Þjóðmál - 01.03.2009, Side 88

Þjóðmál - 01.03.2009, Side 88
86 Þjóðmál VOR 2009 kvæm og ber þess einmitt vott hvað höf­ undur hefur kynnt sér vel heimildir . Höf­ undurinn hefur augl jóslega góða þekkingu á bókmenntum og leik ist og sögu leiklist­ ar . Hann segir yfirleitt frá söguþræði þeirra leikrita sem Lárus annað hvort lék í og/ eða leikstýrði á ferli sínum og greinir þau jafnframt út frá bókmenntafræðilegu sjón­ ar horni og samfélagslegri þýðingu þeirra . Ég ætla annars ekki að fjalla mikið um efni sjálfrar bókarinnar, en hvet lesendur til að ná sér í þetta frábæra ritverk sem fyrst . Um það leyti sem Lárus lýkur námi við Mennta skólann í Reykja­ vík, árið 1934, hafði vinkona hans og skólasystir, Dagný Ellingsen, „skarpasti nemandinn“, orðið eftir heima og ekki haldið áfram námi . Það var ekki létt fyrir unga karlmenn að halda utan til framhaldsnáms, en það „var litið á það sem hvern annan munað og óþarfa þegar stúlkurnar áttu í hlut“, segir í bókinni (bls . 97) . Það gleður mig þegar höf und ar fræðirita muna eftir kynja­sjón­ ar horninu í umfjöllun sinni og hollt fyrir ungar nútímakonur (sem vonandi lesa þessa bók) að sjá það svart á hvítu hvað þær eru heppnar að hafa ekki fæðst fyrir 100 árum eða meira . Ég heyrði þá gagnrýni að höfundur gerði fullmikið úr áhrifum Lárusar í íslensku leik húslífi . Ég ætla ekki að leggja dóm á það, en ég held samt að það sé engum vafa undirorpið að þau áhrif hafi verið mikil . Hitt er svo annað mál að höfundar ævisagna verða jafnan gagnteknir af viðfangsefninu, annað væri ómögulegt . Og Lárus átti samúð mína út bókina, svo mikið er víst . Hann kom heim til Íslands fullur eld móðs og lærdóms, en hlutirnir gengu aldrei alveg eins og hann dreymdi um . Fróðlegt var líka að lesa um upphafsár Þjóðleikhússins, um pólitíska ráðn ingu leikhússtjórans – sem því miður minn ir um margt á póli tískar manna­ ráðningar í nú tím anum . Lárus neydd ist til að þiggja það sem að honum var rétt fyrstu ár leikhússins . Ekki bætti úr skák að vinstri skoðanir hans féllu ekki í góðan jarðveg hjá leikhússstjóranum og öðrum ráða mönnum á árum kalda stríðsins . Höfundur hefur valið þá leið að fara ekki mjög nálægt persónu Lárusar . Fókusinn er á Lárus sem leikara og leikstjóra, Þorvaldur fjallar mjög ítar lega um feril hans og í samfélagslegu ljósi . Ég tel að höfundur hafi meðvitað valið þessa aðferð . Ritstíll hans einkennist af smekkvísi, virðingu og hógværð (veit ekki hvers vegna þetta eru einmitt orðin sem mér koma í hug) og tillitssemi við þær persónur sem fjallað er um . Það má t .d . sjá á því hvernig hann fjallar um deilur í leikhúsinu . Vissulega gerir Þorvaldur persónu Lárusar að mörgu leyti ágæt skil . Hann segir frá einkamál um hans, frá erfiðleikum í hjónabandinu og drykkju skap og heilsuleysi hans síðustu ár . En ég held samt að ef höfundur hefði viljað fara þá leið að kafa enn dýpra í persónuna Lárus þá hefði hann auðveldlega getað það . Hann hafði aðgang að bréfum og að dóttur Lárusar . En þetta er jú einmitt nokkuð sem höfundar slíkra verka þurfa að gera upp við sig, þ .e . hversu djúpt þeir vilja kafa í einkalíf þeirra einstaklinga sem þeir skrifa um . Og sérstaklega eru slíkir hlutir vandmeðfarnir þegar persónur og atburðir eru nærri í tíma, eins og hér er raunin . Ég hef full an skilning á því sjónarhorni sem Þorvaldur hefur valið þótt ég geti alveg viður kennt að ég hefði þegið að vita meira um mann inn Lárus Pálsson . Sjálf hef ég stundum verið allt að því skömmustuleg þegar ég hef handfjallað sendi bréf liðins fólks og vitnað í þau, en vel vitandi að viðkomandi ætlaði að sjálfsögðu aldrei að

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.