Tölvumál - 01.06.2006, Blaðsíða 40

Tölvumál - 01.06.2006, Blaðsíða 40
4 0 | T Ö LV U M Á L T Ö LV U M Á L | 4 1 Öldungadeild SKÝ vinnur eins og kunnugt er að söfnun og varðveislu heimilda um sögu upplýsingatækninnar á Íslandi. Allmiklu af rituðu efni hefur verið safnað á Söguvefinn, þar sem frumkvöðlar á þessu sviði hafa rifjað upp fyrstu verkefnin og annað áhugavert. Áhugi er fyrir því að bjarga frá glötun ýmsum heimildum í föstu formi, vélbúnaði, verklýsingum, forritum og öðru af því tagi. Til að slíkt verði unnt þarf Öldungadeildin að hafa aðgang að húsnæði. Brýnast er að komast yfir aðstöðu til að geyma það sem til fellur og ella myndi verða hent, en framtíðarsýnin er óneitanlega sú að geta haft eitthvað af slíkum búnaði til sýnis. Ekkert fjármagn er til reiðu, þannig að ekki eru tök á að leigja geymslu. Því hefur verið ákveðið að leita til félagsmanna SKÝ og annarra lesenda Tölvumála með þá málaleitan að þeir geri félaginu viðvart um húsnæði sem þeir kynnu að vita af eða ráða yfir og fáanlegt væri til afnota til að minnsta kosti 3 - 5 ára. Ekki eru til áætlanir um flatarmálsþörf, og má segja að allt komi til greina. En miðað við þær upplýsingar sem fyrir liggja um möguleg aðföng má reikna með að allt að 100 fermetrar myndu uppfylla brýnustu þarfir í þann tíma. Ekki höfum við efni á að vera kröfuhörð um staðsetningu en rýmið þarf að vera þurrt og upphitað. Hafið vinsamlegast samband við skrifstofu SKÝ eða einhvern úr stjórn Öldungadeildar, en upplýsingar um stjórnarmenn er að finna á vef SKÝ undir Öldungadeild og fremst í þessu blaði. Húsnæði fyrir sögusafnið frá öldungadeild Ákall

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.