Alþýðublaðið - 24.12.1941, Blaðsíða 20

Alþýðublaðið - 24.12.1941, Blaðsíða 20
20 JÓLABLAÐ Steindór Sigurðsson: \ Þegar Jóakim spilaði fyrir kónginn Fi'iðrik áttundi er maður nefndur. Hann var kóngur 1 Danmörku um og eftir síðustu aldamót. Þá var úti á íslandi maður að nafni Jóakim, hann var Garibaldason Jóakim var lítill vexti, dökkur yfirlitum og snoturmenni og svo mikill harmonikuspilari, að orð fór af um miargar sveitir, Þötti allt skorta á mánnfundum væri Jóakim þar ekki með harmoniku sína. Var þetta djásn mikið með fjórum bössum og nótnaröð alsettri skelplötuskrauti. Hafði Jóakim gefið fyrir hana hálfan hlut sinn úr hákarlalegu eitt vorið. 1 þá daga þóttu slík hljóðfæri mjög tillkomumikil og frami hverjum ungum manni að kunna að meðhöndla þvílíka ger- semi . ... Þá bar það við, að Friðrik kóngur bjóst að heji)inan og hugði til íslandsfetrðar. Svo hafði faðir hans gert fyrstun Danakónga og hlotið heiður af. Þegar kóngur var hingað kominn, var mikið um dýrðir1 um land allt og kostað mjög kapps um að gfera viðtökur hans sem veglegastar. Múgur og margmenni streymdi þá til peirra sjóporpa, sem kongur hafði ráðgert að veita þann heiður að heimsækja. Hugir allra á þeim slóðum voru í ákaf- legri æsingu. Það var ekki á hverjum degi, að þau undur skeðu í lífi óbi'eyttra sveitamanna og sjóara að fá að sjá bráðlifandi kóng, • Getgátur urðu iniklar manna á milli um vegsemd hans alla og hans föruneytis. Spurningum og getgátum rigndi niður í sífellu, hvar sem tveir menn mættust. Sumir vildu þó halda, að Sullmpjkið mundi látið af hans dýrðarljóma. — Kristján faðir hans ku hafa verið allra almennilegasti maður og ósköp blátt áfram, rétt eins 'og hverjir aðrir dauðlegir menn, sögðu þeir. En maður spurðl mann. Og i fjárhúsum og á fiskplönum, í búrulm og beitingaskúrum, ræddi fólk þennan stórviðburð, með eftirvæntingarfullum fjálgleik. Þegar þessi tíðindi gerðust, stóð Jóakim Garíbaldason á tvíugu. Var hann þá nýorðinn pakkhúsmaður hjá Gránufélags- faktornum í kaupstaðnum í fæðingiarsveit sinni. Þótti það allvegleg staða í þann tíð! Þar í þorpinú vakti konungsktoman enn meiri taugaæsing og andleg og veraldleg umbrot en annars staðar nærsveitis, því að það var veglegasti kaupstaðurinn í þeim landsfjórðungi og því sjálfkjörinn til að taka á móti köngiinujn. Þar bjuggu þá og ýmfl's andleg og veraldleg stónnenni, sem sauðmórauðum almúgapum í venjiulegu islenzku sveita- þorpum stóð fyrir hugskotssjónum sem sitjandi i fjarblárri upphefðartrónu. Þar var jafnvel konsúll, sem var danskur í báðar ættir og þvi að nokkru leyti í ætt við sjálfan kóngiúnj — Þar voru mótorbátar og bakarj, úxsmiður og þilskipa- kapteinar, apótek, samkomuhús og lýsisbræðsla, hjálpræðis- her og Norðmenn og ým3s önnur sálræn og vélræn furðuverk hinnar nýbyrjuðu aldar. Og sem kóróna á allan þennan mikillelk skyldi konungs- koman verða og varpa töfraljóma á öll stórmenníin og allt plássið um ókomnar aldir. Sýslumaðurinn, læknirinn, presturinn, faktorinn ög kon- súllinn settust á rökstóla með öllu heldra fólkinu, kusu nefndir og kjöguðu kófsveittir og brennandi af áhuga fram og aftur um plássið, meðan sá mikU undirbúningur stóð yfir. Og svo kom kóngurinn. Og kóngurinn dvaldi þar um kyrt í heilan dag og tók í hendina á öllum beztu borgurunum. Um kvöldið var honum svo haldið samsæti, þar sem aðeins hinir fáu útvöldu fengu að koma. Þar dönsuðu fínustu frúmar og frökehirnar við kónginn og ýmis dönsk mikil- menni og lifðu á þeim endurminningum það sem eftir var æfinnar. Og í þessu samsæti var Jóakim látinn spila á harmoniku fyrir kónginn. Og kóngurinn tók í hendina á honu,m eins og hinu fólkinu og gaf honum spegijtgljáandi medalíu eða minnispening að launum. Þá varð Jóakim frægur víða um land og mikill maður í plássinu. ' • i 1 1 Og nú byrjuðu dásamlegir tímiar í lífi Jóakims Qaribalda- sonar. Hann baðaði sig í ljóma sinnar eigin frægðar, hvar sem 'hann kom o^ fór. Það þóttt óbnotnum mönnum og sléttum vinnukonuim hin mesta hefð, að fá að vera í fylgd með honum á mannfundum. Blá og brún kvennaaugu fylgdu honum úr öðrum hverjum eldhúsglugga, þegar hann spigspor- aði um götumar, þvi að kvenfólk, ungt og gamalt, ekkjar og ógiftar, dreymdi um að fá að verða ljós augna hans og Iampi fóta han,s. En Jóakim söng og spilaði, hlö og dansaði gegnutn þessa nýju tilvem og vildi vera frjáls og óháðuij. Hann keypti sér silfur-úrfes'i, iiengdi við hana medalíuna og brosti óg blikkaði til beggja handa. En lögin, sem hann hafði spilað fyx4r kónginn, flugu út um allar sveitir og trölluðu á allra vörum. Einkium var það „norski rællinn“, nýtt lag, sem Jóakim sagði að kóngurinn „En Jóakim og spilaði, hló og dansaði gegnum þessa nýju tilveru,---------------------------‘‘ hefði orðið mest hrifinn af. En isöjkúm þess, að hvorlki Jéakim né aðiir kunnu nokkra vísu við þetta merkilega lag, ortá Jóakim og þjóðin sísona:

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.