Tölvumál - 01.06.2006, Blaðsíða 42

Tölvumál - 01.06.2006, Blaðsíða 42
4 2 | T Ö LV U M Á L T Ö LV U M Á L | 4 3 18. janúar Fyrsti fundur starfsársins var á vegum Fókus, faghóps um upplýsingatækni í heilbrigðisþjónustu. Hann fjallaði um notkun strikamerkja í heilbrigðisgeiranum og var haldinn á Heilsuverndarstöðinni á Barónsstíg. 19. janúar Aðalfundur (eða skýrslufundur) Öldungadeildarinnar var haldinn á skrifstofu félagsins, Laugavegi 178. Dagskrá var skv. lögum félagsins en m.a. var fjölgað í stjórn faghópsins og er Öldungaráð nú skipað fimm félögum. 24. janúar UT-dagurinn var haldinn í lok janúar en að honum stóðu forsætisráðuneyti, iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti, samgönguráðuneyti og fjármálaráðuneyti í samstarfi við Póst- og fjarskiptastofnun, Samtök upplýsingatæknifyrirt ækja og Skýrslutæknifélagið. Einn af viðburðum dagsins var ráðstefna sem haldin var á Nordica hóteli undir yfirskriftinni: Tæknin og tækifærin - Ráðstefna um áhrif og ávinning, framtíðarsýn og áhugaverð verkefni stjórnvalda. Þátttakendur á ráðstefnunni voru 300. 31. janúar UT-konur stóðu fyrir morgunverðarfundi um IP-símatækni sem tókst mjög vel. Það má segja frá því að á þennan fund mættu einnig nokkrir karlmenn. 9. febrúar Aðalfundur Ský var haldinn á Grand hótel Reykjavík og var dagskrá samkvæmt samþykktum félagsins. 14. febrúar Öldungadeildin hélt félagafund í Tæknigarði en að þessu sinni var umræðuefni fundarins fortíðin sem er í takt við megin umfjöllunarefni þessa faghóps sem er ritun og varðveisla sögu tölvunnar og upplýsingatækninnar á Íslandi. 2. mars Hádegisverðarfundur undir heitinu Vefur 2,0 - Ertu tilbúinn? Fjölmennur fundur um forritunarmál á vefnum sem var haldinn á Grand Hótel Reykjavík. Þátttakendur tæplega 130. 9. mars Útrás UT-kvenna á Kaffi Sólón, en Edda Björgvins spjallaði á léttum nótum um bit & bite. 16. mars Hádegisverðarfundur á Grand hótel um framfarir í opinberri þjónustu, en fundurinn var haldinn í samstarfi við dóms-og kirkjumálaráðuneytið. Á fundinn komu rúmlega 130 manns. 23. mars Fókus ráðstefna um rafræna sjúkraskrá – Til hvers og fyrir hvern? Hálfsdagsráðstefna haldin á Grand hótel. Þátttakendur voru um áttatíu. Fengum fyrirlesara frá Bretlandi, John Bryden, en hann er stjórnarmaður í EFMI, sem eru Evrópusamtök upplýsingatæknifólks í heilbrigðiskerfinu. 25. apríl Öldungadeildin hélt félagafund þar sem málefni húsanefndar voru m.a. rædd en að þessu sinni var fundurinn haldinn hjá Skýrr. 26.apríl Aðalfundur UT-kvenna haldinn í Háskólanum í Reykjavík. Í tilefni aðalfundarins var svo fenginn fyrirlesari til að halda erindi undir yfirskriftinni: Vilja konur (ekki) vera nördar? 5.maí Hugbúnaðarlausnir fyrir þjónustu- og eða símaver voru kynntar á hálfsdags ráðstefnu á Nordica föstudaginn 5. maí. Sjö fyrirtæki kynntu sínar lausnir en jafnframt sögðu fyrirtæki reynslusögur. Í lokin var svo sýning á ákveðnum lausnum og léttar veitingar. 17. maí Fókus fundur um Snomed í samvinnu við nám í upplýsingatækni á heilbrigðissviði við HÍ undir yfirskriftinnni: Aðferðafræði við vörpun hugtaka yfir í Snomed CT. Fundurinn var haldinn í Eirbergi. 1. júní Hádegisverðarfundur um langtímavarðveislu gagna þar sem spurt var: Verða gögnin þín enn læsileg árið 2046? Yfirlit yfir fundi og atburði hjá Skýrslutæknifélagi Íslands fyrri hluta ársins 2006 Síðan síðast...

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.