Tölvumál - 01.06.2006, Blaðsíða 6

Tölvumál - 01.06.2006, Blaðsíða 6
6 | T Ö LV U M Á L T Ö LV U M Á L | 7 Efnisgáttir Og Vodafone og Símans nefnast annars vegar Vodafone live! og hins vegar Dælan en grunnurinn á bak við tæknina er svokölluð EDGE tækni - Enhanced Data Rates for Global Evolution - sem margfaldar flutningsgetu í farsímum viðskiptavina. „Til að senda og sækja efni frá farsímum er notast við nokkrar mismunandi gerðir af burðarlagi. SMS hefur hingað til verið mikilvægasta burðarlag fyrir gagnaflutning í GSM og þjónað mörgum gerðum af þjónustu. Á síðustu árum hafa bæst við nýir möguleikar eins og GPRS og Edge – EGPRS - sem bjóða mun hraðvirkari flutning á gögnum. Ofan á þessi tvö burðarlög eru sett „hærri“ samskipti eins og samskipti við vafra, flutningur á MMS skeytum eða samskipti við önnur forrit í GSM tækinu. Með GPRS og EDGE eru símtækin að tengjast við Internetið yfir pakkaskipta samskiptamáta IP og þá má segja að Internetið sé komið í farsímann. Næsta kynslóð farsímakerfa, þ.e. 3. kynslóðin, mun svo hafa ennþá hraðari gagnaflutning,“ segir Eva. Mismunandi leiðir eru í boði til að kaupa þá afþreyingu sem símafyrirtækin bjóða upp á í gegnum GSM síma. Viðskiptavinir Símans geta t.d. sótt efni segja upplýsingafulltrúar Og Vodafone og Símans Í samræmi við aukna tækni á sviði GSM síma hefur vöruframboð á ýmis konar þjónustu fyrir notendur vaxið til muna síðastliðin misserin. Efnisgáttir fyrir GSM síma gera notendum kleift að ná í fjölbreytta þjónustu í gegnum GSM símann, svo sem myndskeið, fréttir, tölvuleiki, MP3 hringitóna og margt fleira. Að sögn þeirra Evu Magnúsdóttur, upplýsingafulltrúa Símans, og Gísla Þorsteinssonar, upplýsingafulltrúa Og Vodafone, njóta efnisgáttir fyrir GSM síma mikilla vinsælda á meðal fólks í ýmsum aldurshópum og sjá þau fram á spennandi tíma á þessu sviði þar sem þróunin sé afar hröð. gegnum Netið í GSM símanum, með VIT valmynd eða sent SMS á ákveðið þjónustunúmer til að panta þjónustuna en Eva segir að mesta úrvalið sé í gegnum Netið, annað hvort í GSM símanum eða í tölvunni. Og Vodafone er hins vegar með sérstaka Vodafone live! GSM síma sem þarf til þess að notfæra sér þjónustuna. „Um er að ræða hefðbundna GSM síma nema að þeir gera notendum sínum einnig mögulegt að tengjast Vodafone live!. Með Vodafone live! er hægt að sækja mikið úrval af innlendum og erlendum MP3 hringitónum, skoða mörk úr ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeild Evrópu, nýjustu farsímaleikina, fréttir frá NFS og margt fleira,“ segir Gísli. Hæsta verð 499 krónur Spurð um verð á þjónustunni segja Eva og Gísli að hringitónar, skjá- og hreyfimyndir kosti að hámarki 199 krónur en hæsta verð á leikjum sé 499 krónur. „Verðið er í raun misjafnt eftir um hvaða efni er að ræða og í hvaða gæðum það er,“ segir Eva og að sögn Gísla eru oft tilboð til notenda sem geri þeim mögulegt að kaupa þjónustu á lægra verði. Efnis // G ísl i Þ or ste ins so n h já Og Vo da fon e // E va M ag nú sd ótt ir h já Sí ma nu m njóta mikilla vinsælda //Viðtöl: Halldór Jón Garðarsson

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.