Morgunblaðið - 28.07.1998, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.07.1998, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Hótað að eitra SVONA Kekó minn, umhverfísráðherra skal aldeilis verða sektaður og sviftur ef það svo mikið sem hvarflar að honum að veita leyfi til að eitra fyrir þig. Urskurður félagsmálaráðuneytis um Yesturbyggð Kosningar gildar en vinnubrögð ámælisverð FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTIÐ telur það ámælisverð vinnubrögð hjá sýslumanninum á Patreksfirði að hafa ekki fylgt formreglum laga um kosningar til Alþingis við fram- kvæmd utankjörfundaratkvæða- greiðslu í heimahúsi og á sjúkrahúsi fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í Vesturbyggð. Ráðuneytið telur hins vegar ekki að sýnt hafi verið fram á að þeir ágallar, sem voru á framkvæmdinni, hafi haft áhrif á úrslit kosninganna og hefur því synjað kröfu um að kosningamar verði endurteknar. Kæran barst frá konu á Patreks- firði, sem taldi að sýslumaður, sem jafnframt var kjörstjóri við utan- kjörfundaratkvæðagreiðslu, og varamaður í uppstillingamefnd sjálfstæðisfélagsins á Patreksfirði, hefði haft óeðlileg áhrif á úrslit kosninganna með því að sjá um ut- ankjörstaðakosningu vegna aug- ljósra tengsla við eitt framboðið. Vesturbyggðarlistinn hefði haft tvo menn inni í bæjarstjórn þar til að talningu utankjörfundaratkvæða kom en þá hafi fjórði maður Sjálf- stæðisflokksins komist inn á kostn- að annars manns af Vesturbyggðar- listanum. Vegna meðferðar málsins vék Þórólfur Halldórsson úr sæti sýslu- manns en úrskurðamefnd, sem settur sýslumaður skipaði, úrskurð- aði að ekki væri tilefni til að endur- taka kosningamar. Þann úrskurð staðfesti félagsmálaráðherra í gær. I úrskurði ráðuneytisins segir að sú staða að kjörstjóri utan kjör- fundar sé virkur í stjómmálastarfi á viðkomandi stað og sjái sjálfur um t.d. utankjörfundaratkvæðagreiðslu í heimahúsi og á sjúkrahúsi geti verið óheppileg. „Þegar litið er til gagna málsins og að ekki hefiu- verið sýnt fram á að sýslumaðurinn hafi í krafti stöðu sinnar haft áhrif á úrslit kosning- anna er það niðurstaða ráðuneytis- ins að málsatvik þessi geti ekki leitt til ógildis sveitarstjómarkosning- anna í Vesturbyggð sem fram fóm 23. maí 1998,“ segir í úrskurði ráðu- neytisins. Þar segir ennfremur að ljóst sé af gögnum málsins að ekki hafi verið fylgt formreglum laga um kosningar til Alþingis við fram- kvæmd sýslumanns á utankjörfund- aratkvæðagreiðslu í heimahúsi og á sjúkrahúsi. „Em slík vinnubrögð ámælisverð, en með vísan til rök- semda í hinum kærða úrskurði verður, eins og á stendur í máli þessu, ekki talið að sýnt hafi verið fram á að þeir ágallar hafi haft áhrif á úrslit kosninganna," segir í úr- skurðinum. " Mikið úrval efna! Flísefni frá Bandaríkjunum frá 1.045 kr. m. Flísefni frá Ítalíu frá 1.195 kr. m. Teygjuefni í buxur og kjóla frá 1.565 kr. m. Einlit dragta- og kjólaefni með fiskibeinamynstri frá 1.595 kr. m. Svart, beige, dökkbrúnt, off white og dökkblátt. -búðirnar Laugavegurinn eftir endurbætur Um 200.000 steinar og gang- stéttarhellur Guðjón Borgar Hilmarsson Búið er að opna Laugaveg milli Frakkastígs og Barónsstígs íyrir umferð bíla og gangandi fólks eftir miklar endurbætur. Guðjón Borgar Hilmarsson, kaupmaður í Spörtu, hefur ásamt Jóni Sigurjónssyni hjá Jóni og Óskari borið hitann og þungann af baráttunni fyrir endurbótunum. „Við sem vomm í stjóm gömlu Laugavegs- samtakanna hófum þessa baráttu árið 1991 með viðræðum við þáverandi borgaryfirvöld. Við gerð- um samkomulag við Markús Örn Antonsson, þáverandi borgarstjóra, um hönnun þessarar framkvæmdar og þá var ákveðið að hún skyldi unnin í nánu sam- starfi við kaupmenn við Lauga- veg. Skipuð var nefnd í þessu sambandi sem ég, ásamt Jóni Sigurjónssyni, hef setið í síðan fyrir hönd Laugavegssamtak- anna.