Þjóðmál - 01.03.2009, Qupperneq 58

Þjóðmál - 01.03.2009, Qupperneq 58
56 Þjóðmál VOR 2009 Stórfjölskyldan brást við með því að útskúfa Minu og börnunum, en eiginmaðurinn var áfram í náðinni . Það var ekki fyrr en 2006, að Mina öðlaðist daglegt líf sem kalla má viðunandi . Hún fékk forræði yfir börnunum og fékk að halda heimilinu . Enn var hún útskúfuð af stórfjölskyldunni og ekki laus við við vörunarhnappinn . Ákærur á hendur eigin manninum lágu enn til umfjöllunar hjá lögreglunni . Saga Minu sýnir hvernig stórfjölskylda bregst við þegar kona vill brjótast út úr óverð ugu lífsmynstri . Fæstum konum tekst að losna úr slíkum aðstæðum . Flestar þora ekki einu sinni að reyna . Þess vegna er Mina undantekn ing . Hún reis upp gegn öllum, þar með talið norskum stjórnvöldum . Hún gerði uppreisn og hunsaði ofurefli stórfjölskyldunnar, þar sem umburðarlyndi gagnvart frávikum frá hinu við tekna er nær ekkert . Í hefðbundinni stórfjölskyldu verður elsti karlmaðurinn að sýna vald sem skapar ótta og undirgefni annarra fjöl skyldumeðlima, einkum varðandi kyn­ ferðislegt háttalag kvenna . Bregðist hann, missir hann andlitið inn á við og fjölskyldan verður fyrir ærumissi út á við . Hvernig menning sem byggð er á heiðri og skömm leiðir til slúðurs, grunsemda og hreinna lyga, er lýst af Ayaan Hirsi Ali, fyrrverandi þingmanni í Hollandi, fæddri í Sómalíu . Í bókinni Krefstu réttar þíns! Um konur og íslam, skrifar hún: „Í menningu skammarinnar er algengt að líta framhjá eða jafnvel afneita því sem gerst hefur . Þetta helst í hendur við afar þróaðar tor tryggnistilfinningar . Innan hópsins er sterk félags leg stjórnun sem byggir á tortryggni, sem fyrst og fremst brýst upp á yfirborðið í formi endalauss slúðurs um (meint) brot á reglum, sem settar hafa verið til að vernda æru hópsins . “ Hugmyndafræðin um heiður á upphaf sitt í löndum og á svæðum með veikri mið­ stýr ingu . Þar er valdið skipulagt út frá ætt­ bálka­, þjóðfélagsstéttar­ eða ættar tengsl­ um . Þar finnast ekki opinber velferðar gæði af því tagi sem við þekkjum, svo í þessum sam félögum er einstaklingurinn háður stærri hópi . Þessar aðstæður eru á svæðum Kúrda, í Sómalíu, í arabíska heiminum, í Pakistan og í Afganistan, samfélögum sem einkennast af vöntun á nútímalegum lífsháttum og lýð ræði, þar sem staða konunnar er mjög veik og algerlega skilyrt af orðstír hennar sem kynveru . Stúlkur og konur halda á lofti heiðri ættbálks, ættar og stórfjölskyldu . Þær bera heiður karlanna á herðum sér . Heiður sem karlarnir eru algerlega háðir til að ávinna sér virðingu í umhverfinu, virðingu byggða á ótta . Þetta er ótti sem tryggir menn gegn því að einhver notfæri sér þá í viðskiptum og sér til þess að karlmanni er mætt af virðingu þegar komið er út fyrir nærumhverfið . Stúlka eða kona, sem samkvæmt óskrifuðum reglum og gildum brýtur gegn kynferðislegum siðferðislögmálum, setur heiður og æru karlanna í hættu . Með því sýnir konan að hún óttast ekki sína eigin karlmenn . Þvert á móti gerir hún þá hlægilega og afhjúpar veikleika þeirra . Óbeint er hún að segja: Það þarf ekkert að óttast þessa karlmenn . Þeim tekst hvorki að stjórna mér né öðrum konum í fjölskyldunni . Það er hægt að fara með þessa menn hvernig sem er . Þeir eiga engan heiður . Óttinn við að missa stjórn á konunum krefst mikillar orku og athygli í daglega lífinu . Stjórnkerfið leiðir til lítils frumkvæðis og sköpunarmáttar . Niðurstaðan af þessu er einsleitt samfélag, þar sem enginn þorir að vera „öðruvísi“ . Þess vegna fékk Mina aldrei neina hjálp við skilnað sinn . Slíkt hefði sent út algerlega röng skilaboð . Mina fékk heldur ekki stuðning frá konunum í fjölskyldunni, því kona sem styður óhlýðna konu dregur sjálf grunsemdir að sér – er hún af sama
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.