Morgunblaðið - 20.12.1988, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 20.12.1988, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2Q. DESEMBER 1988 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. DESEMBER 1988 41 Jltanguiittbritffr Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. l’ lausasölu 70 kr. eintakið. Albert verður sendiherra Það var orðað þannig í fréttum um helgina, að Albert Guð- mundsson, formaður Borgara- flokksins, hefði „þegið boð“ Jóns Baldvins Hannibalssonar utanrík- isráðherra um að verða sendi- herra íslands í Frakklandi. Um langt árabil eða allt frá því að íslendingar tóku stjóm utanríkis- málanna í sinar hendur hefur tíðkast að menn sem hafa staðið framarlega í stjómmálunum hafa lokið ferli sínum með því að verða sendiherrar. 1957 gerðist það til dæmis að Guðmundur í. Guð- mundsson, fyrsti utanríkisráð- herra Alþýðuflokksins, skipaði tvo forystumenn flokksins, þá Harald Guðmundsson og Stefán Jóhann Stefánsson, sendiherra í Noregi og Danmörku. Með brott- för þeirra úr landi lauk miklum átakakafla í sögu Alþýðuflokks- ins, þar sem þessir tveir menn höfðu tekist á við Hannibal Valdi- marsson. Þess em dæmi að stjómmálamenn hafa snúið aftur til pólitískrar þátttöku eftir setu í sendiherraembætti eins og ferill Gunnars Thoroddsens sýnir. Umræður um stjómmál og mannaskipti í þeim bera þess nokkur merki, að það virðist á stundum vera erfitt fyrir alþingis- menn að fínna hæfílegt starf að lokinni langri þátttöku í stjóm- málum. Hér sýnast það helst vera stöður bankastjóra við ríkisbanka eða sendiherraembætti sem bíða fráfarandi stjómmálamanna, ef þeir halda ekki áfram setu á Al- þingi fram á eftirlaunaaldur. Þessi „vandi" við mannaskipti í stjómmálum er kunnur um allan heim og hafa ríki komið sér upp mismunandi kerfí til að leysa hann. Albert Guðmundsson hóf þátt- töku í stjómmálum í upphafí átt- unda áratugarins með setu í borg- arstjóm Reykjavíkur fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins. Honum hafa verið falin mörg trúnaðarstörf af Sjálfstæðisflokknum og tók sæti í ríkisstjóm Steingríms Her- mannssonar 1983 og varð Qár- málaráðheira og síðar iðnaðar- ráðherra. Árið 1980 bauð hann sig fram í forsetakosningum. Al- bert byggði áhrif sín innan Sjálf- stæðisflokksins að öðrum þræði á því að velja helst þann kost sem var dálítið á skjön við viðhorf forystu flokksins og á hinn bóginn á fyrirgreiðslu sem aflaði honum fylgis í prófkjörum. Þegar Gunnar Thoroddsen myndaði ríkisstjóm sína 1980 í andstöðu við meiri- hluta þingflokks sjálfstæðis- manna veitti Albert þeirri stjóm brautargengi. Hann snerist hins vegar gegn stjóminni sumarið 1982, þegar hún gerði umdeiidan samning við Sovétríkin um efna- hagssamvinnu. Hefur Albert áréttað það síðustu vikur og mán- uði, að hann sé eindreginn and- stæðingur kommúnista. í tengsl- um við Hafskipsmálið beindist athyglin meðal annars að skatta- málum Alberts Guðmundssonar og stöðu hans sem fjármálaráð- herra. Þetta leiddi til þess að Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og þáverandi fjármálaráðherra, mæltist til þess við Albert að hann léti af emb- ætti iðnaðarráðherra í ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar skömmu fyrir kosningar 1987. Var það ráðagerð Þorsteins að Albert yrði áfram í fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Á hinn bóginn gaf hann til kynna, að Albert yrði ekki ráðherra í nýrri ríkisstjóm með þátttöku Sjálfstæðisflokks- ins. Allt leiddi þetta til þess að rétt áður en framboðsfrestur rann út ákvað Albert að segja skilið við Sjálfstæðisflokkinn og stofna Borgaraflokkinn. Tók hann væna sneið af fylgismönnum Sjálfstæð- isflokksins með sér og náði 7 mönnum á þing. Það er ekki of fast að orði kveðið, þegar sagt er að Albert Guðmundsson sé umdeildur stjómmálamaður. Margir líta á hann sem tákn þess sem síst er til þess fallið að skapa stjóm- málamönnum virðingu, aðrir telja hann heilsteyptan fulltrúa við- horfa sem eigi sér traustar rætur meðal þorra fólks. Sjálfur hefur hann litið á þátttöku sína í stjóm- málum sem besta kost sinn til að veita mönnum fyrirgreiðslu og þeir em ófáir sem hafa leitað til hans út af stóra og smáu. Um langan aldur hefur franska ríkið sýnt honum trúnað með því að hafa hann aðalræðismann sinn hér á landi. Vegna frækilegrar framgöngu í íþróttum á hann rætur í Frakklandi sem vonandi eiga eftir að auðvelda honum ný og vandasöm störf í þágu þjóðar- innar. Fylgja þeim hjónum óskir um velfamað í nýju starfí. Stjómmálastarfíð heldur áfram þrátt fyrir að Albert Guðmunds- son hverfi af landi brott. Borgara- flokkurinn á áfram menn á Al- þingi sem geta ráðið úrslitum fyrir þá ríkisstjóm sem situr. Verður fylgst náið með því, hvort brottför Alberts leiðir til þess að menn úr flokknum sem stofnaður var í kringum hann taka sæti í vinstri stjóm Steingríms Her- mannssonar. Sagan segir okkur að flokkar sem verða til í kringum einstaka menn eiga oftast erfitt uppdráttar eftir að þessir ein- staklingar hverfa að öðra eða af vettvangi. Á hið sama eftir að sannast á Borgaraflokknum? Morgiinblaðið/Bjami Linda Pétursdóttir við bílinn sem Toyota umboðið af- henti henni í hófinu á Hótel íslandi. Ungfrú heimur í jólaleyfí: íslenskar fegurðardrottningar sem tekið hafa þátt í keppninnu um ungfrú heim s.l. ár. Frá vinstri: María Björk Sverr- isdóttir, Unnur Steinsson, Linda Pétursdóttir, Berglind Johansen, Hólmfríður Karlsdóttir og Anna Margrét Jónsdóttir. Linda útnefnd ambassador Fékk bíl að gjöf í hófi á laugardaginn Á laugardaginn heimsótti Linda Péturs- dóttir, ungfrú heimur, börnin á barn- aspítala Hringsins, en Linda kom í jóla- leyfí til landsins á föstudaginn. Á laugar- dagskvöldið var haldið fjölmennt hóf á Hótel íslandi til heiðurs Lindu, en við það tækifæri útnefndi Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra hana sem sérstakan ambassador íslands með öllum þeim réttindum sem þeirri útnefn- ingu fylgir. Þetta er heiðurstitill og hún þiggur ekki laun fyrir. Hófíð á Hótel íslandi hófst klukkan 20 með því að gestum var boðið upp á jóla- glögg, en klukkan 21 hófst síðan dag- skrá kvöldsins með ávarpi Baldvins Jóns- sonar, umboðsmanns Miss World á ís- landi. Hann kallaði síðan nokkrar fyrr- verandi fegurðardrottningar upp á svið- ið, og að síðustu Lindu Pétursdóttur, sem var ákaft hyllt. Meðal