Morgunblaðið - 01.06.2007, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.06.2007, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 147. TBL. 95. ÁRG. FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is 26 79 / IG 11 Veiðarfæri til lax-silungs-og sjóveiða Þú færð IG-veiðivörur í næstu sportvöruverslun STUBBARNIR FELAST SKILABOÐ Í FJÓLUBLÁUM TINKY WINKY MEÐ VESKI? >> 57 FISKUR Í MUNN OG MAGA AÐ HÆTTI MEISTARA HÁTÍÐHAFSINS UPPSKRIFTIR >> 30 FRÉTTASKÝRING Egill Ólafsson egol@mbl.is ÓLÍKLEGT er að breytt vinnubrögð við mótun þjóðlendukrafna ríkisins leiði til annarrar niðurstöðu óbyggða- nefndar eða dómstóla í þjóðlendu- málum. Nú vinnur ríkið að mótun kröfugerðar vegna svæðis sjö, þ.e. Eyjafjarðarsýslu, Skagafjarðarsýslu og Austur-Húnavatnssýslu austan Blöndu. Ákveðið hefur verið að lengja frest aðila til að skila kröfu- gerð. Hörð gagnrýni hefur komið fram á þjóðlendulögin og hvernig ríkið hefur haldið á málum. Þetta hefur orðið til þess að Árni Mathiesen fjármálaráð- herra hefur ákveðið að breyta vinnu- brögðum ríkisins í þeim málum sem eftir er að vinna. Í stað þess að byrja á því að þinglýsa kröfum áður en ít- arlegra gagna er aflað ætlar ríkið nú að leggja meiri vinnu í að afla gagna og byggja kröfugerð sína á þeim. Óbyggðanefnd hefur kveðið upp allmarga úrskurði og dómar hafa einnig fallið í héraði og Hæstarétti. Þessir dómar og úrskurðir ættu að hjálpa ríkisvaldinu að átta sig á hversu langt er þörf á að ganga í kröfugerð á hendur landeigendum. Skiptar skoðanir hafa verið um hversu langt eigi að ganga. Sumir telja að ríkið eigi ekki að haga sér eins og hver annar deiluaðili í landa- merkjadeilu heldur eigi að horfa af réttsýni bæði á þætti sem styðja kröfu í þjóðlendumálum og þætti sem ganga gegn þeim. Aðrir telja þvert á móti að ríkinu beri skylda til að halda fast fram kröfum „almennings“ í samskiptum við landeigendur. Í þjóðlendulögunum frá 1998 er ekkert kveðið á um hvernig leysa eigi úr ágreiningi um landamerki. Á sín- um tíma voru ýmsir þeirrar skoðunar að í lögunum hefði átt að vera ákvæði um að við úrlausn deilumála ætti að byggja á landamerkjabréfum sem gefin voru út á grundvelli laga um landamerki, þ.e.a.s. ef slíkum bréfum væri til að dreifa. Það er ljóst að ef þetta hefði verið gert hefði það styrkt verulega stöðu jarðeigenda. Þetta var hins vegar ekki gert og segja má að of seint sé að breyta þessu nú. | 12 Morgunblaðið/ÞÖK Úrskurður Kristján Torfason les upp úrskurð óbyggðanefndar. Breytir ekki nið- urstöðu Breytt vinnubrögð í þjóðlendumálum Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is ARNAR G. Hjaltalín, formaður Drífanda stéttarfélags í Vestmannaeyjum, segist hafa miklar áhyggjur af tilboði Guðmundar Kristjánssonar, forstjóra Brims, og Hjálm- ars Kristjánssonar í allt hlutafé Vinnslustöðvarinnar. „Almenningur hér í Vestmannaeyjum fylgist kvíðafull- ur með, því það hefur sést sviðin jörð eftir yfirtökutilboð og sölur á útgerðarfélögum annars staðar á landinu,“ segir Arnar. „Það er því ástæða til að hafa áhyggjur af þessum málum. En ég hef hins vegar tröllatrú á þeim sem standa að Vinnslustöðinni og vil ég þá sérstaklega nefna, að öðrum ólöstuðum, Harald Gíslason.