Morgunblaðið - 23.08.1991, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 23.08.1991, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 1991 31 Minning: Guðmundur Ingólfs- son píanóleikari Fæddur 5. júní 1939 Dáinn 12. ágúst 1991 Þegar hinn almenni borgari hugs- I ar um orðið djass kannast flestir ef ekki allir við Guðmund Ingólfs- son. Nú er þessi þekktasti djassisti landsins horfinn af sjónarsviðinu. Ég man fyrst eftir Guðmundi þegar hann lék með tríói sínu í Djúp- inu á fimmtudögum. í þá daga virt- ist vikan vera eitthvað lengur að líða en nú til dags vegna þess að löng var biðin milli fimmtudaga. Brátt kom að því að ég varð þess heiðurs aðnjótandi að spila með Guðmundi, sem tók mér strax sem jafningja. 18-19 ára gutti gat ekki verið jafningi þessa listamanns. Það var eins og Guðmundur hefði ein- sett sér að kenna mér iðn síná. Kennsla Guðmundar fór fram án orða, einstaka hljómar og nótur voru mjög sjaldan til umræðu, „við bara iátum það swinga" sagði Gvendur Ingólfs og taldi í. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að kynnast Guðmundi og starfa með honum { gegnum tíðina. Ég votta aðstandendum Guðmundar samúð mína og finnst mér viðeig- andi að kveðja hann með titli lags- ins sem við lékum svo oft: „There will never be another you“. Bjarni Sveinbjörnsson Þá er harin farinn konungur ís- lensku jasspíanistanna en minning hans lifir með okkur áfram. Ég kynntist Guðmundi fyrir mörgum árum, á því tímabili sem hann ásamt naj'na sínum var að rífa jassinn upp á íslandi. Minn æðsti draumur var þá að fá að spila með köppunum og eitt kvöld þá mætti ég með gítar- inn ájasskvöld í Stúdentakjallaran- um. Eg átti alveg eins von á því að verða vísað heim, en eftir að I hafa leikið með nokkur lög bauð ’ Guðmundur mig velkominn í jasshá- skóla þeirra nafna. Eftir það hófst langvarandi vinátta okkar og þegar 1 maður horfir yfir farinn veg tel ég það forréttindi að hafa þekkt Guð- mund. Það var alveg sama hvað Gumundur tók sér fyrir hendur hann bar alltaf af hvort sem það var í tónlist eða einhyeiju öðru. í tónlist- inni var alveg sama hvaða lag var nefnt, hann spilaði það, slíkur var eldmóðurinn alveg fram á síðasta dag. Síðasti konsertinn var á jasshátíð- inni á Egilsstöðum og hlotnaðist mér sá heiður að spila með honum þar. Það var með ólíkindum hvað hann spilaði vel það kvöld. Þá var hann orðinn fársjúkur, en eins og hann sagði sjálfur „the show must go on“. Guðmundur spilaði ekki konsert eftir það. Það skarð sem Guðmundur skilur eftir verður seint upp fyllt, en við sem þekktum hann gleymum honum aldrei. Móður hans, Oddfríði, börnum hans, Ingólfi, Ragnhildi, Sigþóri og bróður hans, Sæmundi, sendi ég innilegust samúðarkveðjur. Björn Thoroddsen Hann Guðmundur Ingólfsson er fallinn frá. Við vorum búin undir það versta vegna alvarlegra veik- inda hans. Jassáhugamenn sjá á eftir einum eftirminnilegasta og sér- stæðasta djassara landsins. Enginn Islendingur hefur gert jafn mikið og hann í því að færa djassinn til almennings. Það gerði hann bæði með þv! að spila íslensk þjóðlög og dægurvísur sem allir þekktu, og einnig með því að spila svo líflega að þeir sem lítið þekktu til sveiflunn- ar gátu aðveldlega sagt eftir að hafa hlustað á Guðmund: „Ef þetta | er djass, þá finnst mér hann " skemmtilegur." Guðmundur settist við píanóið til þess að skemmta fólki, | hann bar virðingu fyrir