gjafa sem Lindu bárust í hófinu var Toyota Corolla sportbíll frá Toyota umboðinu, pels frá Eggert feldskera, sil- furstytta frá utanríkisráðuneytinu og gjöf frá Utflutningsráði og Flugleiðum, en Flugleiðir buðu henni ókeypis flug á Saga Class allt næsta ár. Linda Pétursdóttir færði börnunum á barnaspítala Hringsins áritaða mynd af sér þegar hún heimsótti þau á laugardaginn. Hólmfríður Karlsdóttir sem var ungfrú heimur árið 1985 var í fylgd með Lindu Pétursdóttur þegar hún heimsótti börnin á barnaspítala Hringsins. Frá hófínu sem haldið var til heiðurs Lindu Pétursdóttur á Hótel íslandi. Frá vinstri: Hcrvör Jónasdóttir, eiginkona Helga Ágústssonar sendiherra, Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra, Linda Pétursdóttir og Ása Hólmgeirsdóttir, móðir Lindu. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir ÍVAR GUÐMUNDSSON STÓRU FLU GFÉLÖGIN GLEYPA ÞÁU MINNI Smáþjóðaflugfélög standast illa samkeppnina Þegar nýlenduþjóðirnar öðluðust sjálfstæði eftir seinni heims- styijöldina var það tvennt, sem þær töldu vera meðal sinna fyrstu nauðsynjaverka; að sækja um inngöngu í Sameinuðu þjóðirnar og stofna sitt eigið flugfélag. Það skipti engu máli og dró heldur ekki úr áhuganum á þvi að þjóðin stofhaði sitt eigið flugfélag, undir nýfengnum þjóðfána, þótt enginn þarlendur maður kynni að stýra flugvél. Það var hægt að fá aðra til þess þar til innlend- ir lærðu að stjórna flugvélum sinum sjálfir. En það var talið aðalatriði fyrir þjóðarheiður og álit ut á við, að landið ræki eig- ið flugfélag. Þetta gekk vel til að byija með og ágætlega hjá surnurn þjóðum á meðan lánstraustið var nógu gott — þar til fyrir skemmstu, að það fór að bera á þvi að flugfélög stórþjóð- anna, ásamt sterkum samsteypuflugfélögum, fóru að sækjast eftir að gerast aðilar að þjóðaflugfélögunum. Skýrt var frá því fyrir skömmu í bandarískum fjölmiðlum að Norðurlandaflugfélagð SAS hefði eignast 10% hlutdeild í Texas Air-flugfélagnu og hefði um leið tekið upp markaðssamvinnu við þetta stærsta flugfélag Banda- ríkjanna. Félagið American Airl- ines hefír á sama hátt samvinnu við Japanska flugfélagið og ástr- alska flugfélagið Quantas. Verð- bréfaspákaupmenn eru að semja um kaup á 35% eignarhluta í flug- félagi Nýja Sjálands. Þessari sam- vinnu er hælt í Bandaríkjunum og er talin fyrirtaks fíárfesting sem og tækifæri til að taka virkan þátt í samvinnu við tvö flugfélög, sem hefir gengið vel í Kyrrahafs- fluginu. Stórt flugfélag í Evrópu, sem nú þegar hefír haft góða samvinnu við British Airways, hefír borið víurnar í bandaríska flugfélagið United Airlines, sem aftur hefír góða samvinnu við breska félagið British Airways, um skipti á hlutabréfum. Því til- boði var nú samt hafnað, segir í annarri fjölmiðlafrétt. Þá má geta þess, að ástralska flugfélaginu hefir auðnast að kaupa 10% í litlu flugfélagi, sem nefnist American West Airlines. Japanska flugfé- lagið hefir sótt um leyfi hjá Bandaríkjastjórn til að kaupa 20% í Hawaiian-flugfélaginu. Kunnur ráðgjafi í kaupum og sölu á flugfélagahlutabréfum, George James að nafni, hefír skýrt Washington Post svo frá, að hann telji, að þess verði ekki langt að bíða, ef til vill