Þjóðmál - 01.03.2009, Page 46

Þjóðmál - 01.03.2009, Page 46
44 Þjóðmál VOR 2009 þessu starfi . Tókust til dæmis ágæt kynni með okkur Odvar Nordli . Þau tengsl og vináttubönd sem þarna mynduðust áttu oft eftir að koma sér vel, svo sem þegar ég var í erlendum erinda­ gjörðum fyrir verkalýðshreyfinguna og Sölu miðstöð hraðfrystihúsanna en ekki síst þegar vinna þurfti málstað Íslands fylgi eftir útfærslu fiskveiðilögsögunnar í 200 mílur . Persónuleg tengsl eru gríðarlega mikilvæg í alþjóðlegum samskiptum . Með þeim er oft unnt að komast hjá því að byrja á byrjun ar reit með viðræðum við lágt setta embættismenn . Ef samband næst við hátt setta embættis menn eða ráðherra geta þeir lagt línurnar um hvern ig best sé að haga viðræðunum þannig að fljótt sé hægt að komast að kjarna málsins . Íslendingarnir sem voru með mér í Washington á sínum tíma voru Jón Rafn Guð mundsson frá Sambandi ungra fram­ sóknarmanna og Sigurður Guð munds son frá Sambandi ungra jafnaðar manna, báðir miklir ágætismenn . Við ræddum margt saman . Okkur blöskraði þær árásir sem forystumenn vestrænnar sam vinnu sættu á Íslandi, menn eins og Bjarni Benediktsson og Guðmundur Í . Guð mundsson . Á þá var ráðist nánast linnulaust . Með okkur kviknaði sú hugmynd að stofna breiðfylkingu ungs fólks til að styðja við bakið á forsvarsmönnum vestrænnar samvinnu . Þegar heim var komið ræddum við þetta við forystumenn flokka okkar . Niðurstaðan varð sú að stofna félag . Við vönduðum vel til alls undirbúnings og Varðberg var formlega stofnað ári síðar, 18 . júlí 1961 . Samtök um vestræna samvinnu studdu stofnun félagsins af ráðum og dáð, undir forystu Péturs Benediktssonar bankastjóra .“ Í lögum Varðbergs segir að tilgangur félagsins sé að efla skilning meðal ungs fólks á gildi lýðræðislegra stjórnarhátta, mikilvægis samstarfs lýðræðisþjóða til verndar friði, vinna gegn öfgastefnum og öfgaöflum og mennta og þjálfa unga áhugamenn í stjórnmálastarfsemi með því að koma á framfæri upplýsingum um sam­ starf og menningu vestrænna þjóða, um mark mið og starf Atlantshafsbandalagsins . Þjóðviljinn brást hinn versti við stofnun Varðbergs og kallaði það „ömurlegt af­ sprengi alþjóðlegs auðvalds og hernaðar­ stefnu“ . Félagið hefði verið stofnað sam­ kvæmt pöntun frá NATO af „nokkrum afdönkuðum Heimdellingum ásamt fáein­ um framsóknarlituðum bitlingasmáköllum sem þegið hafa mola af borði hermangsins“ . Félagið væri fasískt í eðli sínu, „afsprengi þess óþjóðlegasta og versta” sem þróast hefði „með íslenskri æsku frá upphafi hins erlenda hernáms“ . Þeir sem stóðu að stofnun Varðbergs voru líka stundum kall­ aðir „óhreinu börnin hans Bjarna“ Bene­ dikts sonar . En Þjóðviljinn huggaði sig við það að heiðarlegt ungt fólk fyndi að það væri „eitthvað óheilbrigt og fráhrindandi við þetta fyrirbrigði“ sem hefði það hlut­ verk að „magna kommúnistagrýluna í aug­ um ungs fólks og reyna að fá það til að trúa á hernaðarbrölt Vesturlanda“ . Heiðarleg og upplýst ungmenni myndu því ekki laðast að þessum félagsskap . Guðmundur H . Garðarsson og Odvar Nordli .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.