áheyrendum 9 og gaf ríkulega af snilligáfu sinni. í einkalífinu þekkti Guðmundur manna best sín takmörk. Sem félagi var hann hlýr og sterkur. Við sökn- um samverustunda heima og heim- an þar sem Guðmundur hafði lag á að láta alla finna að þeir væru mik- ils virði. Hann skilur eftir sig ljúfar minningar, og sumar þeirra er sem betur fer hægt að rifja upp á plötu- spilaranum. Við vottum Oddfríði, móður Guðmundar, og börnum hans þremur, Sigþóri, Ingólfi og Ragn- hildi, okkar dýpstu samúð. Gulla og Sæli Stuttri en krappri lífssiglingu Guðmundar Ingólfssonar er lokið. Hann lifði hratt og vissi fullvel, að skuldin mikla yrði af honum heimt á eindaga. Guðmundur var um skamma hríð gestur á heimili okk- ar, þegar að honum svarf í einkalíf- inu. Við þau kynni opnaðist ný sýn á persónuna að baki píanóleikaran- um, sem fyrir löngu var órðinn að goðsögn vegna listar sinnar og lífsstíls. Ég hika ekki við að full- yrða að fáir hefðu risið hátt úr þeim raunum, sem mættu Guð- mundi í bernsku, og kunna hafa sett mark á hann ævilangt. Vegna alvarlegra veikinda á barnsaldri missti hann alla heyrn á öðru eyra og heyrn á hinu skertist. Ekkert gat þó komið í veg fyrir, að úr þessum unga manni yrði einn mest tónsnillingur þjóðarinnar — „Orfeif- ur sveiflunnar", sem hreif og seiddi þijár kynslóðir í algleymi augna- bliksins. Sennilega gera fáir sér fulla grein fyrir ótrúlegri íjölhæfni Guðmundar. Á meira en 40 ára tónlistarferli spannaði hann allt sviðið frá því að vera kallaður „undrabarn" og ti] þess að vera nefndur „grand old man“ ásamt nafna sínum og besta vini Stein- grimssyni. Þeir tveir mörkuðu dýpst spor í jazzsögu íslands, með því að færa sveifluna nær fólkinu í alþýð- legri íslenskun. Guðmundur varð á unglingsárum frægur harmoniku- leikari. Að mínu viti náði hann því- líkum meistaratökum á jazz-harm- onikuleik, að hann fyllti fámennan hóp fremstu listamanna heims á því sviði. Ekkert mun þó vera varð- veitt hljóðritað af þessari sveiflu, en það sem Guðmundur spilaði á harmoniku í þjóðlegri tónlist gefur nokkra vísbendingu. Engin tónlist var svo lítilfjörleg að Guðmundur Ingólfsson teldi sér ekki samboðið að spila hana, jafnt gömlu dansana, sem dægurflugur og rútubíla- söngva. Fyrir hlaut hann elsku og aðdáun í ríkum mæli, sem mun halda nafni hans á loft um ókomin ár. Aldraðri móður sendum við sam- úðarkveðjur og biðjum henni bless- unar um leið og við þökkum þá gæfu að hafa fengið að kynnast stórbrotnum syni hennar í gleði og sorg. Jóna, Högni og Þórður Nú legg ég augun aftur, ó, guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. Guðmundur Ingólfsson var giftur Birnu systur minni í 8 ár og þó þau slitu samvistum breyttist ekki við- mót hans gagnvart mér og minni fjölskyldu — alltaf sami gamli Gúi. Þau Guðmundur og Birna gengu undir sérstökum nöfnum á mínu heimili Gúi og Úa. Ég var stödd á Akureyri þegar dóttir mín sagði mér að Gúi væri dáinn, það fyrsta sem kom upp í hugann var að ég vildi að ég hefði kynnst honum betur, þessum ljúfa manni. Sérstaklega langar mig að minn- ast hans í sambandi við fertugsaf- mælið mitt, þar ætlaði liann að spila sem hann og gerði eins og honum einum var lagið, en hann kom í seinna lagi og auk þess að vera með hljóðfærið í farteski sínu var hann með annað undir hendinni sem mér þykir vænna um, það var málverk eftir hann sjálfan sem ég veit að honum þótti vænt um, það held