ekki nema 3-5 ár, að 6-7 stór, bandarísk flugfélög nái tangarhaldi á öðrum flugfélögum hér og þar á hnettin- um, annaðhvort með því að sam- einast félögunum, eða með þvi að gleypa þau í sig og hefja starf- semi undir nýjum nöfnum. Annar sérfræðingur í flugfélagasam- rana, Paul Karos að nafni, sem hefur aðsetur í Boston, fullyrðir þó, að það hafi ekkert gerst til þessa, sem veitt geti flugfélagi í einu landi aðstöðu til algjörra yfir- ráða í erlendu flugfélagi. Það sé enn ekki ljóst hveijir verði ofan á að lokum, ef áframhald verður á samruna flugfélaga hér og þar í heiminum. Stærstu flugfélög heims Stærstu flugfél4 í heimi eru: Á Kyrrahafssvæðinu Japanska flugfélagið. I Evrópu eru það Breska flugfélagið og Franska flugfélagið, sem era hvað at- kvæðamest, en það era American og Texas Air, sem eru lang- stærstu flugfélögin í heiminum í dag. Þessi félög hafa til þessa staðið af sér öll veður í harð- skeyttri baráttu, sem hefír orðið mörgum smærri flugfélögum að fjörtjóni á síðustu áram. Átta bandarísk flugfélög annast nú 94% af flugi í Bandaríkjunum. Þetta má þakka, eða kenna um, á hvom veginn sem á það er litið, að risafélögunum hefir tekist að halda velli í Bandaríkjunum sl. tíu ár, enda þótt 214 flugfélög legðu upp laupana á markaðnum. Hingað til hefir sameining flug- félaga nær eingöngu átt sér stað innan Bandaríkjanna, en nú er líklegt að þessar aðferðir breiðist út fyrir landamæri Banda- ríkjanna. Og verði svo fer varla hjá því að hafnar verði umræður um öryggi, fargjöld og eftirlit af hálfu opinberra aðila. Þrátt fyrir samruna flugfélaga í Banda- ríkjunum hafa fargjöld lítið hækk- að og alls ekki í samræmi við verðbólguna á þvi tímabili sem um er að ræða. Verðhækkun fargjalda yfírvofandi En nú eru famar að heyrast raddir um að hætta sé á að flugfé- lögin fari brátt að hækka fargjöld- in þar eð samkeppnin sé farin út um þúfur. Nýlega hættu flest flugfélög Bandaríkjanna að bjóða lægra verð þótt farþegar pöntuðu far með ákveðnum fyrirvara. Far- gjöld á alþjóðaleiðum eru hinsveg- ar ákveðin af Alþjóðasambandi flugféiaga (IATA) og verða vafa- laust ákveðin á sama hátt í ófyrir- sjáanlegri framtíð. En það þarf ekki að þýða að þau breytist ekki framvegis. Virðingfin fyrir þjóðerninu „Á flestum öðrum sviðum, þar sem svo mikið fé er í húfí, hefði Ijölþjóðafjármagnið látið til sín taka fyrir löngu,“ sagði Donald J. Carty, aðalaðstoðarforstjóri American Airlines, á fundi, sem haldinn var um hugmyndina um alþjóðasamvinnu um farþegaflug- ið í Evrópu. „Ein aðalástæðan fyrir því, að það hefir ekki gerst," sagði Carty, „er sérstök virðing, sem menn bera fyrir þjóðaflugfélögunum, og sjálfstæði þjóða. Að mínum dómi verður breyting á þessu fyrr eða síðar," bætti Carty við. „Við erum ekki í vafa um að það verður breyting, en við vitum bara ekki hvenær hún verður." Frá Schiphol-flugvelli í Amsterdam. Líkur eru á því að fáein stór flugvél seilist æ meir til áhrifa I litlum félögum smáþjóða og óttast sumir að þessi þróun leiði til hærri fargjalda þar eð samkeppn- in geti breyst í samvinnu nokkurra alþjóðlegra risa í farþegaflugi um allan heim.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.