Tölvumál - 01.06.2006, Blaðsíða 22

Tölvumál - 01.06.2006, Blaðsíða 22
2 2 | T Ö LV U M Á L T Ö LV U M Á L | 2 3 Nokkrir staðlar fyrir stafrænar útsendingar í farsíma og lófatölvur eru til, en það eru einkum tveir sem mest er horft til. DMB staðallinn sem Virgin Mobile nýtir sér er þegar kominn í notkun í Bretlandi og er búið að ganga frá leyfum og lagalegum atriðum fyrir tíðnisvið sem byggja á þessum staðli. DMB er útvíkkun á DAB útvarpsstaðlinum og notar sama tíðnisvið og svipaða senda. Hinn staðallinn sem keppir um hylli notenda og framleiðanda í Evrópu er DVB- H staðallinn en hann styðja m.a. Nokia farsímafyrirtækið og símafyrirtækin Orange, Vodafone, O2, Swisscom og Telia Sonera. Telecom Italia Mobile ætlar sér að hefja útsendingar á Ítalíu á þessu ári og nýta sér DVB-H staðalinn. Báðir staðlarnir miðast við einátta miðlun, frá sendanda til margra viðtakenda. Fylgismenn DVB-H staðalsins telja hann geta stutt fleiri rásir en DMB staðallinn en gagnrýnendur hans telja að langt sé í að gengið verði frá lagalegum atriðum vegna útsendinga á tíðnisviði DVB-H á stórum mörkuðum eins og í Bretlandi. Til þess að koma til móts við takmarkaða rafhlöðuendingu er merki sem sent er út eftir DVB-H staðlinum sent í stuttum þjöppuðum skömmtum sem viðtakandi (farsími eða lófatölva) les úr og spilar. Tækið tekur svo við næsta skammti og svo koll af kolli þannig að notandinn verður ekki var við annað en að um samfellda útsendingu sé að ræða. Gagnahraðinn sem næst í DVB-H útsendingu veltur m.a. á þjöppunarhlutfalli og villuleiðréttingum en hann ætti að vera um 5 – 32 Mbit á sekúndu. Þar sem DVB-H er ólíkur stöðlum eins og Wi-Fi, GPRS eða 3G, þarf sér loftnet og örgjörva til að vinna úr DVB-H merkinu. 3G veitir möguleika á meiri sveigjanleika Þriðja kynslóð farsíma (3G) er samheiti yfir nokkra skylda staðla. Í Evrópu er UMTS staðallinn algengastur. Yfirleitt skilar hann gagnahraða upp á 384 Kbit/s sem er mikil framför frá GPRS kerfinu sem býður upp á 30-70 Kbit/s. 3G staðlar eru ólíkir DVB-H staðlinum t.d. að því leyti að farsímar þurfa ekki sérstakt loftnet til að taka á merkjum sem send eru með því kerfi. Í 3G kerfinu fær hver notandi einstakan straum til sín og því lækkar gagnahraðinn í kerfinu þegar fjöldi samtímanotenda nálgast afkastagetu kerfisins. 3G er þegar nýtt víða í Evrópu til að veita mynd- og hljóðveituþjónustu til fjölda notenda með Hljóð og mynd Nýr vettvangur afþreyingar og upplýsingamiðlunnar Símafyrirtæki leita stöðugt að nýjum möguleikum til þess að finna sér nýjar tekjur enda eykst stöðugt samkeppni í hefðbundinni símaþjónustu. Nýjasta útspil þeirra eru stafrænar útsendingar á útvarps- og sjónvarpsefni í farsíma og lófatölvur. Virgin Mobile farsímafyrirtækið í Bretlandi og breiðbandsfyrirtækið BT Movio sem er dótturfyrirtæki breska símarisans BT ætla sér til dæmis að hefja reglubundnar stafrænar útsendingar í farsíma og lófatölvur og verða þannig fyrst í Evrópu að veita þjónustu af þessu tagi. Fyrirtækin telja áhuga breskra neytenda á þjónustunni töluverðan og byggja það á fjögurra mánaða prófunarverkefni sem þau stóðu að sameiginlega. Vafalítið munu útsendingar í farsíma frá heimsmeistarakeppninni í Þýskalandi nú í sumar vekja athygli á tækninni. þessum hætti, og unnið er að þróun tækni sem nálgast eðli einátta útsendinga í 3G kerfinu og minnkar við það heildarálagið. Að lokum er þó hver notandi að fá eigin gagnastraum. Þróunin ekki farin af stað á Íslandi Póst- og fjarskiptastofnun hefur ekki úthlutað rásum fyrir stafrænar útsendingar á hreyfimyndum samkvæmt DVB-H eða DMB stöðlunum þó að rásum hafi verið úthlutað fyrir tilraunir með hljóðvarpsútsendingar samkvæmt DAB staðlinum. Raunar hefur enginn sótt um rásir fyrir stafrænt sjónvarp í farsíma samkvæmt þeim upplýsingum sem fengust hjá stofnuninni en hér á landi gildir regluverk EES fyrir útsendingar af þessu tagi. Á forsendum framleiðanda Meðal þeirra sem hafa kynnt sér útsendingar í farsíma og lófatölvur er Þórarinn Stefánsson sem stundar meistaranám í upplýsingatækni við ITU háskólann í Kaupmannahöfn. Hann segir tilraunir hafa verið gerðar með útsendingar í farsíma og lófatölvur í Evrópu og Suður-Kóreu og hafi þær enn sem komið er verið gerðar á forsendum framleiðanda símatækja sem vilja komast að því hvort tæknin virki eða ekki. ,,Það á eftir að kortleggja betur áhuga notenda á því hagnýta sér þessar útsendingar.” Þórarinn segir að í nýlegri tilraun Nokia hafi 16% þeirra sem í henni tóku þátt lýst því yfir að þeir myndu nýta sér útsendingar í lófatölvur og farsíma stundum eða oft í viku. ,,Ef við viljum áætla markaðsmöguleika fyrir tæknina getum við til dæmis tekið bjartsýnustu áætlanir: Þar sem niðurstöður tilraunaútsendinga benda til að meðalnotkun þeirra sem myndu nýta sér tæknina verði um 20- 30 mínútur á dag að meðaltali. Miðað við að meðalevrópubúinn horfi um 4 klukkustundir á dag á sjónvarp þá mætti ímynda sér að áskrift að slíkum útsendingum gæti kostað 15 – 20% af venjulegri sjónvarpsáskrift. Ef við gefum okkur svo að tæknin nái sömu útbreiðslu meðal farsímanotenda og DVD tæknin hefur náð þá yrði það 85% notenda sem hefðu möguleika á að móttaka slíkar útsendingar eftir áratug en það er bjartsýn spá þar sem DVD tæknin hefur breiðst mjög hratt út.” Í könnun BT Movio og Virgin Mobile á meðal 1.000 notenda sem prófuðu að nýta sér útsendingar í farsíma og lófatölvur kom fram að tveir af hverjum í farsíma og lófatölvur // Viðtal: Jón Heiðar Þorsteinsson

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.