Þjóðmál - 01.03.2009, Page 76

Þjóðmál - 01.03.2009, Page 76
74 Þjóðmál VOR 2009 Auðvitað þarf að geta þess að það eru ekki allir mótmælendur sem sýna ofbeldi og yfirgang . Reyndar mjög fáir . En samt sem áður er nauðsynlegt að staldra við og segja strax: Ekki lengra . Bökkum og hugsum málið . Ofbeldi sumra mótmælenda má skýra með ungum aldri þeirra, eiturlyfjanotkun, glæpa fíkn eða geðveiki . Slíkt er auðvitað ekki afsökun en skýrir hvers vegna menn ganga um með kylfur og brjóta bílrúður, rífa upp gangstéttarhellur og lemja glugga eða lögregluþjóna . En hvað skyldi skýra það þegar Hallgrímur Helgason, þekktur rithöfundur, lemur að ut an bíl forsætisráðherra? Tímabundin sturlun? Það virk ar sem vörn í bandarískum réttar dramaþáttum . Varla . Allir vita að rithöfundinum myndi aldrei detta í hug að berja bíl Jóns Ásgeirs, sem á þó örugglega mun meiri þátt í hruninu en forsætisráðherrann . Þvert á móti hefur Hallgrímur verið ötull stuðningsmaður útrás arvíkinganna . Það hentar þeim auðvitað vel að beina athyglinni annað og Baugsfeðg ar eru örugglega ánægðir að hverfa úr sviðs ljósinu . Ég verð dapur yfir þessu . Ein meginskýringin á því hvernig nú er kom ið er meðvirkni fjölmiðla . Blaða­ menn gættu sín að ræða ekki mál sem voru óþægi leg fyrir auðmenn . Sigmundur Ernir segist „frjáls undan oki auðjöfra“ eftir 22 ár á Stöð 2 . Frelsið öðlaðist hann þegar hann var rekinn . Fréttamenn tóku afstöðu með auðjöfr­ unum . Nú virðast þeir óttast skammir ef þeir stugga við skrílnum . Fréttamenn eiga að segja fréttir, en þeir geta vel staðið vörð um gömlu gildin . Þess vegna eiga fréttamenn og ritstjórar að fordæma yfirgang og ofbeldi . Þeir eiga að fordæma virðingarleysi fyrir lögreglunni og opinberum byggingum . Reynt var að kveikja í Alþingishúsinu . Auðvitað er það í óþökk alls þorra mótmælenda . En það hefði átt að stoppa menn strax og fyrsta egginu var kastað í húsið . Leikreglurnar eiga að vera skýrar . Friðsam­ leg mótmæli felast ekki í því að skemma eignir, kveikja í bekkjum eða köplum eða hindra stjórnmálamenn í því að komast leið ar sinnar . Lýðskrumið byrjar . Össuri Skarphéðins­ syni fannst mótmælin innan eðlilegra marka . Þing mönnum VG fannst lögreglan sýna ofbeldi . Það gengur auðvitað ekki að þeir sem ættu að verja stofnanir lýðræðisins tali með þessum hætti . Undarlegust er afstaða Ögmundar Jón assonar sem er for­ maður BSRB, stéttarfélags lögreglumanna, sem ekki kemur til varnar sínum mönnum við skyldustörf . Þetta er allt mjög dapurlegt . Ekki hafa veikindi formanna flokkanna bætt ástandið . Ég varð snortinn þegar ég sá sjónvarpsfréttirnar þar sem veikindi Geirs og Ingibjargar voru rakin . Þegar ég heyrði viðbrögð Harðar Torfasonar leið mér beinlínis illa . Það var eins og honum fyndist að Geir hefði gert sér upp krabbamein til þess að eyðileggja mótmælin . Af tilviljun veit ég að svörin voru ekki svona vegna þess að Hörður hefði verið óundirbúinn . Hann hafði sýnt svipuð viðbrögð í símtali skömmu áður . Hvaðan kemur þessi mannvonska? Það er sama hvaða skoðun menn hafa á stjórnmálamönnunum Ingibjörgu og Geir . Enginn sómakær maður getur annað en fundið til með þeim og fjölskyldum þeirra þegar svona stendur á . En ástandið hefur ýft upp hatur þar sem samúðar er þörf . Dagfarsprútt fólk er orðið

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.