ég lýsi Gúa vel, hann var vinur vina sinna. Innilegar samúðarkveðjur til móðut' hans, barna og annarra að- standenda frá mér og börnum mín- um. Blessuð sé minning Guðmundar Ingólfssonar. Systa Ég spilaði fyrst með Guðmundi Ingólfssyni á djasskvöldi í Hafnar- firði fyrir rúmum áratug. Ég var þá kontrabassaeigandi til tveggja ára og varla kominn með sigg á puttana, en krotaði samviskusam- lega á blað þau lög sem ég taldi mig geta spilað skammlaust og rétti Guðmundi áður en við byijuðum. Hann leit á listann án þess að segja orð. Ætli ég hafi ekki sloppið í gegnum helminginn af þeim lögum sem leikin voru — hvernig ég komst í gegnum hin er mér hulin ráðgáta enn þann dag í dag. Að tónleikunum loknum taldi ég víst að talentleysi mitt væri orðin opinber staðreynd — óhæfur kontrabassaleikari klúðr- ar konsert! En þótt heimurinn hefði hrunið í rúst í höfðinu á mér lét Guðmundur eins og ekkert væri og þakkaði mér meira segja fyrir. Ekki veit ég hvort þessi uppeldisaðferð gæti flokkast undir mannúðar- stefnu, en ég lærði að eyrun eru til að nota þau, að maður á að kunna sem allra flest lög að þrátt fyrir óvæntar uppákomur og boða- föll þá er líka líf að loknu lagi sem maður ekki kann. Guðmundur Ingólfsson gerðist ungur atvinnumúsíkant og hafði þá numið klassík í áratug. Djassinn fékk hann snemma í blóðið, en það var ekki fyrr en 1977, eftir að hann kom heim frá þriggja ára Noregs- dvöl, að hann gerðist einn af aðalsp- ámönnunum. Forvitin ungmenni voru að vanda á útkikki eftir ein- hverju æsilegu og Guðmundur og nafni hans Steingrimsson spiluðu oft í grasgarðinum á Laugavegi 42, kjallaranum á Fríkirkjuvegi 11, í Djúpinu og víðar þar sem nógu lágt var til lofts og mögnuðu einhvern þann seið sem hvorki fannst í Klúbbnum eða klassíkinni. Ég er ekki viss um að kaupið hafi alltaf náð lágmarkstaxta Félags íslenskra hljómlistarmanna, enda trúboðar aldrei hirt um lög og reglur stéttar- félaga. Hitt þykist ég geta fullyrt að Guðmundur Ingólfsson hafi sjaldan spilað ókeypis fyrir dansi. Það var salt-í-grautinn-vinnan, eins og hann orðaði það — djassmúsikin var hins vegar það sem máli skipti. Þar gat hann spilað eins og hann lysti og þurfti ekki að þjóna dans- andi pörum eða borðandi fólki. Ekki svo að skilja að hann hafi verið að leika Miles Davis, sem sneri afturendanum í áheyrendur — þvert á móti, áheyrandinn var heil- agur í augum Guðmundar og hann skyldugur til að gleðja hann. Spilamennska á öldurhúsum hef- ur aldrei verið vísasti vegurinn ti dyggðugs borgaralegs lífernis og meðalhóf Salómons torfundið þar á bæjum. Heilsunnar vegna hefði sjálfsagt ekki skaðað að Guðmund- ur hefði borðað meira og drukkið minna, en hinn fullkomni balans í lífinu hefur nú svosem vafist fyrir fleirum. Fyrirhyggjan varð honum aldrei ijötur um fót, þannig gisti hann nokkrar vetrarnætur undir dagblöðum í hallargarðinum í Ósló þegar hann kom þangað 1974 og hafði þá ekki hirt um að spara fyr- ir hóteli. En harkan og dirfskan gátu nýst í öðru, ungur vann hann til verðlauna í skíðaíþróttum og á síðari árum varð hann ástríðufullur golfspilari. Öryggisnet noru ekki til í heimi Guðmundar Ingólfssonar og sjaldan lagði hann nótnablöð fyrir óreynda meðspilara sína svo þeir gætu lesið hljómagang eða laglínu af blaði. Hann tilkynnti þó oftast tóntegund- ina og væri hann í góðu skapi, gaf hann knappa lýsingu á millikaflan- um. Svo var talið í