Tölvumál - 01.06.2006, Blaðsíða 10

Tölvumál - 01.06.2006, Blaðsíða 10
T Ö LV U M Á L | 1 1 Telur þú konur hafa jafn mikla möguleika á að ná langt á því sviði sem að þú ert á? Já, það tel ég. En það verður að viðurkennast að þær verða enn að hafa mun meira fyrir því að sanna sig heldur en karlmenn, og í raun verða þær oft að vera töluvert betri til að eftir því sé tekið. Afar ósanngjarnt en svona virðist þetta ennþá vera. Hvers vegna heldur þú að svona fáar konur starfi við tölvur? Ætli það sé ekki einna helst út af því að lengi vel var bara litið á tölvur og forritun sem karlastarf, þó ég persónulega skilji ekki ástæðuna fyrir því. En kynjahlutfallið er að breytast mikið, okkur stelpunum fer fjölgandi. // Áslaug María Friðriksdóttir Í hverju felst starfið þitt? Sjá ehf. aðstoðar fyrirtæki við að gera vefsíður og kerfi notendavæn og skilvirk. Segja má að ráðgjöfin okkar sé tvíþætt. Annars vegar að meta hvort hönnun eða uppsetning á vef eða kerfi er notendavæn og samkvæmt væntingum notenda. Þetta er afar mikilvægt að fara í gegnum áður en kostuð er markaðssetning á vef og fjölmörg dæmi sýna að margir eru enn að flaska á þessu. Hins vegar felst ráðgjöfin okkar í að aðstoða fyrirtæki við stefnumótun og þarfagreiningu á vefjum, bæði ytri sem innri vefjum. Til þess að gera þetta notum við ýmsar aðferðir eins og úttektir, viðtöl, rýnihópa, fylgjumst með fólki nota kerfi og hvernig því gengur að átta sig á virkni þess. Hvaða nám/námsgráðu hefur þú, hvar lært, hve lengi ? Ég er með mastersgráðu (MSc) í Vinnusálfræði frá University of Hertfordshire í Englandi síðan 1995 sem ég tók nokkurn veginn í kjölfar BA prófs í sálfræði frá Háskóla Íslands. Átti reyndar elsta barnið mitt þarna á milli. BA námið kláraði ég á þremur árum og MA námið var þriggja anna nám. Hvernig kom það til að þú ákvaðst að vinna við þetta? Ég get ekki sagt að ég hafi komið úr námi alveg ákveðin í að gera það sem ég er að gera í dag síður en svo. En áhuginn á þessu til viðbótar við það sem maður hefur lært og gert hefur kannski frekar komið mér í það sem ég er að gera nú. Eftir að ég kom heim úr námi fór ég að vinna að ýmsum sjálfstæðum verkefnum sem tengdust Netinu, í samstarfi við félaga minn. Vefsíður voru þarna að líta dagsins ljós í mjög einfaldri mynd miðað við þær kröfur sem við gerum nú í dag, en hugmyndir þeirra sem eitthvað voru að pæla á þessum tíma voru hins vegar mjög metnaðarfullar enda netvæðingin á góðri siglingu. Ég held að ég hafi lært mikið af því að hafa verið að vasast í þessu þarna á frumstigi vefsíðugerðarinnar. Fljótlega eftir heimkomuna úr náminu tók ég að mér starf í félagsmála- ráðuneytinu við mat á þjónustu og úrvinnslu tölulegra upplýsinga í tengslum við viðræður um flutning málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga. Þegar útt ektinni lauk var ég fastráðin þar sem deildarsérfræðingur. Eftir nokkur afar skemmtileg og góð ár í félagsmálaráðuneytinu ákvað ég að fara í frekara nám, fékk námsleyfi þaðan og hóf nám í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík. Um leið og ég hóf námið tók ég að mér verkefnastjórn hjá Íslensku vefstofunni sem þá var í eigu Flugleiða og Teymis og fljótlega var ég komin í fulla vinnu þar og lagði frekara nám á hilluna. Á þessum tíma var Íslenska vefstofan eins og aðrar vefstofur þá í mikilli sókn, fyrirtæki voru flest að koma sér upp vefsíðum og þau stærri voru að fara út í flóknari lausnir. Þarna upplifðum við þrjár sem síðar stofnuðum Sjá ehf. að það vantaði þjónustuþátt sem fælist í að meta á hlutlausan og betri hátt hvort sú hönnun sem vefstofurnar skiluðu væri skiljanleg notendum og að þær niðurstöður vildum við sjá skila sér til baka til hönnuðanna og fyrirtækjanna. Einnig fannst okkur þörf á því að vinna nánar með fyrirtækjunum í stefnumótun og þarfagreiningu en gert var á þessum tíma. Sjá verður því til upp úr þessu og er núna fimm ára gamalt fyrirtæki. Hvað hefurðu unnið við þetta lengi? Eins og fram kom hér fyrir ofan hef ég verið með annan fótinn ef ekki báða á þessum vettvangi frá því 1995. Sjá ehf. var hins vegar stofnað árið 2001 og er því 5 ára á þessu ári. Hvernig er vinnuumhverfið? Einkenni vinnuumhverfisins er fyrst og fremst fjölbreytni. Hún felst í því að með því að sinna þeirri ráðgjöf sem við gerum höfum við tækifæri til að kynnast fjölda fyrirtækja, starfsfólki þeirra og notenda. Þegar ég fer að hugsa um það þá er þetta jafnvel það besta sem fylgir ráðgjafastarfinu. Í hverju fyrirtæki er ólík menning og mismunandi taktur í vinnubrögðum sem gerir starfið svo lifandi. Það sama má segja um vefsíðurnar og kerfin, þær eru eins ólíkar og þær eru margar og maður er alltaf að læra eitthvað nýtt í gegnum það að fylgjast með hvernig fólk notar vefi og kerfi. Hvaða störf bjóðast þér með þessa menntun? Einhvern veginn á ég erfitt með að svara þessari spurningu á einfaldan hátt, alla vega er ekki hægt að telja upp einhver nokkur starfsheiti sem dæmi. „ Að miklu leyti tel ég að ofangreint karlaveldi haldi mörgum konum frá geiranum og hann virðist þeim ekki eins spennandi og hann er nefnilega í raun og veru. Hann verður svona pínu táfýlulegur. “ Áslaug María Friðriksdóttir Berglind Káradóttir „En það verður að viðurkennast að þær verða enn að hafa mun meira fyrir því að sanna sig heldur en karlmenn, og í raun verða þær oft að vera töluvert betri til að eftir því sé tekið. Afar ósanngjarnt en svona virðist þetta ennþá vera.“

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.