Tölvumál - 01.06.2006, Blaðsíða 24

Tölvumál - 01.06.2006, Blaðsíða 24
2 4 | T Ö LV U M Á L Íslendingar hafa ávallt verið fljótir að tileinka sér nýja tækni og hljóta að teljast frumkvöðlar á alþjóðamælikvarða þegar kemur að innleiðingu nýrra tæknilausna. Nýjungar í stafrænni afþreyingu hafa þar af leiðandi notið talsverða vinsælda hér á landi og nægir að nefna tilkomu Digital Ísland og Sjónvarp yfir ADSL frá Símanum. Hugtakið stafræn afþreying vísar þó ekki einungis til tækjanotkunnar við að horfa á sjónvarp eða hlusta á tónlist, heldur til notkunar stafrænnar tækni við hvers konar afþreyingu. Myndir sem teknar eru á stafrænar myndbandsupptökuvélar, stafrænar myndavélar eða lesnar inn á tölvur með skanna teljast einnig til stafrænnar afþreyingar. Víða eru heimilistölvur notaðar til þess að vinna með og vista hvers konar stafrænt efni, til dæmis tónlist og/eða fjölskyldumyndir. Í flestum tilfellum fer notkun efnisins þó fram í nánd við tölvuna, á tölvuskjá eða í hátölurum sem eru beintengdir við tölvuna. Tæknin býður upp á mun víðtækari notkun á stafræna efninu. á heimilinu Stafræn tækni hefur gjörbreytt því hvernig framleiðsla og dreifing á kvikmyndum, sjónvarpsþáttum og tónlist fer fram. Mest hafa neytendur orðið varir við þessar breytingar í tónlistarheiminum, þar sem netsíður ýmist selja eða dreifa ókeypis tónlist, líkt www.tonlist.is annars vegar og www.rokk.is hins vegar. Margir tölvuframleiðendur hafa kappkostað við að auðvelda neytendum þetta skref, ýmist með hugbúnaðarlausnum eða vélbúnaðarlausnum. Sem dæmi má nefna Media Center tölvur og margmiðlunarspilara sem eru bæði með innbyggðum hörðum diskum og netkorti. Skoðum hvora lausn fyrir sig. Margmiðlunartölvur fyrir heimilið Media Center tölvur eru í raun öflugar heimilistölvur sem eru búnar stórum hörðum disk, sjónvarpskorti og öflugu hljóðkorti auk öllum nauðsynlegum búnaði til að tengjast heimilisneti. Tölvurnar eru með Microsoft Windows XP Media Center stýrikerfi og sérstökum hugbúnaði sem stýrir því hvaða efni er verið að nota hverju sinni og hvert því er varpað. Notandinn getur, með notkun forritsins, auðveldlega fundið efni á tölvunni eða öðrum tölvum á heimilinu og spilað í sjónvarpi, heimabíói, skjávarpa eða á tölvuskjánum. afþreying Stafræn // Hákon Davíð Halldórsson

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.