Orðlaus - 28.08.2004, Blaðsíða 47

Orðlaus - 28.08.2004, Blaðsíða 47
Hvers vegna stelpurokk? Ef marka má kanadíska fræðimanninn Wiil Kymlicka greinist femínísk heimspeki og hugsun í tvo megin flokka, hvaðan frekari greiníng er möguleg séu vit og vilji fyrir hendi vegar er um að ræða feminista sem telja að munur á kynjunum tveimur sé óverulegur að öðru leyti en líkamlegu. Á þeim bænum er hugmyndin sú að sé staða kynjanna á „lika vígstöðvum svo sem í baðherbergjum og meðgöngu jöfnuð, muni sannt jafnrétti kynjanna fylgja, þar sem allir geti notið sín í þeirri heimsmynd er þegar blasir við. Hins femínistar sem viija meina að konur séu um margt frábrugðnar karlmönnum, af líf- og sálfræðilegum orsökum; annars kyns verur sem hugsi á ólikan máta og beiti mismunan til að ná sínu marki. Þeir femínistar vilja ekki draga úr muninum milli kynjanna, heldur leggja áherslu á að reynsluheimur kvenna, hugmyndir og hugsanagangur sé auðlind í sjálfu s sem beri að varðveita, viðhalda og færa tii frekari éhrifa í heiminum. Konur hugsi öðruvísi en karlmenn og geri hlutina á ólíkan máta - stundum betur. Þvi sé jafnvel kominn tími til a láta reyna á „hið kvenlæga" í gangi lifs og heims. Samkvæmt fyrrnefndu stefnunni er ekki mikið tilefni til þess að skrifa sérstaka grein um konur og eða i rokktónlist. Rokktónlist framin af kvenmönnum sé alveg eins og karlarokk, nema hvað röddin er (jafnan) bliðari og i hærri tóntegund. Femínistar af síðara taginu myndu hins vegar líklega vilja rannsaka rokktónlist framda af kvenmönnum til fulls, hvað gerir hana frábrugðna öðru rokki, textagerð, tónlist og ímyndarsköpun. annarra tónlistarmanna, og þá kannski sérstaklega - kvenna. Hlutverk þeirra innan téðra sveita var auk þess stórt; þær áttu mikinn þátt í bæði ímyndar- og tónlistarsköpun og jafnvel vinsældum beggja sveita Á tíma (eftir að gruggrokk varð meginstraums) varð jafnvel móðins og nauðsynlegt að vera með kvenkyns bassaleikara innan sveittustu karlpungssveita. Hún er óhrædd við að syngja um áleitinmálefnisvosemnauðganir, átröslcun, kynferðislega áreitni og útlitslegar kröfur samfélagsins til kvenna Gordon Framan af lá metnaður Kim Gordon á öðrum sviðum en tónlistarlegum. Hún útskrifaðist úr listaskóla snemma á áttunda áratugnum og flutti fljótlega í kjölfarið til New York borgar, enda blómlegt listalíf í gangi þar. Gordon skrifaði um stund fyrir hið virta tímarit ArtForum samhliða því sem hún sinnti listsköpun sinni. Fljótlega varð hún ástfangin af ungum pönkara, Thurston Moore (hverjum hún er gift enn í dag). Heilluð af No-wave bylgjunni sem var fyrirferðarmikil meðal síðpönkara NY-borgar stofnuðu þau hljómsveitina Sonic Youth árið 1981, ásamt vini sínum Lee Ranaldo. Sveitin varð fljótlega áberandi í tónlistarlífi NY, þrátt fyrir að vafasamt sé að kalla fyrstu tilraunir hennar „tónlist", enda jaðraði hún oft á mörkum performans-listar. Það átti þó allt eftir að breytast og Sonic Youth er í dag talin ein af áhrifamestu rokksveitum síðustu áratuga (meðal annars fyrir að hafa hjálpað til við að uppgötva Nirvana). Þau eiga líka fullt af góðum plötum og slatta af ágætum. Og eru enn að. Gordon hefur frá upphafi verið ögrandi fígúra hvað varðar framkomu, tónlistar- og textagerð. Hún er óhrædd við að syngja um áleitin málefni svo sem nauðganir, átröskun, kynferðislega áreitni og útlitslegar kröfur samfélagsins til kvenna. Það gerir hún hins vegar úr fjarlægð, fer aldrei í hlutverk predikara eða ræðumanns (sem