Tölvumál - 01.06.2006, Blaðsíða 41

Tölvumál - 01.06.2006, Blaðsíða 41
4 0 | T Ö LV U M Á L T Ö LV U M Á L | 4 1 Á dögunum fékk Eyður upphringingu frá tengdamóður sinni sem var í miklum vandræðum. Hún hafði nýlega fengið sér áskrift að stafrænu sjónvarpi hjá öðru fyrirtækinu sem býður slíkar útsendingar en núna átti hún í vandræðum. Hún gat ekki lengur nýtt VHS myndbandstækið sitt sem var af fínustu og flottustu gerð fyrir nokkrum árum síðan, ekki heldur gat hún með góðu móti nýtt sér DVD mynddiskaspilara sinn. Verst þótti henni að hafa misst út möguleikann á því að horfa á aðra af ókeypis innlendu stöðvunum sem sjónvarpsunnendur á höfuðborgarsvæðinu geta fylgst með. Mágar Eyðs höfðu báðir gert atlögu að því að tengja VHS myndbandstækið og ná inn fríu stöðinni en ekki haft erindi sem erfiði. Tengdamóðirin hafði lagst í nokkra rannsóknarvinnu og taldi líklegt að það vantaði svokallað SCART snúru á milli myndbandstækisins og sjónvarpsins. Rétt er að taka fram að tengdamóðir Eyðs er lunkin við að nýta sér tæknina og á til dæmis heimilistölvu með öflugri nettengingu sem hún nýtir sér við leik og störf af miklum þrótti. Kvíðahnútur myndaðist í maga Eyðs enda sá hann fram á mikla baráttu við snúrur og græjur, eitthvað sem hann er ekkert sérstaklega fær í. En forsjónin greip inn í, tengdamamma virtist skynja óróleika Eyðs og læddi út úr sér að hugsanlega væri best að fá fagmann til að líta á þetta. Eyður jánkaði því enda sjálfur í mestu vandræðum með að fá stafrænar útsendingar hjá sér til að virka. Talið var leitt að öðru og sjónvarpssorgir voru geymdar þar til síðar. Þjónusta sjónvarpsstöðva og símafyrirtækja hefur stóraukist þar sem hægt er að fá fjölda innlendra og erlendra stöðva með því að fá afruglara sem ýmist eru tengdir við örbylgjuloftnet eða við símalínu í gegnum beini (e. Router). Nýlega kom myndveita (VOD) á markaðinn sem kemur í staðinn fyrir heimsókn í myndbandaleigur. Myndveitur á Netinu eru einnig komnar til sögunnar og lengi hafa netverjar stundað að dreifa og sækja mislöglegt efni á Netinu. Íslendingar eru duglegir að kaupa sér nýjustu tækni og horfa mikið á sjónvarp og fjölmiðlafyrirtækin hafa mikla trú á getu hins almenna viðskiptavinar til þess að nýta sér ýtrustu möguleika stafrænna sjónvarpsútsendinga. Fleiri ætla sér inn á þennan markað með einum eða öðrum hætti. Internetfyrirtækið Hive ætlar sér að hefja sjónvarpsútsendingar samkvæmt vefsetri þess sjónvarpið og Orkuveitan og Síminn vinna eða hafa unnið að breiðbandsvæðingu heimilanna á höfuðborgarsvæðinu. Eyður heyrði það meira segja haft eftir markaðsstjóra eins fjölmiðlafyrirtækjanna að neytendur vildu fá fleiri myndlykla inn á heimili sín. Hvort þetta sé alveg rétt haft eftir skal ósagt látið en tæknivæðingin heldur áfram af miklum krafti með tilheyrandi fjölda nýrra tækja sem þarf að kunna á og tengjast. Eyði létti því nokkuð þegar tilkynnt var um samkomulag 365 miðla og Símans um að dreifa innlendum stöðvum hvors annars. Fleiri en einstakar tengdamæður eiga væntanlega í vandræðum með að láta tæknina virka eins og lagt er upp með. Flest heimili eiga VHS tæki, DVD tæki og síðan bætast við afruglarar fyrir Digital Ísland frá 365 eða Sjónvarp yfir ADSL sem Skjárinn býður. Í fyrrnefnda dæminu þarf að tengjast örbylgjuloftneti en í síðarnefnda er tengst beini (e. Router). Mynd- og hljóðgæði ráðast af ýmsum þáttum, til dæmis má nefna útstendingarskilyrði, tengingu við loftnet, virkni búnaðarins sem nýttur er, tengingar í gegnum allskonar snúrur eða styrk og gæði ADSL sambands ef við á. Lendi sjónvarpsunnendur í vandræðum með þessi atriði og nái þeir ekki að leysa úr þeim sjálfir þá þurfa þeir að leita á náðir fagmanna eða þjónustufyrirtækja með tiheyrandi kostnaði og fyrirhöfn. Það má heldur ekki gleyma því að þegar tengingu hefur verið náð þurfa notendur að átta sig á notendaskilum fyrir stafrænt sjónvarp en Eyður sem hefur bæði notað Skjáinn og Digital Ísland var í nokkra stund að átta sig á hvernig þau áttu að virka. Í báðum tilfellum höfðu sveiflur vegna útsendingarskilyrða fyrir örbylgjuloftnet og flökt á ADSL sambandi áhrif á virkni viðmótsins, mynd- og hljóðgæði. Eyði grunar í ljósi þessa að þeir sem nái að einfalda virkni, uppsetningu og notendamiðmót stafræns sjónvarps fyrir sjónvarpsglápurum þessa lands muni ná mestum árangri á markaðnum. Í ljósi þeirrar keppni sem er um hylli neytenda hlýtur þetta verkefni að vera fjölmiðlafyrirtækjunum ofarlega í huga eða hvað? Það vonar Eyður að minnsta kosti enda bíður hann á milli vonar og ótta eftir að heyra næst í tengdamömmu. Að þurfa próf á Eyður skrifar:

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.