“ Guðjón segir að Öm Sigurðs- son arkitekt hafi verið fenginn til að hanna endurbæturnar og síð- an hafi verið haldnir ótal fundir um málið og þrír borgarstjórar komið að því. „í fyrra gaf Ingibjörg Sólrún síðan grænt ljós á að hefja fram- kvæmdir og ráðist var í þær í mars síðastliðnum.“ - Hvaða endurbætur voru gerðar á þessum hluta Lauga- vegar? „Skipt var um allar lagnir í götunni, akbrautin var endur- byggð og nýjar gangstéttir lagð- ar. Áætlað er að um 200.000 steinar og hellur hafi verið lagð- ar í Laugaveginn við endurbygg- inguna og það jafngildir því að einn steinn hafi verið lagður í götuna á hverri mínútu frá upp- hafi framkvæmda." - Drógu framkvæmdirnar ekkert úr viðskiptum? „Þær gerðu það á tímabili. í upphafi, þ.e. í mars og apríl, vom göngubrýr meðfram verslununum og þá fundu kaupmenn lítið íyrir samdrætti. I maí og júní, þegar þungar vinnuvélar vora að störf- um og hávaði stundum mMl, fann ég að minnsta kosti íyrir samdrætti í versluninni hjá mér. í júlí komust viðskiptin síðan í eðli- legt horf á ný. Það má hins vegar geta þess að starfsmenn Istaks, sem var verktaki, gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til að við yrðum fyrir sem minnstri röskun." -Verður gróðursett á þessu svæði? „Já, en gróður er í blóma núna og ekki hentugt að planta trjám á þessum árstíma. Öspum verður á hinn bóginn plantað með haustinu. Þær koma til með að verða í sérstökum kerum svo rætumar nái ekki til lagnanna. Það verður talsvert meira af trjám á þessum hluta Laugaveg- arins en þeim sem þegar var búið að end- urbæta. Þá verður öðram gróðri einnig plantað innan skamms og bekkir settir niður fyrir þá viðskiptavini sem vilja hvíla lúna fætur.“ Guðjón segir að búið sé að koma fyrir lágum staumrn eða svokölluðum pollum með reglu- legu millibili. Þeim er ætlað að ►Guðjón Borgar Hilmarsson er fæddur í Reykjavík árið 1956. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1976. Hann var fram- kvæmdasfjóri knattspymudeild- ar KR 1978-79 og þjálfaði yngri flokka hjá KR um árabil. Frá 1974-82 lék hann fótbolta með meistaraflokki KR. Árin 1987-89 var hann í stjórn hand- knattleiksdeildar og frá 1992 hefur hann átt sæti í sfjórn knattspyrnudeildar. Guðjón opnaði verslunina Spörtu árið 1980 ásamt eigin- konu sinni, Kristínu Lárusdótt- ur, og hafa þau rekið verslunina síðan. Guðjón var í stjórn Laugavegssamtakanna um ára- bil. Guðjón og Kristín eiga þijú börn. varna því að bílum sé lagt upp á gangstétt. Stauramir em flestir með ljósum." Ætlið þið ekki að opna Lauga- veginn formlega með viðhöfn? „Jú, hinn 6. ágúst næstkom- andi klippir borgarstjórinn, Ingi- björg Sólrún Gísladóttir, á borð- ann og í kjölfarið verður við- skiptavinum boðið til þriggja daga hátíðahalda með kamivals- stemmningu." Guðjón segir að auðvitað fari skemmtiatriðin eftir veðri en ef sólin verður hátt á lofti munu verslunareigendur færa búðimar út á götu og veitingahúsin jafnvel bjóða viðskiptavinum sínum upp á þjónustu undir berum himni. „Það verða einnig ýmsar vöra- kynningar, uppákomur, götuleik- hús og leiktækjum verður komið upp og allir verða með sérstök hátíðartilboð." - Eruð þið ekki með sam- keppni í gangi um nöfn á torgin tvö sem prýða nú þennan hluta Laugavegar? „Jú við eram með samkeppni og veitum verðlaun þeim sem koma með réttu nöfnin. Torgin, sem eru fyrir framan Landsbank- ann við Laugaveg 77 og Kjör- garð, þjóna þeim tilgangi að vera staður fyrir uppákomur þegar við lokum götunum og framtíðarsýn- in er að þau verði síð- an yfirbyggð sem og gangstéttimar. Það er á hinn bóginn óákveð- ið hvenær ráðist verð- ur í slíkar framkvæmdir þótt teikningar séu iyrir hendi.“ Guðjón segist að lokum vilja þakka starfsmönnum ístaks, borgarverkfræðingi, gatnamála- stjóra og borgarstjóra fyrir afar ánægjulegt samstarf. Hátíðahöld í þrjá daga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.