er oft tilfellið þegar rokkarar ætla að taka á samfélagsmálum) og forðast þannig gallharða kynjapólitík sem er þreytandi til lengdar. Hún hefur og getið sér gott orð á öðrum sviðum en í tónlist, meðal annars stofnaði hún fatalínuna X- Girl á tíunda áratugnum og hefur leikstýrt nokkrum tónlistarmyndböndum (til dæmis Cannonball e. Breeders). Deal Óhætteraðsegjaaðframherji Breeders, áðurnefnd Kim Deal, hafi orðið fyrir nokkrum áhrifum af nöfnu sinni Gordon. Deal hóf tónlistarferil sinn í sveitinni Breeders þar sem hún lék Ijúft fólkrokk ásamt tvíburasystur sinni Kelley. Sú hljómsveit lagði upp laupana þegar Kelley ákvað að hasla sér völl í matreiðslubransanum. Kim, staðráðin í að halda áfram í rokkinu, setti sig þá í samband við dreng sem hafði lýst eftir bassaleikara sem fílaði jafnt Husker Du sem Peter, Paul & Mary. Sá var enginn annar en Black Francis (síðar Frank Black) og Kim var þar með orðin hluti af því sögufræga bandi The Pixies og um leið væntanleg íslandsvinkona. Með því að bæta ómótstæðilegum poppmelódíum við neðanjarðarpönkrokk síns tíma náðu Pixies umtalsverðum vinsældum. Þrátt fyrir að söngvarinn Black Francis sé oftast talinn forsprakki sveitarinnar og arkitekt er víst að Pixies væru mun síðri hljómsveit hefði Kim ekki notið við. Auk þess að gera heilmargt fyrir hljóm sveitarinnar og nærveru samdi hún og söng eitt af þeirra bestu lögum, Gigantic. Sagan átti líka eftir að leiða í Ijós að hlutur Deal var mun stærri en marga grunaði. Við upphaf tíunda áratugar lagði Pixies upp laupana, ein af ástæðum þess er sögð vera tregða Black við að leyfa Deal og öðrum hljómsveitarmeðlimum að koma sínum lagasmíðum á framfæri. Lyktaði málum þannig að Black hóf sólóferil undir nafninu Frank Black, en Deal endurvakti Breeders með fulltyngi Tanyu Donnelly (úr Throwing Muses, síðar Belly) og tvíburasystur sinnar. Courtney Love eyddi unglings- árum sínum í alls kyns vitleysu, var meðal annars strippari í Japan og grúppía á Irlandi Það var á endanum Deal sem átti vinninginn; Breeders seldu mun fleiri plötur á tíunda áratugnum en sólóFrank nokkurn tímann; er þar helst að þakka plötunni The Last Splash og hinu geysivinsæla lagi Cannonball. Heróínfíkn Kelley Deal hamlaði hins vegar framgangi Breeders nokkuð og kom í veg fyrir að sveitin gæti nýtt sér nýfengnar vinsældir til fulls. Það var ekki fyrr en tæpum áratug síðar að Breeders gáfu út sína þriðju breiðskífu en í millitíðinni stofnaði Kim Deal hljómsveitina The Amps, lágstemmdari útgáfu af Breeders, sem gáfu út eina plötu. Endurkoma Pixies síðastliðið vor ásamt fjölda best-of platna hefur tryggt Deal sess í rokksögunni sem frábærum lagahöfundi og tónlistarmanni - nú er bara að sjá hvort að hún eigi einhver lög á (eftir því sem sagt er) væntanlegri Pixies plötu. Courtney Love Courtney Love er síðasta rokkstelpan sem tekin verður fyrir að sinni. Sem forsprakki hljómsveitarinnar Hole tókst henni að koma út tveimur miðlungs breiðskífum og einni frábærri (Live Through This) auk þess sem hún hafði ómæld áhrif á My-so-called-life-kynslóðina. Yfirleitt er litið framhjá tónlistarferli Courtney á kostnað hneykslismála sem hún hefur verið viðriðin, auk þess sem hjónaband hennar og Kurts Cobain var og er mikið milli tannanna á fólki. Gengu margir svo langt að kalla hana gröns-Yoko og enn í dag má finna heimska unglinga sem halda því fram að hún hafi myrt Kurt, að hann hafi samið öll lögin hennar, o.s.frv. o.s.frv. Slíkar ásakanir má telja