Tölvumál - 01.06.2006, Blaðsíða 9

Tölvumál - 01.06.2006, Blaðsíða 9
8 | T Ö LV U M Á L T Ö LV U M Á L | 9 Oft hefur því verið fleygt fram að konur hafi ekki jafn mikinn áhuga á tölvum og tækni eins og karlar og það útskýri hvers vegna konur eru ekki fleiri í störfum tengdum tölvum og raun ber vitni. Tölvumál fór því á stjá og tók viðtöl við þrjár áhugaverðar konur í ólíkum störfum í tölvugeiranum. // Berglind Káradóttir Við hvað starfar þú? Ég er margmiðlunarforritari hjá fyrirtækinu Gagarín ehf. Ég hef verið yfirforritari í ýmsum stórum verkefnum, svo sem margmiðlunarsýningunni í grunnsýningu Þjóðminjasafns Íslands, og einnig verkefnisstjóri í minni verkefnum, t.d. í væntanlegu margmiðlunarsetri í Landnámsskálanum við Aðalstræti. Hvaða nám/námsgráðu hefur þú, hvar hefur þú lært og hve lengi? Eftir stúdentspróf tók ég fyrst kerfisfræði við Háskólann í Reykjavík og kláraði svo þaðan B.Sc. í tölvunarfræði með viðskiptafræði sem aukagrein. Þetta voru samtals þrjú ár í Háskólanum í Reykjavík. Því næst fór ég til London þar sem ég tók M.Sc. í Interactive Multimedia frá University of Westminster (12 mánuðir). Auk þessa hef ég farið á nokkur námskeið í ýmsu tengdu mínu starfi, t.d. sumarnámskeið í undirstöðuatriðum grafískrar hönnunar í Kröftugar UT-konur Wimbledon School of Art, o.fl. Hvernig kom það til að þú ákvaðst að vinna við þetta? Margmiðlun heillaði mig þar sem ég fann í henni vettvang til að vinna við tölvunarfræði á skapandi hátt, en það átti vel við mig. Í stað þess að vinna í „hreinni“ forritun, þ.e.a.s. eingöngu kóðavinnslu, býður margmiðlun upp á fjölbreytileika forritunar, myndvinnslu, hljóðvinnslu og hugmyndavinnu með fólki úr mörgum ólíkum geirum. Hvað hefur þú starfað lengi á þessum vettvangi? Ég kláraði mastersnámið fyrir rúmum 3 árum og hef starfað við þetta síðan. Hvernig er vinnuumhverfið? Vinnuumhverfið er mjög þægilegt, fjölbreytt og skapandi þar sem hver einstaklingur fær að njóta sín, enda er stefnt að því að nýta hæfileika hvers og eins til að fá framúrskarandi heild. Í margmiðlun vinna oft náið saman hönnuðir, forritarar, handritshöfundar, kvikmyndagerðarmenn og fleiri. Vinna á þessu sviði verður svo sannarlega aldrei einhæf eða leiðigjörn. Hvaða störf bjóðast þér með þessa menntun? Forritun, ráðgjöf, verkefnisstjórnun og fleira. Fólk verður svolítið að velja og hafna. Verður þú vör við að í þessari starfsgrein sé „karlaveldi“? Auðvitað er enn ríkjandi sterkt karlaveldi í tölvugeiranum, en þó verð ég persónulega ekki mikið vör við það. Af föstum starfsmönnum innan þessa fyrirtækis eru nefnilega tæplega 50% kvenkyns. Okkar hlutfall lækkar þó til muna ef taldir eru með allir þeir verktakar sem koma að ýmsum verkefnum fyrirtækisins. // Viðtöl: Gyða Einarsdóttir // Forritari hjá KB banka

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.