Alþýðublaðið - 24.12.1941, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 24.12.1941, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ JÓLABLAÐ 1941 „Vitringar úr austurátt“ ,,En er þeir sáu stjörnuna, glöddust þeir harla mjög. Og þeir gengu inn í húsiö og sáu barnið ásamt Maríu móður.þess, og féllu fram og veittu því lotningu. Og þeir opnuðu fjár- hirzlur sínar og færðu Þeim gjafir“. (Matt. 2, 10—11.) Það er engin tilviljun, að jólafrásögur Matteus- ar og Lúkasar hafa nóð svo miklu valdi yfir hug- um manna, að þær eru lesnar af sömu hrífningu ár eftir ár. Þær eru ritaðar af svo ótváræðri snilld, að engir listamenn bókmenntanna fyrr eða síðar fara þar feti framar. Formið er einfalt, andstæð- urnar sterkar og skýrar. Myndauðgin takmarka- laus. í táknum þessara yfirlætislausu frásagna eru túlkaðar þær þrár og hneigðir, sem mann- kyninu eru áskapaðar frá kyni til kyns, en mið- depill alls er barnið, sem liggur í reifum, blund- andi við móðurbrjóstin. Allt snertir þetta tilfinningar lesandans. Sá, sem les jólasögurnar með athygli, finnur, að svo að segja hver einasta setning er þrungin vizku. Alls staðar er eitthvað, sem hertekur hugann. Þetta er einna Mkast því að ferðast um fagurt land, þar sem útsýnin á hverri. líðandi stund tefur fyrir áframbaldi ferðarinnar. Það mætti dvelja lengi við hvert einasta atriði. iHefirðu, lesandi, nokkurn tíma numið staðar við orðin, sem standa skráð ofan við þessar hug- leiðingar- Það er verið að tala um vitringana frá Austurlöndum, mennina, sem sáu stjörnuna skína og fylgdu henni eftir. Einu sinni ,þegar ég var liítill, kom sú hugsun allt í einu í huga minn á aðfangadagskvöld jóla, að ef jólastjarnan hefði komið á himininn á annað iborð, hlyti hún að vera þar enn. Ég fór út til að skyggnast um eftir henni. Það var hjarn á jörðu, fagurt veður og al- stirndur himinn. Gleði minni get ég ekki lýst, er ég sá stóra, glitrandi stjörnu í þeirri átt, sem mín litla landfræðiþekking sagði mér. að Betie- hem myndi .vera. Hugur minn var fullur af friði og fögnuði. — „Þetta er blekking,“ segir þú. „Þetta var auðvitað einhver önnur stjarna.“ En er það aðalatriðið, hvaða stjarna það var? Það var sú stjarna, sem á þessu augnabliki leiddi mig að húsinu, þar sem jólabarnið var. Og á hverjuna jólum kemur minningin um þetta atvik, ásamt svo mörgu öðru, og leiðir mig þangað í anda. Ég geng inn í húsið, ásamt þér og þúsundum annarra víðs vegar um heiminn. Við komum úr austri og vestri, frá löndum, sem eru myrkvuð af ófriði og ötuð í blóði, — en við krjúpum þar allir, fullir lotningar fyrir honum, sem þrátt fyrir allt, sem sagt hefir verið um hann, er friðarhöfðingi þess- arar jarðar. Eina viðreisnarvon mannkynsins er sú, að Það gefi allt það bezta, sem það á í fjár- hirzlum sínum, á vald hans, sem fæddist í Betle- hem. Það er gömul trú innan kristninnar, að vitringarnir þrír hafi verið konungar. í þeirri sögu eru túlkuð þau sannindi, að þar sem vitið og' valdið falli fram fyrir Krist og opni honum fjárhirzlurnar, þar sé mönnunum tryggt hið sanna Mf. Vér sjáum valcjið þjóna ofbeldi og grimmd. Vér sjáum vitið og þekkinguna þjóna hinu illa, smíða morðtól og manndrápsvélar. Vér sjáum fjárhirzlur heilla þjóða opnaðar upp á gátt, til þess að kosta .herferðir og hryðjuverk.--- En jólastjarnan leiðir oss þangað, sem vitið og valdið er friðarhöfðingjanum helgað, og f jiárhirzl- urnar opnaðar til að gefa honum gjafir.--- Jólin eru stundarsýn inn í óskaland allra mann- legra sálna. GLEÐILEG JÓL! Jakob Jónsson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.