Þjóðmál - 01.03.2009, Síða 19

Þjóðmál - 01.03.2009, Síða 19
 Þjóðmál VOR 2009 17 sé tekið því til útskýringar, þá breyttist lítið þegar tvö núll voru tekin af krónunni árið 1981 og peningamagn minnkaði um 99% í krónum talið, vegna þess að minnkunin átti sér stað jafnt yfir allt hagkerfið og allir samn ingar sem voru í gildi tóku tillit til breytingar innar . En þótt öll þessi lántaka í peningakerfinu þenji bara út peningamagn og skapi þannig lítið að öðru leyti, gerbreytir hún eðli peninga . Í fyrsta lagi hefur útþenslan áhrif á meðan hún er að eiga sér stað . Þau koma fram í almennri þenslu í efnahagslífinu . Í öðru lagi breytist eðli gjaldmiðilsins, þannig að hann verður óstöðugri . Gjaldmiðillinn gírast upp í pýramídakerfi lántöku, spilaborg sem getur hrunið ef gustar um hana . Um það verður fjallað í þessari grein . Allar þessar lántökur bankakerfisins eru áhættusamar, bæði fyrir bankana og lánveit­ endur þeirra . Slík áhættutaka verður alltaf til staðar að einhverju marki . En það hefur aukið áhættuna stórkostlega að ríki heimsins hafi ýtt undir lántökur með ríkisábyrgð af ýmsu tagi . Hvernig er bankakerfið? Alls staðar eru bankar í lófa ríkisvalds­ins . Seðlabankar stýra því hve mikið bankar gíra sig upp með lántökum, hvetja til lántöku eða letja með vöxtum, bindiskyldu og öðrum tækjum . Á móti lofar ríkið að styðja við fjár mála kerfið, þótt oft sé óskýrt hvernig sá stuðn ingur muni koma fram . – Og vegna þess að rík ið reynir að tryggja fjármálakerfið með óbeinum hætti, getur það gert kröfur . Lagabálkar um fjármálastarfsemi eru miklir, þ .m .t . á Íslandi . Eftirlit er svo í höndum fjármála eftirlits í hverju landi og/ eða seðlabanka . Nútímabankakerfi felur þetta í sér: • Gjaldmiðlar eru gefnir út af ríkisreknum seðlabönkum og samkeppni við þá er óheim il . Auk seðla og myntar gefa seðlabank arnir út peninga í formi inni­ stæðna bankanna hjá sér . • Gjaldmiðlarnir eru ekki ávísun á neitt annað og eru ekki tryggðir með gulli eða neinum öðrum vörum sem eru í takmörkuðu magni . Útgáfa meiri og meiri peninga er því ótakmörkuð . • Bankar gefa í raun líka út peninga á formi innistæðna . Í skjóli seðlabanka, og raunar undir handleiðslu þeirra, gefa bankar þannig út mun meira fé en seðlabankar með þessum hætti . Algengt er að innistæður banka í seðlabanka séu minni en 10% af þeim innistæðum sem eru í bönkunum . • Seðlabankar starfa sem „þrautavara­ l án veit endur“, sem þýðir að þeir eiga að bjarga bönkum sem lenda í vandræðum og geta notað til þess útgáfu nýrra peninga . Oft starfa ríki líka sem þrautavaralánveitendur, en það geta þau í skjóli þess að geta tekið lán frá seðlabönkum sínum í ótakmörkuðu magni . Þau hafa líka skattlagningarvald, sem er þó ekki jafn öflugt og seðlaprentunar valdið . Hverjir eru helstu gallar bankakerfisins? Helsti galli bankakerfisins er í stuttu máli sá „freistnivandi“ (e . moral hazard) sem af því skapast að seðlabankar heimsins starfa sem þrautavaralánveitendur . Öryggisnet seðlabankanna og trú á það veldur því að bankar heimsins taka mun meiri áhættu en ella á margvíslegan hátt . Venjulega þýðir aukin áhætta aukið peningamagn í umferð, með tilheyrandi bólumyndun . Slíkar bólur springa iðulega að lokum af ýmsum ástæðum . Þá dregst peningamagnið venjulega saman . Þannig
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.