“ Að sögn Arnars má ætla að um 20-25% af atvinnu- tekjum á hinum frjálsa vinnumarkaði í Vestmannaeyjum komi frá Vinnslustöðinni. Hann segir að fyrirtækið sé því gríðarlega mikilvægt fyrir atvinnulífið í bænum. Frá því var greint í gær að Stilla ehf., félag í eigu þeirra Guðmundar og Hjálmars, hefði ákveðið að leggja fram svonefnt samkeppnistilboð í allt hlutafé Vinnslu- stöðvarinnar. Er tilboðið komið fram vegna yfirtökutil- boðs Eyjamanna ehf., félags hluthafa í Vinnslustöðinni, og er 85% hærra en það. Félög tengd Stillu eiga samtals tæplega 26% hlutafjár í Vinnslustöðinni. Lagt fram með það í huga að selja kvótann Elías Björnsson, formaður sjómannafélagsins Jötuns í Vestmannaeyjum, segir að sjómenn hafi ekkert um tilboð þeirra Brimsmanna að segja. Fiskveiðistjórnarkerfið bjóði upp á þá stöðu sem komin sé upp. „Tilboð þeirra Guðmundar og Hjálmars er ekkert ann- að en græðgistilboð. Það er lagt fram með það í huga að selja kvótann, því þeir myndu aldrei geta rekið fyrirtæk- ið með því að kaupa hlutaféð fyrir það verð sem þeir hafa lagt fram,“ segir Elías. | 17 „Græðgistilboð“ í Vinnslu- stöðina veldur kvíða í Eyjum Í HNOTSKURN »Samkvæmt tilboði Stillu erVinnslustöðin metin á um 13 milljarða króna. » Tilboð Stillu er 8,50 krónurá hlut. »Vinnslustöðin er áttundastærsta útgerðarfélag lands- ins m.v. úthlutuð þorskígildi. »Fyrirtækið hefur 3,96% afúthlutuðum þorskígildum, eða rúmlega þriðjung af kvóta Vestmannaeyja, og er verðmæti aflaheimilda metið um 20 millj- arðar. KONA og karlmaður, bæði 26 ára gömul, slösuðust mikið í hörðum árekstri jeppa og jepplings á Suð- urlandsvegi um fimm kílómetrum austan við Selfoss síðdegis í gær. Þriggja mánaða gömul dóttir þeirra, sem var í bílstól í aftursæti jepplingsins, slasaðist einnig. Fjölskyldan unga var flutt með þyrlu á slysadeild Landspítalans í Fossvogi en þar fengust engar upp- lýsingar um líðan fólksins í gær- kvöldi. Ökumaður jeppans slapp lít- ið meiddur. Skv. upplýsingum frá rannsókn- arnefnd umferðarslysa bar slysið þannig að að jepplingnum, sem hafði verið ekið í austurátt en var kyrrstæður í vegarkantinum, var ekið upp á Suðurlandsveg og virðist sem ökumaður hafi ætlað að snúa við með því að taka U-beygju. Þar með ók hann í veg fyrir jeppann sem ekið var í austurátt með fyrr- greindum afleiðingum. Morgunblaðið/Júlíus Skullu saman af miklu afli Útkall Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út um leið og tilkynning um slysið barst um klukkan 15.50.  Ungt par með þriggja mánaða gamla dóttur slasaðist mikið í hörðum árekstri austan við Selfoss í gær  Öll flutt með þyrlu á slysadeild í Fossvogi ÍSLAND er eitt sex ríkja sem valin hafa verið til þátttöku í samevrópsku rannsóknarverkefni á MS. Því var formlega ýtt úr vör á fundi evrópskra MS- félaga í Brussel í gær. Markmið verkefnisins, MS-ID, er að skapa samhæfðan meðferðar- og þjónustustaðal fyrir MS-sjúklinga í Evrópu. „Í raun er verið að setja samræmdar reglur um rétt fólks til aðgangs að meðferð. Ef Evrópuráðið samþykkir tillögur okkar verða aðildarríkin að virða þær,“ segir Sverrir Bergmann taugasjúkdómalæknir sem mun stjórna þátttöku Íslands. Á Íslandi sé það kannski framandi að setja reglur um lág- marksréttindi MS-sjúklinga, þar sem allir fái meðferð. Málum sé hins vegar öðruvísi háttað t.d. í Rúmeníu og Póllandi, sem einnig eiga fulltrúa. Í Póllandi sé áætlað að 40.000 manns glími við MS, en aðeins um 1.000 fái meðferð og því sé brýnt að bæta ástandið þar, eins og víðar í Evrópu. Á Íslandi annist 18 taugalæknar 330 sjúklinga og fyrir vikið sé nálægðin mjög mikil. „Þetta hlut- fall þekkist hvergi nokkurs staðar og er því einstakt,“ segir Sverrir. Ísland í fremstu röð í umönnun MS-sjúklinga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.