Tölvumál - 01.06.2006, Blaðsíða 16

Tölvumál - 01.06.2006, Blaðsíða 16
1 6 | T Ö LV U M Á L T Ö LV U M Á L | 1 7 slá á hana og því hlýtur að vera nauðsynlegt fyrir kvikmyndafyrirtækin að huga að því að haga stafrænni dreifingu og verðlagningu með þeim hætti að neytendur sjái hag í því að nálgast efni með löglegum hætti. Möguleikar til að dreifa myndefni hafa stóraukist og nú eru myndveitur orðnar að möguleika með stafrænum útsendingum víða um heim, þar á meðal hér á landi. Myndveitur eru að þróast á vefnum, til dæmis hafa bæði Google og Apple opnað vefsetur þar sem auðvelt er að nálgast kvikmyndir og sjónvarpsþætti. Athygli vekur hve mikið er af efni frá sjálfstæðum framleiðendum og jafnvel áhugamyndatökufólki á vef Google. Kannski er þarna að þróast ný dreifileið fyrir sjálfstæða kvikmyndagerðarmenn sem geta nýtt Netið til að dreifa afurðum sínum á heimsvísu með litlum tilkostnaði. // Eiður Arnarsson hjá Senu Dregið hefur úr sölu á erlendri tónlist – Íslensk tónlist bætir í Sena, áður afþreyingarsvið Skífunnar, er stærsta dreifingarfyrirtæki landsins á sviði tónlistar og kvikmynda. Að sögn Eiðs Arnarssonar, útgáfustjóra íslenskrar tónlistar hjá Senu, drógst heildarsala tónlistar (online og CD/DVD) í heiminum á síðasta ári saman um 3%. ,,Online og farsímahlutinn þrefaldaðist samt á sama ári sem þýðir að CD/DVD hlutinn minnkaði um meira en 3%. Ísland hefur ekki fylgt þessari þróun algjörlega og hefur samdráttur í sölu CD/DVD verið minni en annars staðar og hluti online eða mobile ekki í eins örum vexti. Hvað sem því veldur hjá tæknióðri þjóðinni? Í stuttu máli hefur þróunin á Íslandi verið sú að dregið hefur úr sölu á erlendri tónlist í takti við aukna dreifingu tónlistar á Netinu en það sama á ekki við um íslenska tónlist sem hefur bætt í á undanförnum árum.” ,,Óhefðbundin” sala á tónlist mun aukast Spurður um hvernig þróunin verði á næstu árum segir Eiður að það sé ljóst að sala á tónlist eftir ,,óhefðbundnum” leiðum muni aukast jafnt og þétt á næstu árum sem og hingað til á meðan sala á eiginlegum eintökum ,,physical” muni dragast enn frekar saman. ,,Núna er skiptingin á milli Netsins og farsíma í sölu á tónlist á heimsvísu ca. 50/50. Á Netinu er næstum öll salan á stökum heilum lögum (iTunes o.fl.) en í farsímaheiminum eru tæp 90% sölunnar hringitónar. Sambærilegar tölur fyrir Ísland liggja ekki fyrir að ég best veit. Vel má hugsa sér að fleiri möguleikar á neyslu á tónlist komi upp á næstunni, í það minnsta nýjar útfærslur á núverandi leiðum en geisladiskurinn eða einhvers konar eiginlegt eintak verður áfram við líði um langt skeið.” // Halldór Guðjónsson hjá Myndformi Sala á DVD myndum aldrei verið meiri Halldór Guðjónsson, sölustjóri Myndforms sem er eitt af stærstu dreifingarfyrirtækjum kvikmynda hér á landi, segir að sala á DVD myndum hafi sennilega aldrei verið meiri en nú. ,,Enda hefur verðið á þeim lækkað talsvert og bíóaðsókn hefur verið mjög góð undanfarin ár, en niðurhal á kvikmyndum hefur bitnað töluvert á videóleigunum sem hafa gefið eftir undanfarin ár. Hvað framtíðina varðar þá er mjög erfitt að sjá hana fyrir þar sem þróunin er svo hröð og endalaust verið að kynna til sögunnar einhverjar nýjungar, en ég held að markaðurinn muni vera með svipuðu sniði næstu árin.” // Hallgrímur Kristinsson hjá Smáís Aukið niðurhal bitnar helst á vídeóleigum Hallgrímur Kristinsson, framkvæmdastjóri Smáís - Samtök myndrétthafa á Íslandi, tekur undir orð Halldórs og segir að sala á DVD myndum hafi verið í auknum vexti frá því hún hófst árið í kringum 1998. ,,Vert er að geta þess að fyrir þann tíma var hér á landi lítil sem engin sala á kvikmyndum að undanskildum barnamyndum og því ekki óeðlilegt að hækkun sölutalna hafi verið há prósentulega á milli ára síðustu ár.” Varðandi útleigu mynda segir Hallgrímur að hún hafi dregist saman um 26% frá árinu 2000 og sérstaklega hafi leigur á smærri svæðum á landsbyggðinni orðið illa úti vegna niðurhals. ,,Þar hefur útleiga hreinlega lagst af nema á barnamyndum með íslensku tali vegna þess að einhverjir aðilar í bæjarfélaginu ná nýjustu myndunum af Netinu og dreifa til vina og kunningja.” Eiður Arnarsson Halldór Guðjónsson Hvað segja sérfræðingarnir í afþreyingunni?

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.