Þjóðmál - 01.03.2009, Síða 76

Þjóðmál - 01.03.2009, Síða 76
74 Þjóðmál VOR 2009 Auðvitað þarf að geta þess að það eru ekki allir mótmælendur sem sýna ofbeldi og yfirgang . Reyndar mjög fáir . En samt sem áður er nauðsynlegt að staldra við og segja strax: Ekki lengra . Bökkum og hugsum málið . Ofbeldi sumra mótmælenda má skýra með ungum aldri þeirra, eiturlyfjanotkun, glæpa fíkn eða geðveiki . Slíkt er auðvitað ekki afsökun en skýrir hvers vegna menn ganga um með kylfur og brjóta bílrúður, rífa upp gangstéttarhellur og lemja glugga eða lögregluþjóna . En hvað skyldi skýra það þegar Hallgrímur Helgason, þekktur rithöfundur, lemur að ut an bíl forsætisráðherra? Tímabundin sturlun? Það virk ar sem vörn í bandarískum réttar dramaþáttum . Varla . Allir vita að rithöfundinum myndi aldrei detta í hug að berja bíl Jóns Ásgeirs, sem á þó örugglega mun meiri þátt í hruninu en forsætisráðherrann . Þvert á móti hefur Hallgrímur verið ötull stuðningsmaður útrás arvíkinganna . Það hentar þeim auðvitað vel að beina athyglinni annað og Baugsfeðg ar eru örugglega ánægðir að hverfa úr sviðs ljósinu . Ég verð dapur yfir þessu . Ein meginskýringin á því hvernig nú er kom ið er meðvirkni fjölmiðla . Blaða­ menn gættu sín að ræða ekki mál sem voru óþægi leg fyrir auðmenn . Sigmundur Ernir segist „frjáls undan oki auðjöfra“ eftir 22 ár á Stöð 2 . Frelsið öðlaðist hann þegar hann var rekinn . Fréttamenn tóku afstöðu með auðjöfr­ unum . Nú virðast þeir óttast skammir ef þeir stugga við skrílnum . Fréttamenn eiga að segja fréttir, en þeir geta vel staðið vörð um gömlu gildin . Þess vegna eiga fréttamenn og ritstjórar að fordæma yfirgang og ofbeldi . Þeir eiga að fordæma virðingarleysi fyrir lögreglunni og opinberum byggingum . Reynt var að kveikja í Alþingishúsinu . Auðvitað er það í óþökk alls þorra mótmælenda . En það hefði átt að stoppa menn strax og fyrsta egginu var kastað í húsið . Leikreglurnar eiga að vera skýrar . Friðsam­ leg mótmæli felast ekki í því að skemma eignir, kveikja í bekkjum eða köplum eða hindra stjórnmálamenn í því að komast leið ar sinnar . Lýðskrumið byrjar . Össuri Skarphéðins­ syni fannst mótmælin innan eðlilegra marka . Þing mönnum VG fannst lögreglan sýna ofbeldi . Það gengur auðvitað ekki að þeir sem ættu að verja stofnanir lýðræðisins tali með þessum hætti . Undarlegust er afstaða Ögmundar Jón assonar sem er for­ maður BSRB, stéttarfélags lögreglumanna, sem ekki kemur til varnar sínum mönnum við skyldustörf . Þetta er allt mjög dapurlegt . Ekki hafa veikindi formanna flokkanna bætt ástandið . Ég varð snortinn þegar ég sá sjónvarpsfréttirnar þar sem veikindi Geirs og Ingibjargar voru rakin . Þegar ég heyrði viðbrögð Harðar Torfasonar leið mér beinlínis illa . Það var eins og honum fyndist að Geir hefði gert sér upp krabbamein til þess að eyðileggja mótmælin . Af tilviljun veit ég að svörin voru ekki svona vegna þess að Hörður hefði verið óundirbúinn . Hann hafði sýnt svipuð viðbrögð í símtali skömmu áður . Hvaðan kemur þessi mannvonska? Það er sama hvaða skoðun menn hafa á stjórnmálamönnunum Ingibjörgu og Geir . Enginn sómakær maður getur annað en fundið til með þeim og fjölskyldum þeirra þegar svona stendur á . En ástandið hefur ýft upp hatur þar sem samúðar er þörf . Dagfarsprútt fólk er orðið
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.