Tölvumál - 01.06.2006, Blaðsíða 14

Tölvumál - 01.06.2006, Blaðsíða 14
1 4 | T Ö LV U M Á L T Ö LV U M Á L | 1 5 Þetta þýddi að margreynt viðskiptamódel sem byggði á sölu á geisladiskum og kynningu á stórstjörnum komst í uppnám. Tónlistarunnendur einfaldlega meðhöndluðu og dreifðu tónlist eins og þeim hentaði. Brugðist var við með lögsóknum og baráttu gegn niðurhali og miðlun tónlistar á milli notenda á Netinu enda áttuðu sig fá fyrirtæki í tónlistariðnaðinum á því hvernig væri best að bregðast við þessari þróun. Það er kunnara en frá þarf að segja að fyrirtæki eins og Apple hafa nýtt sér þessar breytingar og komið til móts við neytendur með því að bjóða notendavæna iPod spilara og opnað tónlistarbúð á Netinu þar sem hægt er að kaupa stök lög á lágu verði. Á skömmum tíma er Apple orðið að stórveldi í tónlistarbransanum og Steve Jobs einn valdamesti maður hans. Ef menn vilja dreifa tónlist verða þeir að taka tillit til Apple og óska fyrirtækisins um verðlagningu. Hver hefði getað ímyndað sér það fyrir nokkrum árum síðan? Frumkvæði notenda og tæknifyrirtækja Það er betur þekkt í markaðsfræðum að nýjungar komi frá fyrirtækjum og frumkvöðlum sem breyta leikreglum markaðarins með því að koma betur til móts við viðskiptavini sína en áður eða uppgötvi markaði sem enginn sinnti áður. Meðal þeirra höfunda sem hafa fjallað töluvert um þetta eru W. Chan Kim og Renée Mauborgne en í frægri grein þeirra sem birtist árið – er kvikmyndaiðnaðurinn næstur? Tónlistariðnaðurinn er líklega sá hluti afþreyingariðnaðarins sem hefur fundið mest fyrir stafrænu byltingunni. Tónlistarmenn og útgáfufyrirtæki stóðu skyndilega frammi fyrir því að viðskiptavinir þeirra gátu nálgast vöru þeirra ókeypis og deildu henni óspart með hvorum öðrum. Til þess notuðu þeir nýja tölvu- og nettækni sem margir í tónlistariðnaðinum höfðu aldrei heyrt minnst á. Allt í einu þurftu menn að kunna skil á netfyrirtækjum eins og Napster og tæknihugtökum eins og bandvídd, MP3 staðlinum, jafningjanetum (P2P) og gíga- og megabætum. 1999 í tímaritinu The Harvard Business Review fjölluðu þau um hvernig frumkvöðlar og leiðandi fyrirtæki hafa nálgast markaðinn á árangursríkan hátt. Þau nefna sérstaklega tískufataframleiðandann Ralph Lauren, Borders bókabúðirnar, Bloomberg markaðsupplýsingakerfi, ljósaframleiðslu Philips, Starbucks kaffihúsin, Home Depot byggingarvöruverslanirnar og Quicken fjármálahugbúnaðinn frá Intuit. Kim og Mauborgne setja fram módel um hvernig fyrirtæki og frumkvöðlar geta greint ráðandi viðskiptamódel eða virðiskúrvu (e. Value Curve) með það fyrir augum að endurskoða það. Þau telja að fyrirtæki og frumkvöðlar þurfi í raun aðeins að spyrja fjögurra spurninga um markaðinn til þess að endurskilgreina hann (sjá mynd 1). Í kjölfarið megi sýna nýja virðiskúrvu og bera hana saman við þá sem á að skipta út með myndrænum hætti. Með því að nýta sér Netið hafa tónlistarunnendur dregið úr eða útrýmt: • Umbúðum, óumbeðnum lögum. • Kostnaði við að kaupa eða hlusta á tónlist • Geymsluplássi sem þarf undir tónlist, harðir diskar eða spilarar taka minna pláss en geisladiskar • Dregið hefur verið úr hljóðgæðum sem neytendur eru tilbúnir til að sætta Neytendur hafa tekiðvöldin í tónlistinni

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.