Tölvumál - 01.06.2006, Blaðsíða 23

Tölvumál - 01.06.2006, Blaðsíða 23
2 2 | T Ö LV U M Á L T Ö LV U M Á L | 2 3 þremur þátttakendum voru tilbúnir til að greiða um 8 pund eða um 920 kr. á mánuði fyrir aðgang að stafrænum útsendingum á myndefni og útvarpsefni. 38% þeirra sögðust vilja geta skipt um þjónustuaðila til að geta notið þjónustunnar. Tæknilegar hindranir sem þarf að yfirstíga ,,Tæknilega séð þá hafa nokkrir þættir áhrif á notagildi og möguleika útsendinga í farsíma. Í fyrsta lagi erum við með lítinn skjá og því þarf að aðlaga það efni sem stendur til boða, til dæmis má hugsa sér meira af nærskotum en í efni sem er ætlað fyrir stóra skjái. Í öðru lagi þurfa notendur að halda skjánum í ákveðinni fjarlægð og undir ákveðnu horni sem getur verið lýjandi til lengdar. Í þriðja lagi er afkastageta rafhlaða á farsímum og lófatölvum nokkuð takmörkuð og setur þetta notkunarmöguleikum tækninnar takmörk. Í fjórða lagi þarf dreifinet að vera nægilega öflugt til að útsending sé skýr. Það þarf að taka tillit til þess að notendur smátækja eru á stöðugri ferð á milli staða og því þarf dreifinetið að vera nægilega þétt. Til dæmis geta byggingar á þéttbýlum svæðum skyggt á útsendingarmerkið.” Afþreyingin gefur mestu möguleikana Þórarinn ber notkunarmöguleika stafrænna útsendinga saman við samtöl, afþreyingu og hagnýt not í daglegu amstri og störfum. ,,Ég sé ekki mikla möguleika hvað varðar gagnvirk samskipti eða not af tækninni í daglegum störfum, til þess þarf að vera hægt að persónugera útsendingar mun meira en nú er mögulegt, hvað sem síðar verður. Möguleikar einátta miðlunar virðast því helst vera í dreifingu afþreyingar.” Hann minnir á að útsendingar í farsíma verða frá byrjun í samkeppni við aðra miðla, til dæmis útvarp, sjónvarp og Internetútsendingar sem eru aðgengilegar á stærri skjám en á farsíma eða í lófatölvu. ,,Fullorðnir notendur munu nýta sér afþreyingarefni og fréttir þegar þeir eru á ferðinni, til dæmis þegar þeir eru að bíða á flugvöllum, stoppistöðvum eða eru að nota almenningssamgöngur. Það er stærri spurning hvernig unglingar munu nálgast þessa tækni. Þeir eru vanir því að nota marga miðla samtímis; spila tölvuleik, senda SMS, hlusta á tónlist í iPod og hafa kveikt á sjónvarpi, allt á sama tíma. Hvernig útsending á litlum skjá mætir þörfum þeirra eða heldur athygli þeirra veltur sjálfsagt á efninu sem um er að ræða.” Þórarinn bendir á að þó að tækni sé fyrir hendi og vel auglýst þá er engin trygging fyrir því að almenningur nýti sér hana. Hann bendir á að gagnasamskipti á milli farsíma, t.d. MMS myndskilaboða, sé mjög lítill hluti af heildarnotkuninni. Leggja þarf áherslu á óskir og þarfir notenda ,,Ég tel því mjög mikilvægt fyrir þá sem ætla sér að ná árangri á þessu sviði að kynna sér mjög vel hvernig notendur vilja hagnýta sér tæknina og hvort þeir vilji yfir höfuð horfa á einátta útsendingar í farsímum sínum. Skoða þarf hvernig notendaviðmót þarf að vera og hvernig ungt fólk vill nýta sér tæknina, vilja þeir nýta sér útsendingar á hefðbundnu formi eða þarf að bjóða þeim meiri gagnvirkni?” Reyndar vill Þórarinn gefa útsendingunum 2 – 3 ár áður en þjónustan og tæknin nær þeim þroska sem þarf til að þjónustan geti notið almannahylli enda eru margir mismunandi hagsmunaaðilar sem þurfa að ná saman. Þar má nefna fjarskiptayfirvöld, efniseigendur og efnisframleiðendur, fjölmiðlafyrirtæki, símafyrirtæki og framleiðendur símtækja og lófatölva. ,,Á þessum tíma mun fjölmiðlun þróast á öðrum sviðum og þannig munu væntingar og þarfir neytenda einnig breytast. Jafnframt þarf að ganga frá lagalegum atriðum, verðlagningu og tæknilegri grunngerð. Næsta víst er að þróunin verður sú að notendur munu venjast því að geta ráðið sjálfir hvaða efni þeir nýta sér, hvernig og hvenær þeir gera það. Myndveitur og tæki sem taka upp efni sem má horfa eða hlusta á síðar verða sífellt algengari og á veraldarvefnum spretta upp fjölmargir aðilar sem dreifa efni sem ýmist er ókeypis eða þarf að greiða vægt verð fyrir.” Að sögn Þórarins bendir þetta til þess að hugsanlega verði þeir sem vilji hasla sér völl með útsendingar í farsíma að byggja inn gagnvirkni og mynd- og hljóðveituþjónustu. Jafnvel ætti að huga að því að notendur geti sjálfir gerst framleiðendur efnis og geti miðlað því til annarra með eða án endurgjalds. Spennandi framtíð Þrátt fyrir að tæknin sé ung og mörgum spurningum ósvarað bendir samt sem áður ýmislegt til þess að dreifing vídeóefnis í handheld tæki geti verið spennandi þáttur í upplýsingamiðlun og afþreyingarþjónustu framtíðarinnar. Meirihluti farsíma sem seljast á árinu 2006 verða með myndavél og geta margir hverjir tekið upp stutt myndskeið. Bendir það til þess að almenningur vilji að minnsta kosti hafa möguleikann á því að taka upp efni og deila því með öðrum. Hver veit nema unglingar framtíðarinnar geti nýtt farsíma og lófatölvur til að skiptast á efni án milligöngu afþreyingarfyrirtækjana með enn meiri krafti en nú. ,,Mér finnst freistandi að líta til ,,podcasting” og spái því að hátt hlutfall vídeóefnis fyrir farsíma og lófatölvur verði búin til af sjálfstæðum framleiðendum og framleiðslan kannski keypt upp af dreifingaraðilum þegar vinsældum er náð. Slíku efni verður þá dreift með myndveitum sem aðgengilegar eru í farsímum, lófatölvum og á veraldarvefnum,” segir Þórarinn að síðustu. Hægt er að kynna sér skrif Þórarins um útsendingar í farsíma á vefslóðinni http://thorarinn.com/texts í farsíma og lófatölvur Þórarinn Stefánsson stundar meistaranám í upplýsingatækni við ITU háskólann í Kaupmannahöfn

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.