að færa gögnin á milli staða. „Prosumer“: Framleiðandi, dreifingaraðili og neytandi Kostir stafrænnar afþreyingar eru þó ekki einungis bundnar innanhússnotkun. Tæknin auðveldar dreifingu og öflun á stafrænu efni, m.a. yfir Internetið. Hugtakið ,,Prosumer” lýsir vel þeim sem nýta sér stafræna afþreyingu til fulls þar sem að þeir framleiða og dreifa stafrænu efni samhliða því sem þeir kaupa og neyta efnis. Áðurnefnd dæmi um tónlist og sjónvarp eru til marks um þær breytingar sem nú ganga yfir, auk þess sem framleiðendur eru í auknum mæli að huga að einfaldleika í vinnslu, prentun og dreifingu á stafrænum myndum. Framtíðin í höndum framleiðenda Væntanlega má búast við enn frekari þróun í stafrænni afþreyingu, og styttist í að hátækniheimili á borð við það sem sést í framtíðarmyndum verði að raunhæfum möguleika. Framleiðendur kappkosta við að styðja við þessa þróun, ekki aðeins á neytendastigi, heldur á öllum stigum virðiskeðju stafrænnar afþreyingar. Lausnir og þjónusta þessa fyrirtækja, auk skilnings á væntingum og upplifun neytenda, drífa stafrænu byltinguna áfram. Þessi fyrirtæki breyta því hvernig afþreyingarefnið er framleitt og dreift, auk þess hver upplifunin af neyslu afþreyingarinnar er.

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.