og hver bjarg- aði sér. Það var ekki alltaf þægilegt meðan á því stóð, ekki síst vegna þess að línur Guðmundar voru ekki alltaf það skýrar að heyra mætti hljómana í gegn — línubyggingin varð stundum að lúta í lægra haldi fyrir innblæstrinum. En það var ekki síst sannfæringarkrafturinn í spilinu sem aflaði honum vinsælda, áheyrendur skynjuðu að hér var ekkert undan dregið, sálin beruð. Dijúgt er til af spilamennsku Guðmundar á plötum, en ég hygg að hvað djassinn áhrærir standi tvær upp úr, Jazzvaka, en leikur Guðmundar í lagi hans 'Seven speci- al er vel heppnað sýnishorn af kraftmiklum og ágengum píanóstíl hans, og svo Nafnakall, þar sem blæbrigðaríkt og yfirvegað spil í Some of these days ber af, að ógleymdu tregaríku harmoníkuspili í Vermalandinu og Þey, Þey og ró, ró. Eitt af því síðasta sem hann spilaði inn á plötu var harmoníku- leikur í blúsuðu lagi Magnúsar Ei- ríkssonar, Kallinn er kominn í land. Tónarnir eru ekki margir, en allir á réttum stað. Það þurfti aldrei að biðja Guðmund tvisvar um að spila blús og besta skilgreiningin sem ég hef heyrt á frændsemi djass og blús er frá honum komin: Blúsinn er sjálf móðurkartaflan. Oft hef ég minnst tónleikaferðar með Guðmundi Ingólfssyni og Guð- mundi R. Einarssyni til Sauðár- króks fyrir nokkrum árum. Við flugum til Akureyrar og ókum Öxnadalsheiðina yfir kvöldbláan Skagafjörðinn. Þetta var á laugar- dagskvöldi snemma í maí og' ein- hver spenningur í svölu morgunloft- inu, sumarið beið, þótt úthagi væri lítið farinn að grænka. Það var ekki flygill á staðnum, en ágætt píanó og staðurinn var pakkaður af innvígðum. Það varð fljótlega heitt og menn sveittir og bjórlíkið sálaða vann lítið á, slík voru átökin og hitinn. Ekki véit ég hversu marga klukkutíma við spiluðum, en pásur voru fáar og stuttar og djass- unnandi Sauðkræklingar með Geir- laug skáld í fararbroddi keyrðu prestinn og meðhjálparann áfram með klappi og hrópum. Gestir og band urðu eitt orkestur, viðtökurnar kröfðust útboðs allra krafta. Og mitt í þessari eldmessu kom Georg- ia on my mind, píanistinn rétt snerti nóturnar og menn sundlaði í saumn- álarþögninni. Þetta var ríki Guð- mundar og fáa konunga hef ég vit- að ástsælli af þegnum sínum. Marg- ar góðar stundir átti ég með hon- um, þótt hin skagfirska vornótt hafi sérstaklega greypst í hugann. Nú verða þær ekki fleiri, en mig langar til að kveðja Guðmund með þeim orðum sem voru hans ein- kunnarorð þegar menn höfðu tekið lagið saman — þakka fyrir djammið. Tómas R. Einarsson Sviðið er autt, píanistinn horfinn til stjarnanna, hinn íslenski persón- ugervingur djassins — Guðmundur Ingplfsson. Á áratugavolki um djasshafið hef ég kynnst ótalmörgum djassleikur- um og eignast marga góðkunn- ingja, aðeins örfáa vini. Guðmundur var einn þeirra og því ríkir treginn ekki aðeins í djasshólfi hugans. Ég man hann fýrst við píanóið þegar ég fluttist til Reykjavíkur á unglingsárunum, en það var ekki fyrr en hann kom frá Noregi 1977 og djassvakning hin nýja hófst í landinu að þau bönd voru bundin er aldrei brustu. (Þýð. S.E.) Þá færði Jazzvakning út kvíarnar og stóð fyrir tónleikum heimsmeist- ara djassins og Guðmundur stofn- aði djasssveit sína, þar sem nafni hans og einkavinur Steingrímsson var kjölfestan, og boðaði fagnaðar- erindi sveiflunnar, þijú kvöld vik- unnar: Djúpið, Stúdentakjallarinn og Á næstu grösurn urðu kennslu- stofur Djassháskóla