Tölvumál - 01.06.2006, Blaðsíða 18

Tölvumál - 01.06.2006, Blaðsíða 18
1 8 | T Ö LV U M Á L T Ö LV U M Á L | 1 9 Vaxandi sala á margbrotnum markaði Greiningarfyrirtækið DFC Intelligence telur á árinu 2005 að sala á tölvuleikjum og leikjatölvum hverskonar á heimsvísu hafi numið 28,5 milljarða dollara. Tímaritið The Economist greindi nýverið frá því að sala á tölvuleikjum í Bandaríkjunum einum hefði numið 20 milljörðum dollara á árinu 2004 og er það meira en miðasala í kvikmyndahúsi nam þar í landi það árið. DFC Intelligence telur að salan verði komin upp í 42 milljarða dollara árið 2010. Leikjaframleiðendur reyna stöðugt að finna leiðir til að höfða til neytenda og hægt er að spila ótal tegundir af tölvuleikjum, menn geta tekið þátt í söngvakeppni, stýrt stórstyrjöldum eða einfaldlega lagt kapal. Vaxandi hluti af nútímamenningu og lifnaðarháttum Tölvuleikir hafa ekki notið sömu virðingar og tónlist eða kvikmyndir. Þetta mun sjálfsagt breytast enda sýna bandarískar rannsóknir tölvuleikjaframleiðanda að meðalaldur þeirra sem spila tölvuleiki er 30 ár. 43% þeirra sem spila tölvuleiki eru á aldrinum 18 – 49 ára en 35% þeirra sem spila tölvuleiki eru yngri en 18 ára. BAFTA verðlaunin bresku munu framvegis verða veitt fyrir tölvuleiki og hið árlega World Cyber Games alþjóðamót í tölvuleikjum sem síðast haldið var í Singapore í fyrra verður sífellt vinsælla. Meira en 1,2 milljón manns tóku þátt í forkeppninni í 67 löndum og verðlaunafé sem gefið var af Samsung og Intel nam meira en 2,5 milljón dollurum. Ekki má gleyma Cyberathelete Professional League (CPL) og CPL world tour þar sem lið frá öllum heimshornum keppa um verðlaunafé sem getur numið upp í 1 milljón dollara fyrir hverja keppnisgrein. Talið er að 300 milljón manns um allan heim stundi tölvuleiki á Netinu og í Nýjar leikjatölvur á leiðinni á markaðinn og netspilun verður sífellt vinsælli Það er ekki hægt að fjalla um stafræna miðlun, dreifingu og afþreyingu án þess að skoða tölvuleikjaiðnaðinn. Íslendingar þekkja vel árangur íslenska leikjafyrirtækisins CCP með fjölspilunarleik sinn EvE Online en tugþúsundir manna um allan heim stíga inn í annan heim með því að taka þátt í geimævintýrinu íslenska. nýlegri grein breska tímaritsins The Economist er talið að þessi fjöldi muni tvöfaldast á næstu tíu árum. Nú líta auglýsendur þennan nýja miðil hýru auga og frægt er orðið þegar Bandaríkjaher gaf út fullkominn tölvuleik, America´s Army, til að fá ungt fólk til liðs við sig. Vaxandi vinsældir á Íslandi Hér á landi eru tölvuleikir vinsæl afþreying en eins og víðar í heiminum virðast spilarar fremur vera karlkyns og í yngri kantinum. Innflutningur á tölvuleikjum í formi geisladiska jókst um 62% á árunum 2000 – 2005. Einungis eitt af hverjum tíu íslenskum heimilum er ekki með tölvu og fjögur af hverjum tíu heimilum eru með leikjatölvu. Meira en átta af hverjum tíu heimilum er með internettengingu. Næstum því átta af hverjum 10 karlkyns internetnotendum á aldrinum 16-24 ára hafa spilað eða sótt sér tölvuleik, náð í tónlist eða myndir af internetinu á árinu 2004. Samsvarandi hlutfall fyrir kvenkyns notendur er 46%. Munur sem er á milli kvenna og karla hverfur í aldurshópnum 55-74 ára. Sveiflukenndur iðnaður Tölvuleikjaiðnaðurinn er sveiflukenndur. Hver sveifla hefst með því að nýr vélbúnaður, tölvur eða leikjatölvur eru settar á markaðinn. “Frumkvöðlar” eru fyrstir til að tileinka sér nýja tækni og í kjölfarið fylgir fjöldinn og þá lækkar verðið. Þegar mettun er náð hægist á sölu á vélbúnaði og leikjum á meðan beðið er eftir nýjum leikjatölvum eða tækni. Stór hluti tölvuleikja er framleiddur fyrir venjulegar heimilistölvur og mikið af endurnýjunarþörf heimilistölva er vegna sífellt fullkomnari leikja. Leikur einn // Jón Heiðar Þorsteinsson

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.