Tölvumál - 01.06.2006, Blaðsíða 12

Tölvumál - 01.06.2006, Blaðsíða 12
1 2 | T Ö LV U M Á L T Ö LV U M Á L | 1 3 Síminn vill þjóna bæði einstaklingum og fyrirtækjum í þessu litla, tæknivædda landi. Vegna þess hvað viðskiptavinirnir eru fljótir að tileinka sér upplýsinga- og fjarskiptatækni þarf fyrirtækið að leita leiða til að hámarka valkosti sína og bjóða viðskiptavinum sínum upp á nýjungar. Og Síminn er ekki einn um það: Auknar kröfur viðskiptavina og hörð samkeppni við áskriftarsjónvarp knýja fjarskiptafyrirtæki um allan heim til að bjóða upp á nýja, verðmæta þjónustu, þar á meðal sjónvarpssendingar, í gegnum netkerfi sín. Þetta getur verið góður og ábatasamur kostur fyrir veitendur, og ódýrari og skilvirkari leið fyrir neytendur til að greiða fyrir og fá aðgang að þeirri þjónustu sem þeir óska eftir. Samstarf við IBM og Thales Í ársbyrjun 2004 ákvað Síminn að bjóða upp á beinar sjónvarpsútsendingar og síðar gagnvirkt sjónvarp til að svara óskum viðskiptavina sinna um sjónvarpsáskriftarpakka, háhraðainternetþjónustu- og símaþjónustu og boða komu Símans inn í heim ,,þríleiksins” (samtvinnuð síma-, sjónvarps- og háhraðaþjónusta). Í undirbúningnum fyrir þetta markmið lagði Síminn mat á mörg fyrirtæki, þar á meðal IBM og Thales, leiðandi samstarfsfélag IBM sem hefur öðlast góðan orðstír á sviði kapal-, gervihnatta- og landlægra netkerfa. SmartVision (SnjallSýn) frá Thales - samhæfð lausn fyrir flutning á pöntuðum eða beinum útsendingum í gegnum háhraðanet - er studd af ýmsum grunnþáttum frá IBM, þ.á.m. netþjónum, gagnageymslubúnaði og ýmsum vefbúnaði. Kerfi IBM og Thales hentaði Símanum fullkomlega og bauð upp á sveigjanlega lausn fyrir dreifingu á sjónvarpi í gegnum háhraðanet - ADSL. Þjónustukerfið samhæft við útsendingar- og háhraðanet Símans Thales og IBM buðu einnig upp á það svigrúm til stækkunar sem Síminn Tæknin á bak við þróað vef- og pantanasjónvarp Símans í ADSL sjónvarpi Þó svo að íbúafjöldinn á Íslandi sé ekki mikill er notkun netkerfistengdra tækja og þjónustu ein sú mesta í heiminum. Við þreytumst sjaldan á því að segja frá því á erlendri grundu hversu framarlega við Íslendingar erum á sviði fjarskipta. Íslendingar eru nýjungagjarnir og landsmenn eru fljótir að tileinka sér nýjustu tæknina. Í lok síðasta árs voru tæplega 90% heimila með tölvur og sláum við flest önnur lönd út hvað varðar tölvunotkun. Á hverjum 100 heimilum eru rúmlega 80 nettengd heimili á Íslandi og sláum við Norðlandaþjóðum og Þjóðverjum við í þeim efnum. Eftirspurnin er mikil og stöðug. IBM setti fram fyrir nokkru áhugaverða reynslusögu – case study – um vefsjónvarp Símans – Skjáinn. þarf til að viðhalda framtíðarvexti og fyrirhugaðri þjónustu með minni áhættu og tilkostnaði. Það spillti heldur ekki fyrir að IBM og Thales höfðu starfað við áþekkar, velheppnaðar framkvæmdir fyrir önnur ríkis- og svæðafjarskipta- fyrirtæki. Það var einnig lykilatriði að Thales gat afhent og samlagað allt þjónustukerfið við það útsendingar- og háhraðanet sem Síminn var með fyrir. Annar kostur var notkun IBM BladeCenter netþjónanna, sem eru bilanaþolin kerfi sem bjóða upp á möguleika til að bæta við sig netþjónum til að keyra forrit frá þriðja aðila. IBM WebSphere hélt síðan utan um þessa eiginleika og bauð upp á skilvirka, sérsniðna grunngerð fyrir pantanasjónvarp. Í júlí 2004 hófst fyrsti áfangi verkefnisins - prufukeyrsla með 300 notendum. Að þeim hluta loknum - sem tók fjóra mánuði og var lokið samkvæmt áætlun - hófu IBM og Thales framkvæmd næsta áfanga. Í honum fólst að setja upp grunn fyrir 4.000 notendur og í kjölfarið kæmi svo uppfærsla sem myndi þjóna 10.000 notendum og marka upphaf almenns framboðs Símans á þessari þjónustu. Kerfið getur nú annað 50.000 notendum og stutt 5.000 gagnastrauma í pantanasjónvarpinu samtímis. 90% landsmanna með aðgang Í dag býðst u.þ.b. 90% landsmanna aðgangur að þjónustunni (10 sjónvarpsrásir). Frá því síðastliðið haust hafa 60 sjónvarpsrásir verið í boði auk gagnvirks sjónvarps. Þannig geta viðskiptavinir Símans og Skjásins pantað sér efni beint úr fjarstýringunni án þess nokkurn tíma að yfirgefa sófann. Síminn hefur greint frá því að á tilteknum svæðum hafi 80% viðskiptavina Símans með ADSL nettengingu notfært sér þessa þjónustu. Í allnokkrum smábæjum hefur fjöldi ADSL viðskiptavina aukist umtalsvert. ADSL sjónvarp Reynslusaga frá IBM

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.