Tölvumál - 01.06.2006, Blaðsíða 36

Tölvumál - 01.06.2006, Blaðsíða 36
3 6 | T Ö LV U M Á L T Ö LV U M Á L | 3 7 Stöðug tilraunastarfsemi Allir geta notið efnisins en hægt er að gerast áskrifandi að vefnum. Nýverið bætti Þorsteinn við virkni vefsins og geta nú áskrifendur sótt eldra efni, horft á efni á vefnum í fullri skjámynd og hlaðið niður efni frá vefnum í i-pod spilara. ,,Gott verkefni þarf stöðuga framþróun og þetta er bara liður í því.’’ Hann bætir því við að hann hafi upphaflega lagt upp með að efnið myndi lifa stutt á vefnum en áskrifendur vildu geta komist í eldra efni þegar þeim sýndist svo. ,,Það þarf stöðugt að prófa sig áfram og sjá hvað virkar.” Þúsundþjalasmiður að störfum Þorsteinn sinnir öllum störfum á fjölmiðli sínum, er allt í senn, fréttamaður, þáttagerðarmaður, myndatökumaður, klippari og hljóðmaður. ,,Ég fór af stað í þetta verkefni svo ég gæti unnið efnið á eigin forsendum, ég vildi ekki þurfa að vera háður neinum sérstökum reglum um tímamörk eða efnistökum, nú eða auglýsendum.” Þorsteinn hefur látið þennan vefmiðil vaxa á orðsporinu einu saman og með honum stendur harður kjarni eitt hundrað áhugasamra áskrifenda. ,,Þetta dugar til þess að standa undir kostnaði eins og til dæmis hýsingu og mér finnst mjög mikilvægt að vera ekki háður auglýsendum eða styrktaraðilum. Ég geri mér jafnframt góðar vonir um að áskrifendahópurinn fari stækkandi, nú þegar tímaritinu vex stöðugt fiskur um hrygg. Það voru margir sem litu á þetta sem tilraun, sem það er alls ekki. Þetta líf. Þetta líf. er veruleiki! ” Hröð tækniþróun Í byrjun lagðist Þorsteinn í mikla vinnu í að velja spilara sem nýttur var á vefsetrinu með það fyrir augum að gera upplifun notenda sem besta, enda segir hann markaðinn vera afar kröfuharðan. Quicktime spilarinn varð fyrir valinu hjá Þorsteini, bæði vegna þess að afspilun er í miklum gæðum og hann byrjar að spila efnið um leið og notandinn setur spilun af stað. Þar að auki hefur hann mikla útbreiðslu þar sem flestir tölvunotendur hafa sótt Quicktime spilarann með i-tunes hugbúnaðinum frá Apple. ,,Ég er mikill fjölmiðlunar á Netinu Makkamaður en ég hefði kannski valið eitthvað annað ef Quicktime hefði ekki verið með þessa útbreiðslu. Það er greinilegt að þróunin er mjög hröð í þessum efnum á Netinu núna. Windows Media spilarinn hefur stórbatnað og svo er Flash 8 spilarinn væntanlegur en margir hafa miklar væntingar til hans. Það er hreint frábært hvað Quick time 7 spilarinn er að skila miklum gæðum, með H.264 pressun og það skilar sér mjög vel í I-pod. Þá má svo tengja beint við skjá eða sjónvarp og horfa á efnið þar. Ég held að sú sjónvarpstækni sem við erum að sjá núna, sé bara byrjunin, líkt og þegar fyrstu módemin komu og hringdu inn með tilheyrandi óhljóðum.” Vill meiri djörfung hjá vefmiðlum Að sögn Þorsteins eru fjölmörg ónýtt tækifæri í miðlun á Netinu hér á landi. ,,Mér finnst menn ekki gera nægilega mikið af því að prófa sig áfram með þennan miðil. Menn leyfa ekki sérkennum miðilsins og möguleikum hans að njóta sín. Á Netinu er hægt að framleiða og birta efni jafn óðum en það ríkir mikið tregðulögmál að koma efni að í öðrum miðlum. Það getur til dæmis tekið marga mánuði eða jafnvel ár að koma efni í sjónvarp og framleiðendur bera oft lítið úr býtum. Þannig var þetta með umfjöllunina um Ásu ömmu, ég gat sýnt efnið strax á vefnum um leið og ég var búinn að klippa það.“ Þorsteinn telur einnig að fréttamiðlun á Netinu ætti oft að vera beinskeyttari og meira miðuð við að sýna atburði um leið og þeir gerast. ,,Það er alltof mikið að því að endurskapa einhverskonar bókasöfn á fréttamiðlunum, segja ítarlega frá bakgrunni atburða en það vantar oft að fara á staðinn og segja frá atburðum og túlka þá um leið og þeir gerast. Þetta hefur reyndar breyst verulega með tilkomu NFS fréttastöðvarinnar, sem getur sent beint út af vetttvangi fyrirvaralítið. En ég held að menn ættu að líta á netmiðla, sem sjálfstæðan veruleika, en ekki bara sem aukabúgrein við annan rekstur. Þetta er að renna saman við sjónvarpið og dreifingin er á heimsmælikvarða, það gildir einu hvort ég er í Madrid eða smáíbúðahverfinu í Reykjavík, efnið er tiltækt, núna.’’ Fjölmiðlamaðurinn Þorsteinn J. Vilhjálmsson hefur haldið úti eigin veffjölmiðli á slóðinni www.thorsteinnj.is undir heitinu Þetta líf. Þetta líf. síðan í ársbyrjun 2005. Á vefsetrinu hefur Þorsteinn sett fram svipmyndir úr mannlífsflórunni í stuttmyndaformi og tekið á málefnum sem ekki hafa alltaf átt greiða leið í hefðbundnari fjölmiðla. Kunnust er sjálfsagt umfjöllun Þorsteins um Ásu ömmu en heimildarmynd hans sem átti uppruna sinn á vefnum var sýnd í Ríkissjónvarpinu og vakti mikla athygli og umtal. Vefurinn hefur hlotið upphefð erlendis, var tilnefndur til Prix Europa fjölmiðlaverðlaunanna í september í fyrra. Í eilífri leit // Viðtal: Jón Heiðar Þorsteinsson

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.