Tölvumál - 01.06.2006, Blaðsíða 20

Tölvumál - 01.06.2006, Blaðsíða 20
2 0 | T Ö LV U M Á L T Ö LV U M Á L | 2 1 Innflutningur á margmiðlunardiskum með leikjum 2000 – 2005. Heimild: Hagstofa Íslands. Tæknibúnaður íslenskra heimila árið 2005. Heimild: Hagstofa Íslands. Hlutfall íslenskra internetnotenda sem hafa spilað eða sótt sér tölvuleiki, tónlist eða myndir af interneti 2004 og 2005. Heimild: Hagstofa Íslands. að verða á undan bæði Nintendo og Microsoft. PS2 vélin gat spilað eldri leiki úr Playstion, virkaði sem DVD spilari, mikill fjöldi leikjaframleiðanda framleiddi vélina og tryggði þetta hylli neytenda. Xbox vélin frá Microsoft höfðaði til reyndra spilara með leikjum eins og Halo skotleikjunum og netspilun á Xbox Live leikjagáttinni. Microsoft ætlar sér að steypa Sony af stóli með Xbox 360. Þetta ætlar Microsoft að gera með því að sækja að Sony og Nintendo á heimavelli í Japan, öflugri markaðssetningu sem felur í sér samstarf við MTV sjónvarpsstöðina, sölu á Xbox 360 við hliðina á háskerpusjónvörpum í verslunum víða um heim og með því að leggja áherslu á netspilunarmöguleika. Markmið Microsoft er að selja 4,5 – 5,5 milljón Xbox 360 vélar á fyrstu sex mánuðum 2006. Sony treystir á nýja tækni, bæði mjög öflugan Cell örgjörva sem á að vera 35 sinnum hraðvirkari en sá örgjörvi sem PS2 byggir á. PS3 nýtir nýjan DVD staðal sem nefnist Blu ray. Það eru vandamál sem tengjast höfundarétti á Blu ray tækninni sem hafa frestað markaðssetningu PS3. Það kemur ekki á óvart að Sony ætlar sér að opna netspilunarþjónustu fyrir PS3. Litið er á PS3 leikjatölvuna sem prófraun á Sony þar sem fyrirtækið ætlar sér að nota Cell örgjörvann í fleiri raftæki og berst við Toshiba um DVD staðla en Toshiba er reyndar meðal þeirra fyrirtækja sem halda fram HD-DVD staðlinum. Bill Gates hefur reyndar lýst því yfir að hugsanlega muni nýjar útgáfur af Xbox 360 hafa HD-DVD drif. Fresturinn á PS3 er því áfall fyrir Sony. Sony ætlar að selja 1 milljón véla á mánuði eftir að hún kemur á markað Endimörk vaxtar leikjatölvumarkaðarins í nánd? Á það er bent að tæknin sem notuð er í leikjatölvur er að verða dýrari og framleiðslukostnaður eykst. Margir telja líka að til þess að leikir í nýju leikjatölvunum muni ekki njóta sín að fullu nema í háskerpusjónvörpum en það mun taka tíma fyrir slík tæki að ná útbreiðslu hjá almenningi. En það sem skiptir kannski mestu máli er að það vantar metsöluleik fyrir þessar leikjatölvur. Xbox fékk mikinn hljómgrunn þegar Halo leikirnir komu á markaðinn og dreif söluna. Jafnframt er ljóst að tengimöguleikar við Netið og netspilun verður lykillinn að vinsældum leikja og leikjatölva í framtíðinni.

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.