Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurnóvember 1983næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    303112345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    27282930123
    45678910

Morgunblaðið - 16.11.1983, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.11.1983, Blaðsíða 1
56 SÍÐUR MEÐ MYNDASÖGUBLAÐI STOFNAÐ 1913 263. tbl. 70. árg. MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 1983 Prentsmiðja Morgunblaðsins Morgunblaöiö/ Friðþjófur/ RAX. Þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF-RÁN, var bjargað um borð í varðskipið óðin um miðjan dag í gær. Varðskipið er nú á leið með þyrluna til Reykjavíkur. Sjá frásagnir og myndir frá björguninni á baksíðu, miðsíðu og bls. 36 og 37 í dag. Tyrkir viðurkenna nýja ríkið á Kýpur Bandaríkjamenn íhuga refsiaðgerðir Ankara, Nikósíu og Washington 15. nóvember. AP. TILLAGA var lögð fram á Bandaríkja- þingi í kvöld um að Bandaríkin hætti þegar í stað aðstoð við öll þau ríki, sem lysa stuðningi sínum við stofnun sjálfstæðs ríkis Tyrkja á Kýpur. Til þessa hafa aðeins Tyrkir viðurkennt hið nýja ríki, en nafn Tyrklands var STUÐNINGSMENN Yasser Arafats vörðust enn seint í kvöld, en áttu und- ir högg að sækja eftir linnulausa stór- skotahríð andstæðinga leiðtogans á Baddawi-búðirnar, síðasta vfgi þeirra, skammt utan við Trípólí. Að sögn talsmanns Arafats var sótt að búðunum úr þremur áttum strax snemma í morgun, en rimm- unni lauk um hádegisbilið. Voru ekki nefnt í tillögunni. Engum bland- ast þó hugur um að tillögunni er beint gegn þarlendum stjórnvöldum. Herforingjastjórnin í Tyrklandi lýsti því yfir síðdegis, að hún hefði viðurkennt stofnun hins nýja ríkis tyrkneska minnihlutans á norður- búðirnar þá enn á valdi manna Arafats, en skemmdir eru gífurleg- ar. Þótt mönnum Arafats hafi tek- ist að hrinda þessari síðustu árás telja fréttaskýrendur aðeins tíma- spursmál hvenær búðirnar falla í hendur andstæðinga Arafats. Sjá nánar um stöðu Arafats og PLO í erlendum vettvangi á bls. 20. hluta Kýpur. Viðurkenning stjórn- arinnar kom á óvart, ekki síður en sú tilkynning Rauf Denktash, leið- toga Tyrkja á Kýpur, í morgun, að þeir hefðu stofnað sjálfstætt ríki á eynni. Hinu nýja ríki hefur verið gefið nafnið „Tyrkneska lýðveldið á norðurhluta Kýpur“. Þótt Tyrkir á eynni hafi haft það í flimtingum að lýsa yfir sjálfstæði allt frá því Grikkir leituðu til Sam- einuðu þjóðanna fyrr á þessu ári vegna erjanna á eynni bjuggust fáir við að þeir gerðu alvöru úr hótunum sínum, ekki síst vegna fyrri afstöðu stjórnvalda í Tyrklandi. Stjórnvöld á Kýpur, gríska stjórnin, jafnt sem sú breska og bandaríska, fordæmdu sjálfstæðis- yfirlýsinguna og hvöttu jafnframt aðrar þjóðir til að gera slíkt hið sama. Breska stjórnin sendi strax í morgun skeyti til Kenan Evren, for- sætisráðherra Tyrkja, og bað hann að viðurkenna ekki hið nýja ríki, en sú bón kom að litlu haldi. Sjá nánar á bls. 22: „Grikkir og Tyrkir hafa löngum eldað saman grátt silfur á Kýpur“. Menn Arafats í kröppum dansi Trípólí, 15. nóvember. AP. Símamynd AP. Spyros Kyprianou, forseti Kýpur, ávarpar gríska Kýpurbúa í Nikósíu í gær, er þeir efndu til mótmæla vegna stofnunar sjálfstæðs ríkis Tyrkja á evnni. Rauöri málningu úðað á ráðherra Lundúnum. 15. nóvember. AP. MK'HAEL Heseltine, varnarmálaráð- herra Bretlans, varð í dag fórnarlamb reiðra kjarnorkuandstæðinga í Manchester-hásknla þegar hann kom þangað til þess að halda fyrirlestur. Rauðri málningu var úðað yfir ráð- herrann, sem átti fótum sínum fjör að launa. Þessar aðgerðir voru aðeins einn liður í róttækum aðgerðum kjarn- orkuvopnaandstæðinga, sem létu mikið að sér kveða í Bretlandi í dag. Lögregla handtók 200 manns fyrir utan neðri málstofu breska þings- ins í kvöld og margir úr röðum mót- mælenda hlekkjuðu sig við hlið bandarísku herstöðvarinnar í Greenham Common. Þá sundruðu lögreglumenn á hestum hópi 150 kvenna, sem lét ófriðlega utan stöðvarinnar. Lögreglan kvað alls tæplega 400 manns hafa verið handtekin í mótmælaaðgerðum í dag. Sjá nánar á bls 23: „Osk Grikkja um frestun harðlega gangrýnd".

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 263. tölublað (16.11.1983)
https://timarit.is/issue/119398

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

263. tölublað (16.11.1983)

Aðgerðir: