Tölvumál - 01.06.2006, Blaðsíða 30

Tölvumál - 01.06.2006, Blaðsíða 30
3 0 | T Ö LV U M Á L T Ö LV U M Á L | 3 1 Bless strikamerki, eða hvað? Núna virðist sem mikill byr sé að færast í segl örmerkjatækninnar, RFID, en hún var sérstakt þema þetta árið og fékk mikla umfjöllun. Fyrir óinnvígða er um að ræða litla senda, eða kannski frekar einskonar spegla, sem senda frá sér upplýsingar þráðlaust á viðtæki þegar geisla er varpað á merkið. Gróft séð er um að ræða tvo flokka örmerkja, annars vegar mjög smá merki sem draga stutt og svo merki sem hafa eigin aflgjafa og geta dregið nokkru lengra. Nú er það svo að RFID er alls ekki ókunnug tækni, og rætur hennar ná áratugi aftur. Ýmsir lesendur eru efalaust að nota aðgangskort daglega til að opna dyr þegar þau eru borin upp að skanna og má segja að sé RFID. Það sem er nýtt er mjög útbreidd og kerfisbundin notkun staðlaðra örmerkja sem ætlað er til að merkja einstaka gripi. Þetta er nokkuð víðtækt eins og gefur að skilja og kannski ekki allt sem sýnist. Ef við hugsum okkur að hver einasti hlutur í kringum okkur sé þannig merktur má á augabragði kalla fram ógrynni upplýsinga. Sá sem gengi inn í herbergi gæti fengið lista yfir allt sem er þar inni og það sem væri inni þyrfti ekki einu sinni að vera sýnilegt því hugmynd um notkun á RFID er að „sjá“ lagnir og einangrun inni í veggjum og hvaða efni er þar notað. Sama gilti um allt sem væri inni í skápum og svona mætti áfram telja. Það er meðal annars þessi framtíðarsýn sem hrellir marga sem krefjast þess að takmarkanir verði á notkun RFID svo ekki megi nota tæknina til að fylgjast með einkahögum fólks og stefna öryggi í hættu. Engu að síður er talað um 2006 sem ár RFID og ýmsar tilraunir hafa verið í gangi og jafnvel farið að nota tæknina eins og að merkja farangur fyrir flug eða pakka sem fara í póst. Annar angi tækninnar er að beita henni til að koma í veg fyrir falsanir og dæmi sem þar eru nefnd eru lyf og peningaseðlar. Á CeBIT mátti einnig sjá ýmsar hugmyndir um notkun RFID og ein slík væri að merkja fólk við björgunarstörf með örmerkjum. Þannig mætti sjá staðsetningu allra sem væru á björgunarstað þó það væri almyrkvað eða ekkert sæist fyrir reyk. Núna er verðið á örmerkjum á leiðinni niður og notkun og útbreiðsla þeirra mun aukast gífurlega á skömmum tíma. Sömuleiðis er staðlavinna í fullum gangi til að tæknin verði samræmd sem víðast. Að þessu slepptu, að geta borið örugg kennsl á hluti eða fylgst með ferðum þeirra, þá er það á sviði verslunar sem mikið er horft til RFID til að koma í stað strikamerkja en leiðandi innan Evrópu hefur verið verslunin METRO í Þýskalandi og altalað er hvernig svokölluð framtíðarverslun þeirra hefur verið notuð sem dæmi um hvernig smásöluverslun gæti verið þegar fram líða stundir. Í viðtali við fréttabréf á CeBIT sagði einn stjórnarmaður METRO að verslunin væri mjög meðvituð um efasemdir og áhyggjur viðskiptavina sinna og að persónuvernd og öryggi væru mikilvæg atriði. Viðskiptavinurinn á móti hefði betri tök á að vita hvort varan væri fersk og hver uppruni hennar væri. METRO hefur líka verið í oddaaðstöðu með að vinna með ýmsum aðilum til að fá kerfi þeirra til að vinna saman. METRO segir að frumherjavinnan sé þegar að skila sér því RFID muni ásamt rafrænum viðskiptum, EDI, líklega BIT Ef sýning þessa árs er borin saman við árið á undan kemur á daginn að mun fremur var skerpt og unnið úr því sem mest var í sviðsljósinu þá fremur en að eitthvað nýtt væri á allra vörum. Engu að síður var margt að sjá sem endranær en höfundur þessa pistils ákvað að fara á nokkuð aðrar slóðir en undanfarið og svo var gagnlegt að lyfta upp torfunum og sjá hvað í rauninni iðar undir. Sumt er gott fyrir gróðurinn en annað vill vera utan dagsbirtunnar. Það snjóaði og blés heil ósköp í Hannover þetta árið og líktist mest íslensku vetrarveðri í sínum kröftuga ham. // Einar H. Reynis // Ritari í stjórn Ský og fyrrum ritstjóri Tölvumála 2006 Höfundur er ritari í stjórn Ský og fyrrum ritstjóri Tölvumála

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.