týpíska karlrembuvitleysu og afturkreistingshátt; verður þeim ekki gefinn nánari gaumur að sinni (þrátt fyrir að verk Courtney og persóna séu langt í frá óumdeilanleg). Courtney Love eyddi unglingsárum sínum í alls kyns vitleysu, var meðal annars strippari í Japan og grúppía á írlandi (að eigin sögn). Um tvítugt ákvað hún að tónlist væri sín köllun (eftir að hafa reynt fyrir sér sem leikkona í kvikmyndunum Sid & Nancy og Straight to Hell) og reyndi fyrir sér í ýmsum hljómsveitum. Hún fór meðal annars í áheyrnarpróf hjá Faith No More. Fyrsta eiginlega hljómsveitin hennar var Babes In Toyland (sem áttu eftir að njóta nokkurrar velgengni á gröns- tímabilinu), en eftir að hafa verið rekin þaðan flutti hún til San Fransisco og stofnaði sveitina Hole ásamt Eric nokkrum Erlandson. Sveitin vakti þegar nokkra athygli fyrir kröftuga sviðsframkomu og grípandi lagasmíðar (Love átti til að stökkva út í áhorfendaskarann og slást hressilega við viljuga) og deibjúskífa hennar „Pretty on the Inside" ásamt meðmælum Kurts Cobain og Kim Gordon urðu til þess að stórfyrirtækið DGC tók Hole upp á arma sína. Samband Love og Cobain var frá upphafi stormasamt. Parið giftist árið 1992 í látlausri athöfn, eftir að hafa þekkst í stutta stund. Nokkru síðar eignuðust þau dótturina Frances Bean Cobain, sem barnaverndaryfirvöld hótuðu að taka af þeim í kjölfar sögufrægrargreinaríVanity Fair, þarsemLove varsökuð um að hafa neytt heróíns við upphaf meðgöngunnar (hún átti síðar eftir að viðurkenna sök sína í því máli). Árið 1994, nokkrum dögum áður en önnur breiðskífa Hole kom út stakk Cobain af úr meðferð og skaut sig svo sem frægt er orðið. Varð þetta síst til þess að auka hrifningu Nirvana-aðdáenda á Love, og ekki urðu þeir hrifnari þegar myndir af henni og Evan Dando (forsprakka Lemonheads) að kela fundust nokkrum mánuðum síðar. Þrátt fyrir þetta allt seldist Live Through This í fjölda eintaka og ansi margar stúlkukindur tóku upp rifna babydoll stíl hennar. Þriðja Hole-platan, Celebrity Skin, var mun síðri en fyrirrennari sinn og seldist í samræmi við það, þó rangt sé að tala um að hún hafi floppað. Hegðun Love á almannafæri varð hins vegar sífellt öfgakenndari, hún átti til að flassa áhorfendur, henda drasli í þá eða hvetja þá til að henda því í sig. Um tíma leit út fyrir að henni hefði tekist að hreinsa til í hausnum á sér; hún lék stórt hlutverk í mynd Milos Forman, The People vs. Larry Flynt og hlaut lof fyrir (þó hún hafi í raun bara verið að leika sjálfa sig) og varð fastagestur í fansí-hollyvúddpartýum. Það reyndist hins vegar bara vera lægð í ferlinum og nú er hún aftur komin í réttarsalinn, þar sem hún svarar innan tíðar til saka fyrir að hafa ólögleg verkjalyf undir höndum. Mitt á milli allra hneykslismálanna (og þau eru hvergi nærri upptalin) má þó ekki gleyma því að Courtney Love er fyrst og síðast töff söngkona, skemmtilegur lagahöfundur og lætur alls engan traðka á sér. Rokkheimurinn væri sannarlega fátæklegri án nærveru hennar. hauxotron@hotmail.com 1 Ástæða er til að árétta að eftirfarandi grein er ekki ætlað að vera tæmandi úttekt á tónlistarsögulegum þætti kvenna í rokki eða nákvæm upptalning á sakborningum. Hér er handahófskennt gripið inn i feril rokkstelpna sem höfundur man eftir í augnablikinu og þykir af einhverjum ástæðum sérstaklega merkilegar eða áhugaverðar. ■í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Orðlaus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.