íslands þar sem hinir ágætustu menn lærður leynd- ardóma sveiflunnar s.s. bassaleikar- arnir Pálmi Gunnarsson, Gunnar Hrafnsson, Tómas R. Einarsson, Skúli Sverrisson og Þórður Högna- son, Björn Thoroddsen gítarleikari og fleiri og fleiri. Lokið augunum eitt augnablik og sjáið Guðmund Ingólfsson fyrir ykkur spilandi Sweet Georgia Brown. Langir, grannir fingurnir, eilítið fettir, þjóta yfir nótnaborðið, sveiflan liðast um grannan líkam- ann og órætt bros um varir. Það lag var hann að leika þegar Birna Þórðardóttir gekk inná Borgina á afmælisdaginn sinn í febrúar 1978. Hún heillaðist, þau giftust um haustið og börnin urðu tvö: Ingólfur og Ragnhildur. Löngu áður hafði Guðmundur verið giftur Helgu Sig- þórsdóttur söngkonu og átti með henni soninn Sigþór. I hjónabandi Guðmundar og Birnu mættust þeir heimar sem ég hafði hrærst í: heimur djassins og heimur sósíalískrar baráttu og alla bænadaga er ég bjó í Þorlákshöfn komu Guðmundur og Birna í heim- sókn til okkar Margrétar Aðal- steinsdóttur. Þá létum við gamminn geisa — með sveiflu. Tveir helstu meistarar hinnar úthverfu djasssveiflu á íslandi eru Guðmundur Ingólfsson og Rúnar Georgsson. Það var því við hæfi að þeir lékju saman á lokatónleikum Guðmundar á Egilsstöðum þann 26. júlí sl. í djassalfræðibókinni dönsku er hann sagður vital. Guðmundur leitaði víða fanga í tónlist sinni: Oscar Peterson, Erroll Garner og Thelonius Monk skutu oft upp koll- inum og honum þótt vænna um John Lewis en flesta aðra píanista. Þá leysti einfaldleikinn hinar skreyttu línur af hólmi og tilfinning- in var ljóðræn og heit. Margt slíkt má heyra á Jazzvöku, svo og þeim þremur hljómplötum er hann gaf út undir eigin nafni: Nafnakalli, Þjóðlegum fróðleik og Gling gló. Ég efast um að nokkur íslenskur djassleikari hafi verið hljóðritaður jafn mikið af Ríkisútvarpinu og Guðmundur enda var enginn ís- lenskur djassisti jafn ástsæll og hann. Hann átti auðvelt með að komast í kynni við aðra djassmenn og í Noregi lék hann með fjölda djass- manna, s.s. saxafónistunum Dexter Gordon og Bjarne Nerem og þar djammaði hann með Buddy Rich og Percy Heath. í Bandaríkjunum lék hann með bassaleikaranum Leroy Vinnegar og hér heima lék hann undir hjá Toots Thilemans. Þó Guðmundur Ingólfsson væri djassmeistari fyrst og síðast, átti hann marga aðra strengi í hörpu sinni. Hann var frábær golfleikari og skíðamaður og skáldmæltur var hann eins og móðir hans, Oddfríður Sæmundsdóttir. Breyskur var hann eins og djasskynslóð hans var gjarn- an og talandi um hörpu minnist ég þess er hann sagði við mig er þeir nafnar héldu hátíðlegt 101 árs af- mæli sitt á Kjarvalsstöðum: „Ég held ég haldi mig við píanóið á himnum. Það tollir ekki glas á hörpu.“ Guðmundur Ingólfsson barðist hetjulega við krabbamein síðustu vikur sínar á þessari jarðlífsstjömu. Allt til dauðadags hélt hann reisn sinni og lokatónleikar hans á Djass- hátíðinni á Egilsstöðum eru öllum sem hlýddu ógleymanlegir. Það kvöld sigraði andinn efnið líkt og er Duke Ellington og Stan Getz fluttu sína svanasveiflu í skugga þess blóðgreifa er Guðmundur Ing- ólfsson barðist við. Guðmundi Ingólfssyni á ég meira að þakka en flestum djassmönnum. Hafi hann þökk fyrir og kveðjur mínar sendi ég þeim er eftir lifa: móður, bróður, börnum og vinum og vandamönnum er áttu stað í hjarta hans. Vernliarður Linnet

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.